Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2005, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2005, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST2005 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og MikaelTorfason Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson DV: Skaftahlið 24,105 Rvlk, sími: 550 5000 Farc Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 Fréttaskot 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is Auglýslngan auglysingar@dv.is. Setning og umbrot: 365 - prentmiðlar. Prentvlnnsla:(safoldarprentsmiðja. Dreifing: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og úr gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Karen Kjartansdónir heima og að heiman Endalausar fréttir. Þaö vilja margir meina aö fréttir séu aö veröa endalaus- ar og ég er ekki frá þvf aö þaö sé nokkuö til ( þeirri staöhæf- ingu, allan dag- inn skannar maöur netiö til aö athuga hvort maöur sé ekki örugg- lega vel með á nótunum. Allan daginn þylja á manni fréttir úr útvarpi og sjónvarpi og maður þarf aö hafa sig allan viö til að komast yfir allan þann fjölda ókeypis og keyptra blaöa sem gefin eru út. Ef glöggt er skoðaö kemst maður þó að þv( aö mað- ur er (rauninni meira eöa minna aö hlusta á sömu féttirnar aftur og aftur. Bensínverð í söauleau háfnarkií Hversu óft hafið þiö til áö mynda ekki séö fyrirsögnina „benslnverð (sögulegu há- marki'? Mér finnst ég hafa séð þessi orö oftar en ég kæri mig um ásamt allri þeirri leiöinlegu runu sem ávallt fylgir á eftir, þið vitiö, þetta um sjálfs- afgreiöslu, oktana, tunnur af hráollu og annaö sem hljómar l(kt og veöurfréttir fyrir mér, þaö er, ég heyri (raun ekki upplýsingarnar sama hvaö ég legg mig fram viö aö fylgja á eftir. Þaö sama gildir um fréttir frá frak, sem yfirlýstur fjandmaö- ur þessa strlös legg ég mig alltaf fram vlö aö fylgja fréttum af þeim eftir en þv( miður þá er þetta fariö aö hafa sömu áhrif á mig og blessaö tuldriö (veöur- fréttamönnunum. Ég gæti ekki haft þær eftir þótt l(f mitt lægi viö, mlnútu eftir aö ég heyröi þær. Svona er athyglisgáfa mln takmörkuö .sprengja sprakk* ,og 20 metrar á sekúndu," hljómar eins, nema endingin sé London eöa sólskin. Kemst ekks undan fréttirnar. Þótt ég fegin vildi vera laus viö óend- anleg hróp og köll misjafn- lega málhaltra fréttamanna kemst ég ekki undan þeim og upplýsing- arnar sem ég kæri mig ekki um að búa yfir slast inn. Ég held til að mynda að sú skelegga stangastökks- kona Isnebaeva hafi verið aö slá enn eitt heimsmetiö rétt í þessu. Leiðari Mikael Torfason JIL Þaö er annars merlcilegt aö bæði austur í fsrael og hér á íslandi skuli það vera útlendingar sem talci upp bnísann og noti til að lýsa skoðunum sínum íformi veggjalcrots. Skemmdarverk og listaverk IDV í dag eru tvær fréttir, hvor á sínum stað í blaðinu, um tvo mótmælendur sem taka báðir reiði sína út á steypu. Búið er að handtaka annan þeirra, þennan sem er á fslandi, og spreyjar slagorð á bygg- ingar og styttuna af Jóni Sigurðssyni, sem hann kallar reyndar bastarð af einhverjum ástæðum sem eru ofar skilningi hins venju- lega Islendings. Hinn gengur laus en hann spreyjaði myndir á vegginn sem aðskilur Palestínumenn frá fsraelsmönnum. Hann heitir Banksy og segir vegginn kjörixm striga fyrir listamenn og sér fyrir sér að að- skilnaðarveggurinn geti orðið að stærsta listaverkagalleríi heims. Munurinn á hinum breska Banksy og nafhlausa útlendingnum sem kallar Jón Sigurðsson bastarð er kannski ekki svo mikill ef horft er hlutlaust á málið. Báðir eru þeir væntanlega að óhreinka eignir sem þeir eiga ekki til að mótmæla einhverju sem þeir vilja alls ekki. En annar er smekkmað- ur og hefur það mikið að segja með teikn- ingum sínum að ísraelar sjálfir sá enga ástæðu til að þrífa veggina eftir hann. Lög- reglan á fslandi ætlar hins vegar að þrífa bæði Alþingishúsið og stall Jóns Sigurðssonar. Enda hér um að ræða barnalegan subbuskap sem á ekkert skylt við snilldarlegt veggjakrot Banksys. Það er annars merkilegt að bæði austur í ísrael og hér á Islandi skuli það vera útlend ingar sem taki upp brúsann og noti til að lýsa skoðunum sínum í formi veggjakrots. Verst að við hér skyldum fá ónaftigreindan smekkleysingja en ekki Banlcsy. Og þó, hagsmunimir eru meiri í Palestínu. Þar er fólk að berjast fyrir því að búa á landinu sínu og gegn ofrfld hersetuliðs