Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2005, Blaðsíða 16
76 LAUGARDAGUR 13.ÁGÚST2005
Helgarblað DV
Guðlaugur Halldórsson er nýkrýndur heimsmethafi í kvartmílu. Guðlaugur gat lítið æft fyrir mótið sem
fór fram í Bretlandi og ætlaði í rauninni að nota keppnina til að prófa bílinn. Árangurinn kom honum
því mjög á óvart.
[ Flottur Blllinn ersvo-
kallaður götublll, með
skráningarnúmer og þvl
gjaldgengur á götunum.
var bíllinn ekki tilbúinn svo eg hafði
mjög lítinn tíma til að æfa og í rauninni
ætluðum við aðeins að nota þessa
keppni til að prufa hann."
Formúla 1 fjarlægur draumur
Bíllinn mun koma til landsins á
næstunni, en Guðlaugur mun keppa í
kvartmflukeppninni hér síðar í
mánuðinum svo áhugasamir geta kom-
ið og kíkt á gripinn. Guðlaugur viður-
kennir að þátttaka í formúlu eitt keppn-
inni væri náttúrulega draumurinn. „Það
væri gaman að fá að prófa formúluna en
ég held að það sé mikið spurning um að
vera á réttum stað á réttum tíma enda
eru örugglega hundruðir ef ekki þús-
undir ökumanna sem vilja komast þar
að. Ég held samt að líf þeirra ökumanna
sé ekkert sældarh'f þótt því fylgi frægð og
peningar. Þetta er náttúrulega gríðarleg
vinna." Guðlaugur stefnir á að keppa
aftur úti í september en hann segir
sportið aðeins hobbý eins og er. „Þarna
úti eru svo miklir peningar í þessu og
heilu fyrirtækin gera út bflana og það er
langt í atvinnumennskuna hjá mér. Það
fer mikill tími í þetta og maður verður að
forgangsraða og fjölskyldan er númer
eitt hjá mér."
Hægt er að lesa meira um bflinn,
keppnina og Guðlaug á heimasíðunni
www.teamice.is.
indiana@dv.is
Heimsmeistari „Ég fór ekki út fyrr
en viku fyrir mótið enþá var blllinn
ekki tilbúinn svo ég hafði mjög llt-
inn tíma til að æfa og I rauninni
ætluðum við aðeins að nota þessa
keppni tilað prufa hann.“
„Það er vonandi að þessi árangur
opni einhverjar dyr," segir Guðlaugur
Halldórsson nýkrýndur heimsmeistari í
kvartmflu. Árangur Guðlaugs hefúr vak-
ið mikla athygli í bflaheiminum og bfla-
blöð og fjölmiðlar segja hraðann óskilj-
anlegan, en Guðlaugur sló metið á bein-
skiptum Subaro Impresu Sti 2003. Mót-
ið fór fram í Bretlandi og nú hefur Guð-
laugi og bflnum verið boðið í vinsælasta
bflaþátt í bresku sjónvarpi auk þess sem
bflablöð um allan heim hafa haft sam-
band.
Gekk vonum framar
Bíllinn er svokallaður götubfll, með
skráningarnúmer og því gjaldgengur á
götunum. Hann er með venjulega bein-
skiptingu og „dog box"-gírkassa og var
mun þyngri en aðrir bflar í keppninni.
„Bfllinn er 1290 kg á meðan flestir aðrir
eru á bilinu 1050 til 1150 kg. Við erum
búnir að taka ailt úr honum sem við get-
um en ætíum að reyna að létta hann enn
meira því við höldum að við komum
honum neðar. Þetta er bara eins og með
okkur mannfólkið. Þú hleypur hraðar
eftir því sem þú ert léttari," segir Guð-
laugur.
Fyrir keppnina var metið 10,02 en
Guðlaugur fór kvartmfluna á 9,841 á um
230-240 km hraða. „Okkur gekk vonum
framar í þessari keppni," segir hann. „Ég
fór ekki út fyrr en viku fyrir mótið en þá
JJl :, i'
' ■
EKKI GLEYMA AÐ
SKRÁ ÞIG FYRIR
MIÐNÆTTI 15.ÁGÚST
Skráóu þig á idol.is
vodafone