Freyr

Volume

Freyr - 01.12.1946, Page 39

Freyr - 01.12.1946, Page 39
FREYR 369 vald“ í verðlagsmálum landbúnaðarins, eiga að skiljast svo, að hann telji það vera aðalkröfu þeirra manna hér á landi, sem gagnrýnt hafa „búnaðarráðs“-fyrirkomu- lagið, að íslenzkir bændur fái „einræðis- vald“ í verðlagsmálum sínum. Og mér er ekki heldur vel Ijóst hvað hann á við með „einræðisvaldi“. Álítur hann t. d. að stétta- félög verkamanna hafi hér „einræðisvald“ í sínum málum? Sé svo, þá eiga bændurnir að fá það líka um sín mál. Við teljum að þeim beri sami réttur. Annars held ég að það liggi mjög Ijóst fyrir hvers konar „einræðisvald“ það er, sem íslenzk bændasamtök krefjast fyrir hönd stéttar sinnar. í öllum ályktunum um þessi mál, og öllum þeim kröfum und- anfarin ár, er eitt sem gengur í gegn, eins og rauður þráður. Það er krafan um hið marg-umtalaða „sexmannanefndarverð“. En hvað er „sexmannanefndarverðið“? Er það „einræðis“ ákvörðun bændastétt- arinnar? Nei,-ó-nei. Það er fyrst og fremst samkomulagsverð, byggt á þeim grund- velli er fulltrúar bændanna, sem „samn- ingsaðili“ fyrir þeirra hönd, sömdu um við fulltrúa neytenda og ríkisvaldið, sem einnig lagði til samninganna tvo opinbera starfsmenn og fræðimenn í þessari grein. Verðlagsákvörðun þessi var því á sínum tíma gjörð, ekki ósvipað því, sem hr. G. J. tæpir á hér að framan, að nú sé (og sjálf- sagt til fyrirmyndar) að nokkru leyti við- höfð á Norðurlöndum. Þess vegna er eðlilegt að bændur hugsi sem svo: Þegar nú búið var að viðurkenna þennan verðlagsgrundvöll, hvernig í ósköp- unum stendur á því, að honum hefir ekki verið fylgt refjalaust við verðlagsákvörð- unina, a. m. k. af þeim sem töldu hann réttlátan? Og meðal þeirra er án vafa hr. G. J„ sem átti hvað mestan og beztan þátt í að finna og leggja þennan grundvöll. Og þar sem að grundvöllurinn var fundinn' og viðurkenndur, þá átti verðlagsákvörð- unin hverju sinni að vera einkar vel við- ráðanlegt reikningsdæmi, þegar að nauð- synlegar upplýsingar lágu fyrir. Og þeirra upplýsinga átti jafnan að vera unnt að afla. • En ekki einu sinni þetta samkomulag hefir verið haldið af hálfu ríkisvaldsins, heldur hefir bændunum verið skammtað annað verð og lakara af ríkisskipaðri nefnd. Við það hafa bændur ekki viljað sætta sig —- og eiga ekki að sætta sig. Hið mikla „frjálslyndi“ í garð íslenzkra bœnda. Þá segir hr. G. J. að sér virðist „meira frjálslyndi í garð bænda“ koma fram í verðlagsákvörðun landbúnaðarvara hér á landi, en annars staðar á Norðurlöndum. Það er nú svo. Væri nú samt ekki réttara að bera saman „frjálslyndið í garð bænda“ hér, við frjálslyndið í garð annarra stétta í landinu, í sams konar efnum? Ég teldi það, og hefi þegar gjört því nokkur skil. En ég skal líka gjöra hér nokkurn saman- burð við Norðurlönd, og mun þá snúa mér að Svíþjóö. Bæði þau lönd, ísland og svíþjóð, eiga hér nokkra samstöðu. Bæði löndin losnuðu við beina styrj aldarþáttöku, og nutu hagnaðar af því. Þau áttu því bæði að vera færari að skipa málum þessum nokkuð meir að vild sinni, eftir eðlilegum leiðum en önnur, sem lömuð eru undan oki styrjaldarinnar. Bæði löndin framleiða landbúnaðarvörur, aðallega fyrir innanlandsmarkað, en leggja minni stund (Svíþjóð nær enga) á útlenda markaðinn. Bæði löndin byggja því höf- uðafkomu landbúnaðar síns á hinu inn- lenda markaðsverði. Það er rétt, eins og áður er á minnst, að á styrjaldarárunum hafði ríkisvaldið í

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.