Freyr

Årgang

Freyr - 01.12.1946, Side 24

Freyr - 01.12.1946, Side 24
354 FREYR Prinz Dáumling ég sé að það er tilvalið að láta ykkur starfa saman! „Hvað sögðuð þér, á ég að starfa með prinsi“, mumlaði ég hálf ráðaleysislega, „ég held að ég ... ja, ég meina bara að ... ég hefi aldrei unnið með neinum úr kon- ungsfjölskyldu, og er sjálfsagt ryðgaður í hirðsiðum.“ „Óttist ekki“, svaraði hr. Siebold. „Það mun allt ganga, en nú skulum við leggja af stað“. Við stönsuðum hjá litlu húsi í Delmen- horst, hittum þar húsbændurna, hr. og frú Böning, sem buðu okkur velkomna, leiddu okkur til stofu, og kynntu okkur fyrir syni sínum; Walter Böning. „Hér sjáið þið vin minn Prinz Dáumling", mælti hr. Siebold. Nú fór ég fyrst að skilja, hvernig í öllu lá, og hvers vegna þessi herra var kallaður „Dáumling" eða „þumall“ eins og það þýðir á íslenzku. Við stóðum þarna augliti til auglitis við minnsta mann heimsins. Við Adanos urðum sem steini lostnir af undrun og göptum aðeins, eins og afglapar, hvor framan í annan. Þannig atvikaðist það, að leiðir okkar Prinz Dáumlings mættust. Prinz Dáumling, sem mig langar til, í eftirfarandi línum, að skýra ykkur nánar frá, var (og líklega er, því ég veit ekki annað, en að hann lifi góðu lífi) aðeins 58 cm. á hæð, og öll líkamsbygging hans var í hlutfalli við hæðina. Hann vóg 20 pund. Þrátt fyrir þessa litlu hæð, hafði hann náð þeim háa aldri, að fá piparbyssu í afmælisgjöf fyrir tveimur árum. Hann var 32 ára. Eitt af því, sem mér er sérstaklega minnisstætt, frá þessu fyrsta stefnumótí okkar, var, að móðir hans bar honum mið- dagsmat, á meðan við dvöldum þar. Það var baunasúpa á lítilli undirskál. Skeiðin, sem hann borðaði með, var venjuleg te- skeið. Þegar hann hafði tæmt diskinn, sem á voru ca. fjórar matskeiðar, hvaðst hann vera orðinn mettur, en skildi eftir á disk- inum 2 eða 3 baunir, sem hann kvaðst ekki geta borðað, þar sem þær væru of stórar. Við dvöldum aðeins stutta stund hjá Prinz Dáumling í þetta skipti, þar sem tími okkar var naumur. Ég dáðist strax að hinni kurteisu framkomu hans. Er við kvöddumst, sló hann hælunum saman að hermanna sið, hneigði sig djúpt að höfð- ingja sið, og rétti mér hönd sína að al- manna sið, — þessa litlu hönd, sem var minni en sú minnsta barnshönd, er ég hefi séð. Á leiðinni til Bremen fræddi hr. Siebold okkur um margt, varðandi þennan litla mann — þetta viðundur, þessa lifandi brúðu — m. a., að hann hafi vegið 800 gr., er hann fæddist, og verið 24 cm. á lengd, og að foreldrar hans, systkyni öll(5 að tölu) og ættingjar, væri fólk af venjulegri hæð. Og svo hófst fyrsti starfsdagur okkar Prinz Dáumlings saman. Það var í Frankfurt A/M. 7. apríl 1938; hinn fyrsta dag þess þriggja vikna vor- fagnaðar, sem halda átti þar í borg. Ferða-Tivoli og alls konar „skemmti- atraktioner“ höfðu þyrpst til borgarinnar. Ferða-leikhúsið okkar Prinz Dáumlings var stórt og glæsilegt á að líta, utan sem inn- an, og bar af öllum hinum. Fólk stóð í þyrpingu fyrir utan það og var að horfa í sýningargluggann. Þar sá það lítinn ferðavagn, sem var íbúðin hans Dáumlings. Önnur hliðin var tekin úr hús-

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.