Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2005, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2005, Blaðsíða 18
18 LAUCARDAGUR 13. ÁGÚST2005 Helgarblað DV Sautján-veldið er sagt vera til sölu. Starfsfólk fyrirtækisins hefur gengið á milli Qárfesta í leit að ijármagni til að kaupa Svövu Johansen og Ásgeir Bolla Kristinsson út úr fyrirtækinu. Sjálfur segir Bolli fyrirtækið ekki til sölu og að þau Svava ætli að reka það áfram. Þau skildu í vetur en höfðu verið saman i 24 ár og eiga saman einn son. Svava hefur tekið saman við fyrirsætuna Björn Sveinbjörnsson sem býr í New York. Svava Johansen, 41 árs, og Ásgeir Bolli Kristinsson, 54 ára, kynntust fyrir 24 árum, þegar hún réði sig til starfa hjá honum í tískuvöruversluninni Sautján - þá 17 ára gömul. Versíunin hefur vaxið gífurlega frá því Bolli opnaði fyrstu búðina að Laugavegi 47. Nú er Sautján-veldið, eða NTC eins og það kallast, orðið eitt helsta tískuveldi landsins. Svava var tískudrottningin, Bolli kóngurinn. Nú eru þau skilin og samkvæmt heimildum DV hefur starfsfólk veldisins hug á því að kaupa þau út. Svava og Bolli eru bæði af efnafólki komin en hafa byggt upp veldi sitt með eigin dugnaði. Veldi þeirra bygg- ist á sextán vinsælum tískuverslunum auk saumastofu og skrifstofu. Veltan er talin vera um eða yfir tveir millj- arðar á ári. Verkaskipting hjónanna hefur alltaf verið mjög skýr. Bolli sér um reksturinnn og viðskiptahliðina en Svava um innkaup. í raun má segja að undanfama áratugi hafi hún flakkað um heiminn og verslað inn fyrir þúsundir íslenskra karla og kvenna. Hún er sögð ótrúlega smekkvís og sjaldan slær hún feilspor í inn- kaupum sínum. Enda hefur hún alltaf haft Bolla á hliðarlínunni en hann er sagður mjög hreinn og beinn þegar það kemur að viðskiptum og góður í samn- ingum. Upphaf veldisins Bolli stofnaði tfskuverslun Sautján árið 1976 að Laugavegi 47. Hann færði verslun- ina fljótlega yfir götuna í glæsilegt verslunarhúsnæði á Laugavegi 51, þar sem hann rak saumastofu á efri hæðinni. Svava var í Versló þegar hún hóf störf fyrir Bolla í Sautján, en hann er þrettán ámm eldri en hún. Svava hafði áður unnið hjá Gulla í Kamabæ og hafði mik- inn áhuga á tísku. Hún var á þess- um tíma glæsileg ung stúlka sem Byggðu upp tískuveldi saman Bolli og Svava á góðri stundu á meðan þau voru enn gift. Björn K. Sveinbjörnsson hefur á síðustu árum verið ein eftir- sóttasta karlfyrirsæta tískubransans. Hann stendur á há- tindi ferils síns, en er samt að hugsa um að flytja heim og sinna verkefni sem hann er með í gangi hér. Björg Margrét Sigurgeirsdóttir móðir Björns segist vera stolt af syninum sem hefur fengið mikla athygli fyrir fegurð sína allt frá fæð ingu. Vinkonu Björns líst vel á sambandið við Svövu Johan- sen og segir þau vera fallegasta par landsins. meðal annars sýndi fatnað á tísku- sýningum bæjarins. Eftir að Bolli og Svava felldu hugi saman tók Svava að mestu að sér umsjón með innkaupum í Sautján. Það gerði hún strax með glæsibrag og hefur síðan verið sú kona á Islandi sem mestu áhrif hefur haft á klæðnað íslenskra kvenna og jafnvel karla líka. Bolli einbeitti sér að fjármálastjórn og vexti fyrirtækis þeirra á meðan Svava hafði daglega umsjón með verslun og innkaupum. Frumkvöðlar á sínu sviði Sautján var með fyrstu verslunum sem opnuðu í Kringlunni enda hefur Bolli verið frumkvöðull að gera versl- unarrekstur á íslandi alþjóðlegri. Hann hefur einnig verið mikill áhuga- maður um skipulagsmál og hefur barist fyrir því að halda uppi verslun- arrekstri í miðbænum og á Laugaveg- inum sem hefur á síðustu árum mátt muna fífil sinn fegurri eftir opnun Kringlunnar og síðar Smáralindar. Bolli átti á tímabili 7% hlut í ís- lenska útvarpsfélaginu sem átti og rak Stöð 2 en seldi hlut sinn þar í innanfé- lagsátökum og hagnaðist um 100 milljónir. Eftir það einbeitti Bolli sér að Sautján og settu hjónin hagnaðinn af sölunni á hlut sínum í Stöð 2 að mestu í að byggja upp verslunarrekst- urinn. Árið 1996 var nafni fýrirtækis- ins breytt í NTC (Northem Trading Company) og þar með hófst fjölgun verslana þeirra sem nú em 16 talsins. Þau byggðu meðal annars stórverslun við Laugaveg 91 og síðar keyptu þau Laugaveg 89 þar sem þau byggðu annað glæsilegt hús, en samanlagt em verslanimar þar 2500 fermetrar en húsnæðið hýsir auk þess skrifstof- ur, kaffiteríu og saumastofu fyrirtæk- isins. í október árið 1999 keyptu þau Sautján í Kringlunni. ---------;.......“ CÉNTflUM GS, skóbúð fyrir konur. Centrum, fyrir konur. Kúltúr, með kvenfatnað. Karen Millen-búðin. Deres, fyrir unga fólkið. Smash, fyrir unga fólkið. nir NTC í Kring
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.