Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2005, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST2005
Fréttir DV
Viðskiptablaðamaður ársins í Bretlandi hakkar í sig rannnsókn Ríkislögreglustjóra og ákærurnar 40 á
hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni í nýrri grein The Guardian. lan Griffiths segir að saklausar skýringar
séu við langflestum ákæruatriðunum og efnahagsbrotadeildin skilji ekki umhverfið sem Baugur starfi í.
Rannsóknin er ekki sögð vera i takt við efnahagslegan veruleika.
Baugsmenn ákæröir fyrir
djnpsteiklan kjákling og pítsur
f grein sem The Guardian birti í gær, föstudag, segir að ákærur
Ríkislögreglustjóra á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni séu ekki í
takt við efnahagslegan veruleika. Greina megi lítinn skiining
efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra á alþjóðiegum fyrir-
tækjum í jafn örum vexti og Baugur. í ákærunum, sem The
Guardian hefur undir höndunum, kemur fram að Jón Ásgeir
Jóhannesson hafi eytt 12,5 milljónum króna af kreditkortum
Baugs í persónulega neyslu sína.
„/ ákærunum er Jón Ásgeir Jó-
harmesson og meðákæröu ítrekað
ásakaðir um að hafa hagnast per-
sónulega á kostnað Baugs. Hvert
ákæruatriði á fætur öðru dregur upp
napra mynd af stjómunarháttum
þeirra. En þegar ákæmatriðin em sett
í stærra samhengi ljara gmnsemd-
imar yfirleitt út.“
Svo hljóðar niðurlag greinar um
ákæru Ríkislögreglustjóra á hendur
Jóni Ásgeiri Jóhannessyni sem Ian
Griffiths ritar íyrir Guardian og birtist
á föstudaginn. Griffiths þessi hefur,
ólíkt íslenskum fjölmiðlum, ákæru
Ríkislögreglustjóra undir höndunum
og fjailar ítarlega um þau 40 atriði
sem ákæran spannar.
Ljóst er að Griffiths heffir haft mik-
inn aðgang að háttsettum stjóm-
endum hjá Baugi við gerð greinarinn-
ar, sem hafa aðstoðað hann við að
sannreyna það sem Baugsmenn hafa
lengi haldið fram - að Jón Ásgeir
Jóhannesson sé fómarlamb í málinu
en ekki öffigt.
„Þriggja ára rann-
sókn efnahagsbrota-
deildarinnar hefur
einkennst afruglingi
og óvissu."
legra smásöluíyrirtækja í jafn ömm
vexti og Baugur," ritar Griffiths. Á
öðrum stað ritar hann: „ Við fyrstu sýn
draga ákæmmar dökka mynd afhin-
um ákærðu, sérstaklega af Jóni Ás-
geiri. Skjölin em hlaðin ásökunum
um falsanir, fjárdrátt, trúnaðarbrest
og Qeira íþeim dúr. Allar ákæmrnar
hafa afar ískyggiiegan blæ yfir sér og
fær lesandi þeirra á tilfinninguna að
mikil og rík ástæða sé tii að rannsaka
ítarlega það sem ákærðu er gefíð að
sök. Samterhverteinasta ákæmatriði
engan vegirm ítakt við efnahagslegan
veruleika, auk þess sem hvert og eitt
einasta virðist eiga sér saklausa út-
skýringu."
Ákærur með ískyggilegum
blæ
Ian Griffiths, sem var í fyrra kosinn
viðskiptablaðamaður ársins í Bret-
landi, heldur því fram í grein sinni að
efnahagsbrotadeildin, sem rannsak-
aði málið í þrjú ár, sé smámunasöm.
Hana skorti skilning á efnahagslffinu
og rekstri fyrirtækja á borð við Baug.
„Orðalag ákæranna er hlaðið lög-
fræðihugtökum en af því má samt
greina að h'tifí skilningur
sé hjá efnahags-
brotadefíditmi
á eðii al-
þjóð-
Neysluvenjur Jóns Ásgeirs
grandskoðaðar
Griffiths furðar sig á hversu mikið
vægi hlutir sem hann segir smávægi-
lega, fá í ákærunum. „Virtur fjármála-
maður sakaður um Bic Mac-svindl,‘'
segir til dæmis í fyrirsögn einnar
fréttar The Guardian um málið. í
fréttinni er sagt frá því í hæðnistón að
Jón Ásgeir hafi verið kærður fyrir að
draga að sér Bic Mac-hamborgara og
pylsu.
Sagt er frá ítarlegri úttekt effia-
hagsbrotadeildarinnar á því í
hvað Jón Ásgeir eyddi 12,5
milljónum af kreditkortum
Baugs. En honum er gefið
að sök að hafa notað þá
fjármuni í einka-
neyslu sína. Kredit-
kortaslóðin leiðir
efnahagsbrotadeild-
ina um neysluvenjur
Jóns Ásgeirs og
greint er frá því að
hann hafi meðal
annars verslað hjá
Gucci, Armani, Dolce &
Gabbana og Prada.
Slóðinni lýkur ekki þar
því Jóni Ásgeiri er einnig
gefið að sök að hafa keypt
pítsur, djúpsteiktan
kjúkling, Bic Mac-ham-
borgara og pylsu auk þess
sem hann mun hafa
straujað kreditkort Baugs á
búllum í Flórída. Fyrrum starfs-
félaga Jóns Ásgeirs hjá Baugi er
svo gefið að sök að hafa svikist
um að hafa borgað toll af
sláttuvél. Þykir Griffiths
þetta til marks um
hversu miklu púðri
er eytt í smáatriði
en heildar-
Um hvað snúast ákærurnar 40?
