Freyr

Volume

Freyr - 01.12.1946, Page 11

Freyr - 01.12.1946, Page 11
FRE YR 341 Heyrurð’u ekki ennþá óminn ástúðlega hlýj a róminn? Eða fannst þér augnaljóminn ekki bjartur þessa nótt Hversu allt var kyrrt og hljótt. Fannst þér ekki barnið brosa blítt í jötu sinni? Það var dýrðlegt bæði úti og inni. Jörðu mjöllin klæddi hvíta hvítar’i en í gær að líta. Tungl á loft sér fór að flýta, fylling þess var rétt í kvöld. Því er birtan þúsund föld? Einhver þytur eyrum mætir eða raddakliður. Það er líkt og þungur vatnaniður. Ein er stjarna, stjörnum fegri stærri, hreinni, yndislegri, draumum öllum dásamlegri dýrri birta aldrei skín. Morgunstj arnan mín og þín, leiðarvísir lýðs á jörðu ljóminn aldrei þrýtur. Kvíða þarf ei hver sem hana lítur. Barnið fær oft bezt að skilja blessun Guðs og kærleiksvilja. Ekkert vill það öðrum dylja andinn hrífst á gleðistund. Gjöf er stór hin létta lund. Manstu, hversu margir spyrja mildu bernskujólin? Húmið þverr, og hækka tekur sólin. Hugrún.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.