sem oft og tíðum svífst einskis. Hér á landi er hins vegar barist fyrir því að hálendið fái áftam að njóta sín sem einskismannsland og sé ekki sökkt til að búa til raforku handa út- lensku stórfyrirtæki. Stal laiffl haraborgara og pylsu? „Þeir, sem eru andvígir Baugi og Jóni Ás- geiri munu einblína á hvasst orðaval í ákærunni, og hinir, sem eru hlynntir þeim, munu einblína á skýringar lögmanna." UMRÆÐA UM ÁKÆRUNA á hendur Baugi og aðstandendum hans fór af stað á föstudaginn með breiðsíðu í brezka dagblaðinu Guardian. Fyrst og fremst ÞAR ER ÞVÍ SLEGIÐ UPP, að eitt af ijömtíu ákæmatriðum gegn Jóni Ás- geiri Jóhannessyni sé, að hann hafi stolið einni pylsu og einum stórum hamborgara af Baugi. Guardian er beinh'nis að gera grín að íslenzka ákæmvaldinu. GUARDIAN N0TAR KREDITNÓTUVIÐ- SKIPTI í Færeyjum sem dæmi um, að ákærumar séu þungt og hvasst orð- aðar, en sé málið skoðað í heiid sinni, komi í ljós, að eðlilegar skýringar séu áþví. GUARDIAN SEGIR að hvað eftir annað sé Jóni Ásgeiri lýst sem hinum versta glæponi í ákærunni, og hvað eftir annað komi skýringar í ljós, þegar málið sé skoðað ofan í kjölinn. GUARDIAN HEFUR GREINILEGA bæði aðgang að ákærunni og skýringum lögmanna Baugs. Með þessum leka hefur óbeint verið tryggt, að um- ræðan um málið í Bretlandi verði á tiltölulega jákvæðum nótum frá sjón- arhóli Baugs og Jóns Ásgeirs. ÞAÐ SKIPTIR MESTU fyrir frekari um- svif þeirra í Bretlandi, miklu meira Smáís hefur tekist að fá lokað fyrir SKY-sjónvarps- stöðvarnar hér á landi fyrirbæri sem Smáís á eftir að fálokað s Ple Edt Vlcw Favortes S»Bdck » @ © (3 kfdrw http://wvfw.btnetú7 wv-r Internetið Auðvitáö best að loka fyrir erlertt nið- urhai en alla vega allt sem geturverið túlkað semerlendir fjölmiðlaránetinu. Fr(höfnin Þarerseld músik án tolla og af- skipta Is- lenskra yfir- valda. Farangursrými flugvéla Þaö er auðvitaö stútfullt af erlendu góssi og nóg fyrir fólk að hafa handfarangur undirföttil skiptanna. máli en áhrifin á fslandi, þar sem um- svifin eru í fastari skorðum. Skoðanir á íslandi á þessum málum eru líka fastar mótaðar en skoðanir í Bret- landi. HÉR Á LANDIMUN HVER ÉTA ÚR SÍNUM P0KA, þegar ákæran og skýringamar birtast í næstu viku. Þeir, sem eru andvígir Baugi og Jóni Ásgeiri munu einblína á hvasst orðaval í ákærunni, og hinir, sem eru hlynntir þeim, munu einblína á skýringar lögmanna. GUARDIAN SEGIR RAUNAR, að óvíst sé, að birting þessara skjalg. í næstu viku muni varpa neinu ljósi á stöð- una. Það þýðir, að menn verða áfram að velja, hvort þeir h'ta á Baugsmenn sem skúrka á svörtum hestum eða riddara á hvítum hestum. TIL AÐ FYLGJAST MEÐ SKRIFUM í Guar- dian um þetta mál, er auðveldast að fara á heimasíðuna www.guardi- an.co.uk og slá inn leitarorðið BAUG- UR. jonas@dv.is ölver Þeir endurvarpa er- lendum sem inn- lendum sjónvarps- stöðvum án þess að vera með„réttinn“. Leikskólar Þar syngja krakkar daginn útogdag- inn inn án þess að greiða nokkuð til rétthafa. fllltaf snjór á Akureyri Akureyringar vígðu á dögunum fyrsta snjóframleiðslukerfi lands- ins í Hlíðarfjalli, rétt fyrir ofan Akureyri. Þeir fullyrða að nú yerði alltaf snjór í fjallinu en kerfið kostar 110 milljónir. Heimamenn fjármagna verkefnið. Skíðasvæðið sem snjóframleiðslan nær yfir er 2,6 kílómetrar að lengd. Geri aðrir betur! Nú I Bláfjöll Aldrei búa varla 20 þúsund I hæ9tað skl0a- Stjarna er endurfædd manns á Akur- eyri en á höfuð- borgarsvæðinu býr allt að tveir þriðju hlutar þjóðarinnar. Engu að síð- ur er ekki hægt að stunda skíðaíþróttir aí neinu viti í nágrenni Reykjavíkur. Ein- faldlega vegna dugleysis heimamanna. íbúar höfuö- borgarsvæðisins ættu að líta sérfjær, norður. Garðar Gunnlaugsson skoraði tvö mörk fyrir Val á móti sínum gömlu félögum í ÍA. Tryggði þeim þar með sigur en Valsmenn voru vist miklu lélegri í leiknum. Garðar hefur átt prýðissumar og stefnir í að hann verði í hópi markahæstu manna deildarinnar. Garðar er án efa faliegasti leikmaður deildarinnar, enda sjálfur herra Isiand á ferð, og sameinar kynin við skjáinn þeg- ar Valsmenn mæta öriögum sín- um. Eftir mögur sumur á vellin- um hefur hann eingöngu upp- skorið fegurðartitil en fyrir skömmu eignaðist hann barn með sinni heittelskuðu, Ás- dísi Rán, og síðan þá hefur hann verið óstöðvandi. Stjarna Ásdís Rán Heldur Garöari d jörðinni. erfædd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.