Freyr

Volume

Freyr - 01.12.1946, Page 25

Freyr - 01.12.1946, Page 25
FRE YR 355 inu og komu þá tvær stofur í ljós, svefn- herbergi og dagstofa með tilheyrandi hús- gögnum, á stærð við brúðuleikföng. Báðar stofurnar voru 2,30 m. á lengd til samans. Við innganginn stóðu tveir menn, var annar þeirra framkvæmdastjórinn okkar, en hinn aðstoðarmaður hans. Á milli þeirra stóð hátt borð; en á borðinu var lítið, myndarlegt hús á að giska 1 m. á lengd og 80 cm. á hæð með risi. Framkvæmdarstjórinn hélt á hljóðnema í annari hendinni og kvaddi mannfjöldann til að leggja leið sína inn í leikhúsið, því mælti hann. „Hér munið þið upplifa undra- verðugasta augnablik lífs ykkar, er þið sjáið heimsins minnsta mann, Prinz Dáumling. Hann er svo lítill, að því er naumast hægt að lýsa með orðum. Þið verðið að sjá hann sjálf með eigin augum, til þess að geta trú- að. Horfið aðeins á þetta litla hús hér, (hann benti á brúðuhúsið, sem stóð á borð- inu) þetta er sumarbústaðurinn hans.“ „Nei hættu nú hreint, þessu trúum við ekki“, heyrðist rödd úr mannþyrpingunni mótmæla. „Það getur ekki nokkur lifandi maður, og því síður 32 ára gamall — verið inni í svona litlum kassa.“ „Ég vissi, að þið mynduð ekki trúa orð- um mínum, en takið þið nú vel eftir“, sagði þulurinn, um leið og hann benti á brúðu- húsið, og í sama augnabliki teigði Prinz Dáumling annann handlegginn út um gluggann á húsinu, og veifaði hvítum vasa- klút til fólksins. — Þar næst var farið með brúðuhúsið og „Prinsinn" inn í leikhúsið aftur. Þetta reið baggamuninn. Jafnvel hinir vantrúuðustu sannfærðuzt. Forvitni fólksins var nú komin að suðu- marki. Það hafði fengið að sjá aðra hönd- ina á minnsta manni heimsins; nú varð það að sjá hann allan. Leikhúsið fylltist, og sýningin hófst. Blaðið „Paris-soir“ birti þessa mynd 8. jan. 1939 þegar Prinz Daumling hvarf. Síðasti þáttur sýningarinnar stóð í sam- bandi við Prinz Dáumling. Þulurinn kvað sér vera veitt sú gleði og mikla virðing, að kynna hinn heimsfræga Prinz Dáumling. í sama augnabliki kom þetta litla „peð“ trítlandi inn á sviðið. Eitt hægfara, langt undrunar — nei-e-ei glumdi við í salnum. Þulurinn mælti fyrir minni Prinsins í stuttri, en hrífandi ræðu. Þar næst sýndi „Prinsinn“ ýmsar kúnst- ir. M. a. lék hann hermann. Hann sló hælum saman, studdi hægri handar fingrum á gagnaugað og þrammaði svo- kallaðan „Parademarsch“ (þ. e. hermanna- fótgöngu). Ég stóð á sviðinu. En er hann var kominn að mér, leit hann fram til fólksins og sagði, um leið og hann benti á mig: „Þetta er Eifel-turninn á íslandi", og svo hélt hann áfram, undir turninn, eða með öðrum orðum, í gegnum klofið á mér, og þurfti alls ekki að beygja sig, því hann náði mér rétt í hnésbót. Þegar sýningin var á enda, sagði þul- urinn, að sig langaði til að lofa áhorfend-

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.