Freyr

Volume

Freyr - 01.12.1946, Page 41

Freyr - 01.12.1946, Page 41
FRE YR 371 Ég get ekki betur séð en að hér sé ís- lenzki sexmannanefndar-grundvöllurinn á ferðinni bæði að anda og efni — aðeins í sænskum klæðum. En á sama tíma og Svíar eru að þoka verðlagsmálum síns landbúnaðar af ríkis- valdsgrundvelli stríðsáranna, í svipað horf og hér var komið á, á styrjaldarárunum, göngum við íslendingar aftur á bak, frá hinni frjálsu samningsleið, og tökum upp stj órnvalda-fyrirkomulagið. Það er þetta sem meginþorri íslenzkra bænda ekki vill þola, og ekki á að þola. „Búnaðarráðið“. „Einungis bændur“. Hr. G. J. viðurkennir að sjálfsögðu að Búnaðarráðið sé stjórnskipuð nefnd. „En þar sem það er tilskilið að í því skuli einungis eiga sæti bændur, eða menn sem vinna að landbúnaðarmálum á annan hátt“, þykir honum sýnilega nægilega vel fyrir málum þessum séð. Aðrir hafa tekið dýpra í árinni, og leyft sér að fullyrða, að með þeirri skipan hafi bændastéttin fullkomlega fengið þessi mál í sínar hendur. En þetta er grundvallarmisskilningur, og má enginn í því sambandi láta það villa sér sýn, að bændur eru skipaðir í „ráðið“. í fyrsta lagi er engin trygging fyrir því að bændur þeir er ríkisstjórnin velur til starfa, hagi störfum sínum þar á sama hátt og meginhluti bændastéttarinnar hefði kosið, og fulltrúar kjörnir af henni hefðu gjört. Og að svo er ekki ætíð, má þegar teljast sannað af þeirri stuttu reynslu sem þegar er fengin. í öðru lagi er svo hitt, og það er aðal- atriðið, að ef bændur viðurkenndu það rétt vera, að ríkisstjórninni bæri að ráða málum þessum og skipa yfirstjórn þeirra, er ósköp hægur vandi fyrir þingmeirihluta sem væri þeirrar skoðunar, að öðrum og fleirum en bændum einum bæri að fjalla um þessa hluti, að þoka bændunum smátt og smátt til hliðar. Það er auka-atriði ef sæmilegir menn veljast til þessara starfa, úr hvaða stéttum þjóðfélagsins þeir koma. Hitt er aðalatriðið hverjir hafa vald til að skipa þá og leysa frá störfum. Og að svo er, kom hvað skýrast fram hjá ýmsum formælendum Búnaðaráðs síðastl. haust, er þeir andmæltu þeirri kröfu er gjörð var af hálfu bændasamtakanna í landinu, að Stéttarsambandi bænda væri fengin yfir- stjórn þessara mála, í stað Búnaðarráðs. Þeir sögðu blátt áfram, að á meðan svo væri ástatt í þessum efnum, að ríkis- stjórnin, sem ábyrgð ber á fjármálum rík- isins, yrði að vaka yfir útsöluverði land- búnaðarvaranna, og verja því hærri fjár- fúlgum til að greiða það niður sem það væri hærra, til þess að halda verðlags- málum þjóðarinnar í viðráðanlegu horfi, þá mætti hún ekki sleppa verðlagsvaldinu lausu, og það e. t. v. í hendur þeirra manna er vildu ríkisstjórnina feiga. Þetta er vitanlega sjónarmið útaf fyrir sig, og það gat haft nokkuð til síns máls, ef bændasamtöki hefðu ekki. jafnframt kröfum sínum slegið þann varnagla, að þau mundu nota sexmannanefndar sam- komulagið sem verðgrundvöll á innlenda markaðnum. Þegar svo var komið, var synjun þessi, fyrst og fremst neitun stjórn- arvaldanna, um að fylgt væri sexmanna- grundvellinum við verðákvörðunina. Og rökstuðningurinn fyrir neituninni sýndi það að ríkisstjórnin áleit sig þurfa að hafa hönd í bagga með ákvorðun landbúnaðar- vöruverðsins, og taldi sig hafa það með skipun Búnaðarráðsins. Það er því tilgangslaust fyrir þessa menn að vera að reyna blekkja sjálfa sig og aðra með þeirri staðhæfingu, að með lögunum *

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.