Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1946, Síða 43

Freyr - 01.12.1946, Síða 43
PRE YR 373 um og m. a. vegna þess, að sökum hinnar mjög svo stopulu vinnu í bæjunum suma árstíma, fór oft svo, að árskaupið í sveit- unum reyndist ekki mikið ódrýgra þótt tímakaupið og daglaunin væru þar all- mikið lægri. Nú er öldin önnur, og sem betur fer, viL ég segja. Nú hafa allir næga vinnu, sem unnið geta, og vinna vilja, allan ársins hring. Hér er því tilgangslaust, enda ranglátt, að ætla sér að halda kaupgreiðslum í sveitum neðan við það sem gerist og geng- ur við aðra algenga vinnu. En þá verða bændur að fá það verð fyrir framleiðslu sína er ber uppi þetta kaupgjald. Á því byggðist sexmannanefndarverðið. Og þetta gera Svíar sér orðið ljóst. Samtök bœnda um framleiðslu eða sölu- stöðvun landbúnaðarvara. Hr. G. J. minnist á það á einum stað í greinum sínum, að bændur í Noregi hafi sums staðar gjört ályktanir um að koma á „mjólkurverkföllum" til þess að knýja fram kröfur sínar um hækkað verðlag. Af framkvæmdum hafi þó ekki orðið vegna þess að „bændasamtökin norsku hafa tjáð sig þeim mótfallinn". Þetta mun rétt vera, og hygg ég svipað- ar skoðanir vera ríkjandi í sænsku bænda- samtökunum, þ. e. að sölustöðvun sé neyð- arúrræði, enda þótt þau hefðu nokkurn undirbúning til að koma á framleiðslu- verkfalli síðastliðinn vetur, ef annað dygði ekki til að knýja fram kjarabætur. Til þess kom þó ekki, þar eð ríkisstjórn- in gekk til samninga við bændafélögin, er leiddu til viðunandi niðurstöðu, eins og ég hefi minnst á áður. Og ég vil leyfa mér að bæta því hér við, að íslenzkir bændur muni yfirleitt vera mjög sama sinnis, þ. e. að þeir séu andvíg- ir framleiðslustöðvun, nema allar aðrar leiðir til að ná rétti sínum séu lokaðar. Hinu skyldi enginn treysta, að óhætt sé að leika bændastéttina svo grátt sem vera skal, vegna þess hve hún er seinþreytt tii vandræða. Það er ekki hyggilegt af þjóðfélaginu þegar bændur ganga inn á tímabundnar tilslakanir á réttmætum kröfum af fullri ábirgðatilfinningu til, að firra það vanda, að launa þeim það eftir á, með því að ganga á hagsmuni þeirra, gjöra þá ómynd- uga um meðferð sinna mála, og storka þeim á allan hátt. Og það er ekki varlegt af þjóðfélaginu þegar að bændur reyna að rétta hluta sinn á friðsaman og löglegan hátt, að svara því með ofbeldisfullum ráðstöfunum og níðast á félagssamtökum þeirra. Slíkar aðfarir stuðla ekki að „friðsamlegri“ þróun með þjóðinni. Og þegar svo hinir sömu vald- hafar sem þannig koma fram gagnvart jafn hófsamri og friðsamri stétt eins og íslenzka bændastéttin er, beygja sig á sama tíma í duftið fyrir hverri þeirri stétt er sýnir þeim kreftan verkfallshnefa, þá er verið að hrinda bœndastéttinni út i verkfallsbaráttuna. En þeir sem þannig stjórna þjóðfélaginu bera ábyrgð á því. íslenzkir bændur munu því hiklaust eins og nú er komið, búa sig undir það, að geta beitt „verkfallsvopninu“ eins og aðrar stéttir, til að knýja fram réttmætar kröf- ur sínar, ef þeir sannfærast um það, að það sé eina leiðin. Og það eitt er víst, að íslenzkir bændur munu ekki til langframa þola þá rangsleitni, er þeir, undanfarið hafa verið beittir í félagsmálum sínum, án þess að svara henni á viðeigandi hátt. Vérðákvörðun landbúnaðarvara á innlendum markaði. Það er að sjálfsögðu ærið vandamál að

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.