Freyr

Årgang

Freyr - 01.12.1946, Side 15

Freyr - 01.12.1946, Side 15
FRE YR 345 ar vorrar eða þó öllu heldur ómenningar. Vér skiljum ekki almennt, að hlutdeild vor í henni er ekki sú að vér séum herrar lífsins, heldur þjónar þess. Og reynslan mun sú, að því betur sem þetta er skilið, því bjartara umhverfi, því þroskaðri þjóð. Sameinumst því um að vekja þjóðina í heild til skilnings á þessu, skilnings á því, að ræktun moldar og miða sé sá grunnur, sem framtíð þjóðarinnar verður að byggj- ast á. En ræktun láðs og lagar er óhugs- andi, nema að henni standi þróttmikil trú, ræktaðrar þjóðar, á gildi lífsins og blessun þess. Vér íslendingar mættum því í þessu efni biðja í auðmýkt svo sem gjört var forðum: „Auk oss trú herra“. — Guðm. Jósafatsson. frá Brandsstööum. Landssambandið — Sveitafólkið Riksförbundet Landsbygdens Folk (R.L.F.) Á kreppuárunum í kring um 1930 var víða um lönd leitað ýmsra ráða til þess, ef verða mætti að afstýra þeim vanda og ósköpum, sem að steðjuðu þegar verðið á búvörum varð svo lágt, að það sem fékkst fyrir seldar afurðir hrökk naumast eða ekki fyrir beinum útgöldum bænda og þeir hlutu að vinna fyrir sára lítið eða ekkert kaup, ef þeir vildu halda áfram við bú- skapinn. í því öngþveiti, sem þá ríkti, var gripið til ýmsra ráðstafana sem aðeins voru stundar fyrirbrigði, aðrar voru fyrir- fram ætlaðar til frambúðar. Á meðal þeirra athafna sem gerðar voru af nefnd- um ástæðum, urðu félagssamtök sveita- fólksins langlífust. í Danmörku var þá stofnað félag, Bændasambandið — (Landbrugernes Sammenslutning), er fljótlega fór inn á pólitískar leiðir, gerðist yfirgangssöm klíka og ósanngjörn, varð síðar ásökuð fyrir viðleitni til landráða, og nú sitja nokkrir af oddvitum þessa félagsskapar á sakamannabekkjum fyrir afskipti þeirra og áhrif í þágu Þjóðverja á hernáms- árunum. Áhrif þessa félagsskapar hafa löngum verið neikvæð, frá sjónarmiði þjóðfélags- ins, og af búnaðarfélagsskap bændanna jafnan kölluð „stórbændaklíka" sem var í andstöðu við athafnir og framkvæmdir meginþorra bænda. Það mátti með réttu segja, að á kreppu- árunum var mjög þrengt að danska land- búnaðinum, en ok kreppunnar var þó enn þyngra á landbúnaði Svía, sem þá var hvergi nærri svo vel skipulagður og vel samstilltur í félagsmálastarfsemi sinni eins og raun er á í dag. Það var þá, sem flóttinn úr sænskum sveitum byrjaði fyrir alvöru og það var þá eins og nú, að aðrir atvinnuvegir tóku fegins hendi á móti hverjum þeim, er bættizt í hópinn. Einkum var það alls konar" iðnaður, sem bauð atvinnu og til- tölulega góð skilyrði þeim, er hann vildu stunda, enda eru iðnaðarvörur aðal út- flutningsvara Svía og þeir standazt sam- keppni annarra þjóða í ýmsum greinum,

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.