Freyr

Årgang

Freyr - 01.12.1946, Side 22

Freyr - 01.12.1946, Side 22
352 FREYR hendi álíka hlutverk, sem greidd eru há laun fyrir? Sannleikurinn er, að húsmóðirin — móð- irin — hefir af engum að krefja laun sín. Hún vinnur óeigingjarnasta hlutverk allra óeigingjarnra hlutverka, en skapar eigi að síður, með verkum sínum, verðmæti, sem vonandi má meta jafn mikils og hvert hinna ofangreindu starfa. Húsmóðirin spyr ekki hvort eftirvinna sé greidd með 1 y2 dagkaupi eða helgidaga- vinnan með tvöföldu dagkaupi. Því fer fjarri. Vinnudagurinn er lang- ur, mörgum og ábyrgðarmiklum störfum er að gegna, og frá þeim hleypur hún ekki né ábyrgð sinni, þó að þau séu vanmetin og þó að klukkan slái sex og slagbröndum sé slegið fyrir hurðir verksmiðjanna og rit- vélaskröltið hljóðni af því, að dagur er að kvöldi og dagsverki þar lokið. Það getur að sjálfsögðu haft sína þýð- ingu að rannsaka hvernig störfum hús- móðurinnar er háttað. Vinnurannsóknir hafa á ýmsum öðrum sviðum verið fyrsta sporið til þess að skipa vinnuaðferðum og og vinnufyrirkomulagi í hagkvæmara horf, og getur einnig orðið svo á þessu. Tölur tala sínu eigin máli, svo þær er að framan greinir, sem aðrar. Maður getur litið á þær og spurt sjálfan sig um leið: Hvernig mun þessum hlutum varið hér á landi — á íslandi — í sveit og í kaupstað? Hvernig er það í sveitinni, þar sem kon- an er ein með barnahóp og þarf þar að auki að leggja hönd að fjölda bústarfa, til þess að aðstoða mann sinn, þegar bjarga skal forða til vetrarins? Það er óþarft að spyrja. Vinnudagurinn er eins og dæmið að framan sýnir eða eitt- hvað svipað því. Mun það nokkurs virði fyrir þjóðfélag okkar, að um þessi efni sé grennslast? Því skal svarað með fáum orðum. Sjálft hlut- verkið er þess vert, en annað er þó langt- um meira aðkallandi, sem sé þetta: Að leita einhverra þeirra úrræða til að- stoðar þeim, sem bera þyngsta okið í þjóð- félaginu, því að það gera húsmæðurnar — mæðurnar — sem vinna verk sín með þol- inmæði og gleði án þess að spyrj a um laun. Því miður — ef svo fer fram, sem nú horfir, er hætt við að ofþjökun og uppgjöf geti hent í fyllra mæli en þegar er orðið, en við því má þjóðin ekki. Hér er engum einum aðilja álasað þeg- ar það er fullyrt, að hlutverk húsmæðra í íslenzkum sveitum eru ekki metin að verð- leikum af almenningi frekar en annars staðar gerist. Til þess er þjóðin ekki nógu þroskuð enn, að hún hafi lært að meta þau dýrustu verðmæti sem gróa í þjóðlíf- inu og sköpuð eru við arinn húsmóður- innar og móðurinnar ■— sem ver 15 stund- um í sólarhring til starfs fyrir þjóð sína án þess að spyrja um laun. G. Hross til Póllands. Danir hafa selt 22 þúsund hross til Póllands í haust og samið hefir verið um sölu á 45 þúsund- um til viðbótar. Ennfremur hafa þeir selt hross til Frakklands, og Checkoslóvakíu. Þess er getið að eftirspurn sé talsvert mikil en verðið lágt. Frá því var sagt í októbersblaði Freys, að verðið á hrossum þeim, sem UNRRA keypti hér á landi og flutt voru til Póllands, hafi verið 625. kr. Eftir að blaðið var skrifað var endanlega gengið frá samningum og samdist þannig að lokum, að fyrir þau fengust kr. 652.00 að meðaltali frítt um borð. Fregnir hafa borist um það, að allt hafi gengið vel á leiðinni og aðeins tvö hross veikst. Er gott til þess að vita, að íslenzk hross komast að þessu sinni í hendur manna, sem eru snillingar i hesta- meðferð, en það eru Pólverjar.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.