Freyr

Årgang

Freyr - 01.12.1946, Side 50

Freyr - 01.12.1946, Side 50
380 FRE YR an. Að sjálfsögðu var ekkert á það minnst í augl. þessum, hvað fengizt af áburði í garða, né hvað á annað gróðurlendi, og var það af þeirri einföldu og augljósu ástæðu, að allar áburðartegundirnar, sem inn átti að flytja, voru nothæfar, hvort sem var í garða eða á graslendi, og því sérhverjum í sjálfsvald sett, hvaða áburð hann kysi til hvors um sig. Ef að þeir, sem álit búnaðarfélagsins sömdu, telja Ammo- phos einan hæfan áburð í garða, fara þeir villir vegarins, og þurfa því að átta sig betur á notagildi áburðarins. Hvað aðrir hafa tjáð bændum um þetta er Á- burðarsölunni óviðkomandi. í áliti búnaðarfélagsins segir ennfremur svo: „Um garðrækting, hagar svo til, að þeir garðávextir, sem á markað koma, eru framleiddir á fáum og tiltölulega tak- mörkuðum svæðum, og hefði það verið sanngjarnt að dreifa þessu litla áburðar- magni, sem fáanlegt var í garða, á þá staði eina, sem framleiða til sölu“. Svo mörg eru þau orð. Út af þessu skulu hér talin helstu garð- ræktarsvæði landsins sem framleiða í flest- um árum garðávexti til sölu: Austur- Skaftafellssýsla, einkum Nesin, Vestur- Skaftafellssýsla, flestar sveitir í Árnes- og Rangárvallasýslum, sérstaklega Þykkvibær, Stokkseyri og Eyrarbakki. Allt nágrenni Reykjavíkur, Kjósar- og Gullbringusýsla. Reykjavík sjálf framleiðir líklega meira en i/5 hluta allra kartaflna í landinu. Enn- fremur Akranes, Borgarnes, Dýrafjörður, Arnarfjörður, Önundarfjörður og sveitirn- ar við ísafjarðardjúp. Á Norðurlandi eru margar sveitir Eyjafj.sýslu með mikið af sölukartöflum, svo og Svalbarðsströndin. Sumar byggðir Þingeyj arsýslu hafa og kartöflur til sölu. Á Austurlandi má telja ýmsar sveitir Fljótsdalshéraðs, svo og Mjóafjörð, Seyðisfjörð og Reyðarfjörð. Af þessu sem hér er sagt er það augljóst, að sá hópur framleiðenda, sem kaupa þarf áburð til garðræktar er all-fjölmennur, og þau svæði mörg og víðlend sem rækta garðávexti og mundu því þurfa garðáburð, vegna framleiðslu til sölu. Áburðarsalan auglýsir árlega eftir á- burðarpöntunum, og reynir að haga út- hlutun áburðarins í sem mestu samræmi við hið umbeðna magn, þó með hliðsjón af fyrra árs notkun, ef ekki er unnt að full- nægja áburðarbeiðnunum. ' Verzlanir og búnaðarfélög kaupa áburðinn og annast sölu hans á viðstkipa- og félagssvæðum sínum. Úthlutun til einstaklinganna er því í höndum annarra en Áburðarsölunn- ar, og mundi henni ekki reynast fært að fyrirskipa né framkvæma annars konar úthlutun en þá, sem í aðalatriðum væri í samræmi við gerðar áburðarpantanir hvert ár. Að afgreiða eftirsóttustu áburðarteg- undirnar, eins og t. d. Ammophos í ein- stakar sveitir eða til einstakra kaupenda, en aðrar minna eftirsóttar tegundir til annarra, mundi ekki reynast fært, enda væri slíkur aðskilnaður „sauða og hafra“ í þessum efnum gersamlega óforsvaranan- legur og óþolandi. í síðustu málsgrein álitsins ræðir búnaðarfél. um úrbætur á þeirri úthlutunartilhögun sem verið hefir, og vill „að áburðurinn fari fyrst og fremst til þeirra, sem ekki geta án hans verið, og að þeir verði látnir sitja á hakanum, sem gripið geta til annarra úrræða, án þess að framleiðsla þeirra þurfi að bíða hnekki við.“ Um þetta innlegg er ekki ástæða til að vera margorður. Ég vil að- eins benda á það, sem að framan er sagt þ. e. að úthlutun til einstaklinga annast verzlanir og búnaðarfél. að mestu og án efa skilja höfundar álitsins það fullkom- lega, að Áburðarsalan getur ekki gefið fyrirmæli um, að þessi eða hinn maður-

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.