Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2005, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2005, Blaðsíða 55
DV Menning Sextíu og fjögurra ára gamall tenór er enn á fullu og ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Placido og Diddú í Egilshöll en hann syngur nú mest með fólki sem er miklu yngra en hann. Sópran- söngkonan Nina Stemme syngur á móti honum ÍTristan og ísold. Ný útgáfa á hljóðritun af Tristan og ísold eftir Richard Wagner þykir sæta nokkrum tíðindum, en hún kom út í síðustu viku. Það er Placido Domingo sem syngur Tristan en hann hefúr með aldrinum þróast raddlega þannig að hann getur nú, á sextugasta og fjórða aidursári, tekist á við hetjutenóra Wagners. Það er EMI sem gefur þessa hljóðritun út, en því er haldið fram í síðasta hefti Economist að þetta verði síðasta heildarhljóðritun sem fari fram í hljóðveri á svo stóru verki. Þeirra tími sé allur. Það er kostnaður sem veldur, en leiga á hljómsveit og hljóðveri, laun einsöngvara og stjómanda, gera kostnaðinn óyfir- stíganlegan. Markaðurinn er líka að breytast. Nú vilja áhugamenn um ópemr frekar kaupa sér DVD með stærri sviðsetningum þar sem stjörnumar koma fram og syngja, en cd-útgáfur. Flest stærri óperuhúsanna hafa í samningum sínum við listamenn ákvæði um slíka útgáfu og geta því ráðist í samninga við þriðja aðila um dreifingu. Hljóðritanir á óperum fyrir neyt- endamarkað vom framan afbundn- ar við styttri búta. Það var ekki fyrr en með tilkomu 33 snúninga hljóm- plötunnar um 1950 sem það reynd- ist mögulegt að leggja í lengri útgáf- ur. Fyrsta heila hljóðritunin á Trist- an og Isold kom út 1953 með norsku dívunni Kirstín Flagstad sem ísold. Sú hljóðritun varð ffæg fyrir viðbæt- ur EÚsabetar Schwarzkopf sem var þá ung en söng háu C-in fyrir Flagstad í erfiðustu köflunum. EMI sem er fyrirtæki Domingos gerir ekki ráð fýrir að ná nokkm sinni inn stofnkostnaði við þennan nýja Tristan. Domingo er stór hlut- hafi í fyrirtækinu en líka þeirra mesta verðmætí. Enn em stóm ten- óramir þrír veldi í almennri sölu tónlistar fyrir raddir af því tagi. Þótt söngvarar af yngri kynslóðinni hafi margir komið fram þykir enginn skara svo framúr að hann ógni veldi reynslubolta á borð við Pavarottí, Domingo og Carreras. Domingo er bókaður til sjötugs. Hann er menntaður sem baritón, lærði einnig stjómun og undirleik. Hann naut þess að vera við störf í ísrael á mesta þroskaskeiðinu og var þá farinn að syngja tenórhlutverk. Þar var afar hröð velta í sviðsetning- um og hann lærði hlutverk á færi- bandi, en hefur sagt að slíkan þræl- dóm geti hann ekki óskað nokkrum manni. Hann er talinn hafa 121 hlutverk á takteinum. Á síðustu ámm hefur hann bætt á hlutverkaskrá sína verkum Wagners, en treystir sér ekki til að syngja Tristan á sviði. Upptakan fór fram 1 tuttugu mínútna bútum. Hann segir að það myndi eyði- leggja rödd sína syngi hann hlut- verkið af krafti á sviði. Hann treystir sér aftur í kvöldsýningar á léttari verkum; mun syngja Sieg- mund í nýrri sviðsetningu á Val- kyrjunum þann 7. apríl í nýrri Óp- em Konunglega leikhúsins 1 Kaup- mannahöfn. Þá bíða hans ný hlut- verk: Ópera samin eftir II Postino - hinni vinsælu mynd um póst- manninn og Pablo Neruda í útlegð og svo er framundan ný ópera eftir kínverska-ameríska tónskáldið Tan Dun á Metropolitan sem b- yggir líka á kvikmynd um sögulegt efni, Síðasta keisaranum eftir Ber- tolucci. Aldarminning Þorgeirs Þess verður minnst í Reykholti á sunnudag að hundrað ár em liðin frá fæðingu Þorgeirs Sveinbjarnar- sonar. Þorgeir er í miklum metum meðal ljóðaunnenda þótt verk hans fari ekki hátt. Hann birtí ljóð sín frá unga aldri en tók þau ekki saman í bók fyrr en hann var fimmtugur. Ljóðabækur hans urðu þrjár: Vísur Bergþóm (1955), Vísur um draum- inn (1965) og Vísur jarðarinnar (1971. Hátíðin hefst kl. 15.15 á sunnu- dag í Reykholtskirkju. Bergur Þor- geirssonar, forstöðumaður Snorra- stofu flytur ávarp og Jóhann Hjálm- arsson ljóðskáld svo fyrirlestur um ljóðagerð Þorgeirs sem ber heitið Hvaðan kom andvarinn?. Fmmflutt verður nýtt tónverk eftir Jón Hlöðver Áskelsson við ljóð Þorgeirs, söngvasveiginn Vísur um draum fyr- ir baritón-einsöng og píanó. Þessu til viðbótar verða endur- flutt þrjú verk fyrir blásarakvintett og sópranrödd eftir Jón við ljóð Þor- geirs. Flytjendur verða Margrét Bó- asdóttir, sópran, Michael Jón Clarke, baritón, Richard Simm, pí- anó, og Blásarakvintett Reykjavíkur, en Kristján Valur Ingólfsson mun lesa upp ljóð Þorgeirs. Eftir hlé verður boðið upp á tón- leika Trio i ein Fjord, en þar em á ferðinni tónlístarmenn, sem tengj- ast Harðangursfirði í Noregi. Tríóið hefur leikið saman firá árinu 1988 og hefur það vakið athygli fyrir að tengja saman á áhrifaríkan hátt þjóðlagatónlist og sígilda tónlist. Tríóið skipa Reidun Horvei, söngur, Knut Hamre, fiðla, og Geir Bomen, píanó. Flutt verða verk eftír Edvard Grieg, Ketil Hvoslef og Geirr Tveitt. Þorgeir Sveinbjarnarson var frá Efstabæ 1 Skorradal, fæddist 14. ágúst 1905 og lést 19. febrúar 1971. Þorgeir Sveinbjarnarson 1905-1971 Hann kom snemma fram sem Ijóð- skáld, en gaf ekki út sína fyrstu bók fyrr en árið 1955. Að öðm leyti átti hann farsælan feril sem íþrótta- kennari og leiðtogi innan íþrótta- hreyfingarinnar, í kjölfar náms til íþróttakennara á fslandi, í Svíþjóð og í Danmörku. Hann hóf starfsfer- il sinn sem íþróttakennari að Laug- um í Þingeyjarsýslu, varð síðan framkvæmdastjóri íþróttasam- bands íslands og lauk starfsævi sinni sem forstjóri Sundhallar Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.