Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1946, Blaðsíða 49

Freyr - 01.12.1946, Blaðsíða 49
FRE YR 379 ';arða, á þá staði eina, sem framleiða til sölu. Á þessu ári mun nú vera of seint að kippa þessu í lag, en verði áframhald á áburðarskorti, þá væntir búnaðarfélagið Afturelding þess, að Áburðareinkasala rík- isins gæti þess, að áburðurinn fari fyrst og fremst til þeirra, sem ekki geta án hans verið, en að hinir verði þá heldur látnir sitja á hakanum, sem gripið geta til ann- arra úrræða án þess að framleiðsla þeirra þurfi að bíða hnekki við. Ályktun þessi var samþykkt í einu hljóði á aðalfundi búnaðarfélagsins Afturelding, 2. maí 1946. ★ Framanskráð „Álit“ var Frey sent á síðastliðnu vori og umsögn um það birt í Annál blaðsins nr. 11—12 og þar bætt við fáeinum orðum í samræmi við skoðun nokkurra einstaklinga, sem blaðið hafði átt tal við um þetta efni, er litu nokkuð öðruvísi á þetta mál en þeir, sem að álitinu standa. Nú hefir stjórn búnaðarfélagsins „Afturelding" óskað þess, að Álitið verði birt orðrétt í blaðinu og er það hérmeð gert. En þar sem fyrirfram er vitað að það gefur til- efni til umræðu, og sanngjarnt mun og rétt að líta á áburðarþörf bændanna og áburðarnotkun frá ýmsum hliðum, hefir blaðið snúið sér til tveggja manna til þess að fá fastar undirstöður að byggja á í þessu efni, og fer álit þeirra hér á eftir. Skrifar Jón ívarsson, forstjóri Áburðarsölu ríkisins, um út- vegun og dreifingu áburðarins en Klemenz Kr. Kristjánsson, ræðir um notkun tilbúins áburðar og árangur hans, bæði við túnyrkju og garðyrkju. í sambandi við þessar umræður virðist ástæða til þess að benda bændum á, að nöfnin „garð- áburður“ og „garð-nitrophoska“ ber áreiðanlega að leggja niður, því að ekkert virðist mæla með notk- un þeirra og það er staðreynd að þau hafa valdið — og munu að líkindum framvegis valda — mein- legum misskilningi. Svo vill þá líka til, að nafnið „ammophós" fer vel í munni og „nitrophoska" einnig. Flytjist þessar áburðartegundir til landsins framvegis, með mis- munandi innihaldi jurtanærandi efna, væri réttara að bæta við nafnið tölu, er segði til um magn ákveðins jurtanærandi efnis í áburðinum. Mætti þá t.d. segja ammophós 16,20 og ammophós 11,48 ef í hvorri tegund er það hundraðshlutfall köfnunar- efnis og fosforsýru, sem tölurnar greina, enda er þetta í samræmi við þá nafngreining, sem Áburð- arsala ríkisins notar. Ritstj. ★ Athugasemd forstjóra Áburðarsölu ríkisins. Herra ritstjóri. Þér hafið sent mér „Álit frá búnaðar- félaginu „Afturelding", Hornafirði, um út- hlutun garðáburðar", sem ætlast er til að birt verði í Frey, og jafnframt heimilað mér rúm í blaðinu fyrir athugasemdir. Þar eð áliti þessu er að nokkru beint til Áburðarsölu ríkisins, þykir mér hlýða að fara um einstök atriði þess nokkrum orð- um. í álitinu segir fyrst, að „á yfirstandandi ári hafi bændum verið tjáð að áburður sá, sem fæst í garða verði miklum mun minni en á síðastliðnum árum“, en ekki er þess getið hver hafi tjáð þeim þetta, né hvar, og mundu því ýmsir ímynda sér að það hafi verið Áburðarsalan. En því fer víðs fjarri. í byrjun þessa árs var eins og venjulega birt í Ríkisútvarpi og blöðum, auglýsing frá Áburðarsölunni um það, hvaða tegundir tilbúins áburðar mundu verða fáanlegar á þessu ári, og jafnframt getið um áburðarstyrkleika aðaltegund- anna. Tekið var fram í augl. að ekki hefði tekizt að fá meira af Ammophos né öðrum fosforsýruáburði, en ríflega hálfu því magni er innflutt var árið áður. Nokkru síðar, eða snemma í marzmánuði, var aug- lýst aftur, að fengizt hefði til viðbótar Superfosfat 20% og yrði því innflutt álíka mikið af því og Ammophos saman, eða af fosforsýruáburði alls, eins og árið á und-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.