Ákærunum 40 er hægt að skipta
niður í átta flokka. Nítján þeirra
beinast að peningafærslum á
milli Baugs og tengdra fyrirtækja.
Af þeim er Gaumur mest áber-
andi en Gaumur er í eigu Jóns Ás-
geirs og fjölskyldu hans.
Þrjár ákærur beinast að lúxus-
snekkjum á Flórída. Þrjár að
kaupum Baugs á 10/U-verslun-
arkeðjunni og tvær að viðskiptum
með bréf í Arcadia.
Sex ákærur snúa að bókhaldi
Baugs. Fjórar að tollsvikum sem
tengjast Baugi þó ekkert. Tveim
ákærum er beint að persónulegri
eyðslu Tryggva Jónssonar, fyrr-
verandi fjármálastjóra Baugs og
að lokum ein ákæra um að fölsuð
gögn hafi verið notað til að auka
hagnað fyrirtækisins á pappír.
Allir hinna sex ákærðu neita stað-
fastlega sök og Baugur styður þá
afstöðu þeirra.
myndin virt að vettugi.
„Mesta athygli vekurað íákærun-
um er vísað í mjög ákveðin og af-
mörkuð atriði bókhaldsgagna Baugs.
Rýn t er íalls kyns h versdagslega, jafn -
velpínlega útgjaldaliði hinna ákærðu
yfírmanna. Til að mynda eyðslu
þeirra ídjúpsteiktan kjúkling, tískuföt
og áfengi. Rannsóknaraðilar virðast
hins vegar virða hið stóra samhengi,
sem liggur að baki örrar stækkunar
Baugs, að vettugi."
ímyndarvinna Baugs í
Englandi
Ian Griffiths naut aðstoðar Baugs
við vinnslu greinar sinnar. Lögfræð-
ingar fyrirtækisins fóm yfir ákærumar
með honum og útskýrðu sjónarmið
sín. Griffiths viðist taka undir með
Baugsmönnum að nokkm leyti. Það
er að sega að oft virðist sem gerður sé
úlfaldi úr mýflugu í ákæmnni. Ekki
hafi ffindist sú bomba sem átti að
finna og þess í stað alls kyns lítils
háttar bókhaldsmisræmi hér og þar
tínd til.
Hafa verður í huga að Baugsmenn
hafa háð harðvítuga ímyndarbaráttu í
Englandi til að lágmarka þann skaða
sem Jón Ásgeir gæti orðið fyrir vegna
málsins. Ljóst er að fjárhagslegur
skaði hans er nú þegar orðinn gríðar-
legur eftir að hafa þurft að draga sig út
úr Arcadia og Somerfield-kaupunum.
Faðir Jóns Ásgeirs, Jóhannes Jónsson,
sagði í til dæmis nýlegu Laufskálavið-
tali að venjulegt fólk gæti ekki ímynd-
að sér hversu miklir fjármunir hafi
glatast vegna hinnar þriggja ára rann-
sóknar Rfldslögreglustjóra. Ráðgjafar
Jóns Ásgeirs hafa verið duglegir við að
mata ensku pressuna á þeirri mýtu að
á íslandi sé viðskiptaumhverfið gam-
aldags og það sé fast í viðjum póli-
tískra, ætta- og vinatengsla. Til dæmis
birti The Times Online nýlega frétt
með yfirskriftina „Pólitík, öfund og
deilur hægja á innrás vfldnganna". I
greininni er JóniÁsgeiri Jóhannessyni
meðal annars líkt við rokkstjömu.
Þegar hann ræddi nýlega við Sunday
Times var JÓn Ásgeir fldæddur
svörtum stuttermabol, gallabux-
um og með Live 8-teygju um úln-
liðinn. f samtalinu við The Times
sagði Jón Ásgeir: „Þangað til ný-
lega stjómuðu nokkrar fjölskyld-
ur landinu. Stjómmálin þar og
fyrirtækin þeirra vom tengd
sterkum böndum."
Málaferlin hefjast á miðviku-
daginn
Ian Griffiths endar grein sína á
þessum orðum: „Þriggja ára rann-
sókn efnahagsbrotadeildarirmar hef-
ur einkennst afmglingi og óvissu. Sú
er að mirmsta
lendir fjárfestar bíða auk þess þess í
oivæni að geta metið hvort ásakan-
imar sem neyddu Baug út úrArcadia
og Somerfíeld-viðræðunum hafí ver-
ið á rökum reistar. “
Loks segir Griffiths að ólfldegt sé
að málið skýrist að einhveiju ráði á
miðvikudaginn þegar ákærumar
verða lesnar fyrir hinum ákærðu í
Héraðsdómi Reykjavíkur.
andri@dv.is
kosti tilfínning
hinna ákærðu.
Almermingi
virðist eiimig
ekki vera Ijóst
um hvað mál-
ið snýst. Er-
Jóhannes Jónsson Sagöi I
viðtali á dögunum aö
venjulegir menn gætu ekki
gert sér i hugarlund hversu
miklum peningum Baugur
hefur tapað vegna rann-
sóknarinnar.