Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1946, Blaðsíða 52

Freyr - 01.12.1946, Blaðsíða 52
382 FREYR til kartöfluræktar og annarrar garð- ræktar. Við tilraunir undanfarin ár hefir þessi blandaði áburður (Ammophos) ekki reynst betur til túnræktar eða garðræktar, en jafn mikið af hliðstæðum næringarefnum í einhæfum áburðartegundum, eins og Superfosfati og brenpisteinssúru ammon- íaki. Svo er að Ammophosið er ekki alhliða áburður til neinnar ræktunar, því að kalí vantar í það, og ef um kalífátækan jarð- veg er að ræða þarf að bera það á með þessarri áburðartegund. Ammophos er handhægari áburður en Superfosfat og brennisteinssúrt ammoníak vegna þess, að hann inniheldur því sem næst það nær- ingarefnamagn í 1 poka sem er í 2 pok- um af Superfosfati og brennisteinssúru ammoníaki. Fyrir stríð var mikið notaður alhliða áburður, svokallað „garðanitrophoska" og var í sannleika sagt ekki betri til garð- ræktar en jafnmikið næringarefnamagn af kalí fosforsýru og köfnunarefni í ein- hæfum áburðartegnudum. Munaði hér að meðaltali 9% hvað fékkst minni uppskera fyrir garðanitrophoska en jafngildi þess í einhæfum áburðartegundum. Og fyrir „túnnitrophoska" varð árangurinn enn verri, því að þar gaf það 14% minna hey en jafngildi. Er þetta mjög í samræmi við erlenda reynslu. Hins vegar má með full- um rétti segja, að blandaðar áburðarteg- undir eigi fullan rétt á sér hér á landi vegna þess að það er handhægt að nota þær, og flutningskostnaður á sama nær- ingarefnamagni er helmingi minni, og stundum vel það, ef um áburðartegundir er að ræða, sem hafa öll næringarefnin í 1 poka í stað tveggja og hálfs. Eftirfarandi sýnir hvernig hægt er að sjá fyrir áburðarþörf garðanna og hvað það kostar: 1. Með Ammophos -j- kalí 2. Með einhæfum áburðartegundum ein- göngu. Er hér gengið út frá jöfnu næringar- efnamagni í báðum dæmum: Nr. 1: Áburður á ha. í kg. 315 kg. brennisteinssúrt kalí (7 pokar á 100 libs) .............. kr. 192.50 810 kg. Ammophos (18 pk. á 100 libs) — 567.00 1125 kg. Flutningskostn. 15 au. á kg. — 168.75 Kr. 928.25 Nr 2: 810 kg. Superfosfat (10,8 pokar 167 libs) ..................... — 321.30 315 kg. brennisteinssúrt kalí (7 pokar á 100 libs) ................... kr. 192.50 630 kg. Brennisteinssúrt Ammoníak (14 pokar á 100 libs) ......... — 392.00 1755 kg. Flutningskosn. 15 au. pr. kg. — 263.25 Kr. 1169.05 Ammophos og kalí í nr. 1 — 928.25 Mismunur kr. 240.80 Hér munar kr. 240.80 á sama næringar- efnamagni og svo meiri dreifingarkostnaði, en líklegt er eftir þeirri reynslu sem feng- izt hefir, að áburður í nr. 2 gefi fullt eins mikla uppskeru og nr. 1. Nr. 2 er því ekki síðri garðáburður en Ammophos. Annars tel ég að mjög sé villandi að nefna blandaðar áburðartegundir sem sér- staklega hæfar í garða fremur en til ann- arrar ræktunar, þar sem reynslan í til- raunum bendir alls ekki til þess að þær taki einhæfum áburðartegundum neitt fram í öðru en því að minni vinna er að dreifa þeim, og svo það að flutningskostn- aður er minni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.