Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2005, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2005, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST2005 Helgarblað DV (Las Vegas Birkir Rúnar k/kti til Las Vegas fyrir stuttu með vinum slnum. Hann segir það hafa veriö ákaflega • skemmtilega llfsreynslu en vill annars lítið tjá sig um ferðina.„What happens in Vegas stays in Vegas," segir Birkir. Birkir Rúnar Gunn- arsson útskrifaðist með tvær gráður úr hinum virta Yale-háskóla árið 2002. í dag býr Birkir í Charlotte í Bandaríkjunum þar sem hann starfar sem forritari í banka. Hann segist munu enda á ís- landi, en veit ekki hvenær. Birkir stefnir á að mennta sig enn meira. Birkir er einnig á kafi í tónlistinni og mun gefa út plötu bráðlega. Það er mjög þægilegt að vera farinn að vinna og taka smá frí frá skólanum," segir Birkir Rúnar Gunn- arsson, forritari og fyrrver- andi sundkappi. Birkir Rúnar býr í Charlotte í Norður-Karólínu í Banda- rikjunum, en hann útskrifaðist með tvær gráður frá hinum virta Yale-há- skóla í maí 2002, í hagfræði og tölv- unarfræði. í dag starfar hann sem forritari og við skýrslugerðir hjá Wachovia-bankanum en honum var boðin vinnan áður en hann útskrif- aðist úr skólanum. „Þetta er fín vinna," segir Birkir. „Ég hef verið að vinna mikið með stórum tryggingafé- lögum og útbúa upplýsingar fyrir rannsóknir sem stuðla að sölu allskyns verðbréfa og skuldabréfa," segir hann, ánægður með dvölina ytra. Þegar blaðamaður nær tali af honum er Birkir í vinnunni, en er meira en tii í að taka sér smá pásu fyr- ir stutt spjall. Ætlar að enda á íslandi „Hér er fínt að vera og veðrið gott, ætli það sé ekki svona 29 stiga hiti núna. Ég veit samt alveg að ég enda á íslandi, það er engin spuming. Amer- íkanamir em ftnir þótt þeir leitist við að vera öðruvísi. Ég hugsa að ég vinni hér í tvö ár í viðbót og drífl mig svo aftur í skóla og taki MBA eða master- inn og fari svo að leita mér að vinnu heima." Birkir er með nokkra banda- ríska háskóla í sigtinu en hefur einnig „Aö binda sig fylgir ábyrgð, en maðursér hvað setur“ áhuga á að breyta til og mennta sig meira í Englandi. Hann segir Yale ekki hafa verið svo erfiðan, erfiðast hafi verið að komast inn. „Eftir að inn er komið komast flestir í gegn, en maður þurfti alveg að hafa fyrir nám- inu," segir Birkir, sem hefur ailtaf átt auðvelt með að læra og var meðal annars með þriðju hæstu einkunnina þegar hann útskrifaðist úr Verzlunar- skóla íslands á sínum tíma. Lokaein- kunn hans úr Yale var 3,6 af 4 sem hann segir svona A- til B+. Birkir tók einnig eitt ár í Háskóla íslands, en segir að á þeim tfrna hafi aðstaðan þar verið frekar léleg. „Ég var líka fyrsti blindi nemandinn með áhuga á tölvunarfræði og hvorki forritunar- kerfin né kennsluaðstaðan almennt gerðu ráð fyrir blindum námsmönn- um á þeim tíma. Ég náði að klára fjóra af átta kúrsum, flesta tengda stærðfræðinni en forritunin var ekki að ganga upp. Ég hefði ekki náð stærðfræðinni heldur nema með góðri aðstoð félaga minna og stærð- fræðikennaranna sjálfra sem gerðu allt sem í þeirra vaidi stóð til þess að ég næði að fylgjast með."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.