Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2005, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2005, Blaðsíða 24
1 24 LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST2005 Helgarblað DV Skjöldur Eyfjörð „Ég mun aldrei hætta aðmála.þaðer alveg bókað mál. Efég er ekki að mála sjálfan mig eða aðra þá er ég að mála myndir, eða jafnvel hár, þvlþetta er það sem ég vil gera. “ Skjöldur Eyfjörð opnar myndlistarsýningu sína í dag á Thorvaldsenbar í Austurstræti. Skjöldur hefur verið við- loðandi tískuheiminn síðan hann flutti frá Ólafsvík eftir grunnskóla. Hann ætlaði alltaf í hárgreiðslu og er nú loks- ins að láta drauminn rætast. „Ég er alls ekki kvíðinn heldur spenntur að sjá viðbrögð fólks," segir Skjöldur Eyijörð, hárgreiðslu- nemi og myndlistarmaður sem mun opna myndlistarsýningu á Thorvaldsenbar í dag. Sýningin, sem heitir Töfragarðurinn, mun standa í einn mánuð en þetta er önnur myndlistarsýningin sem Skjöldur heldur um ævina. Hann hélt sína fyrstu sýningu á Ólafsvík þegar hann var 15 ára unglingur. „Þetta verður allt öðruvísi sýning," segir Skjöldur og bætir við að hann sé að gera blómamyndir þar sem náttúran er aðalatriðið. „Áður var ég bara með olíuliti en þetta eru meira skúlptúrlistaverk frekar en „plain" málverk.“ Skjöldur flutti í borgina strax og hann lauk grunn- skóla og hefur verið viðloðandi tískuheiminn síðan. Hann er því enginn nýgræðingur enda búinn að greiða, farða og klippa fyrir tískusýningar og ljósmyndara í mörg ár. Mikilvægt að halda fallegt heimili Ástæðuna fyrir gleðinni í list- inni sinni segist Skjöldur einfald- lega vera að hann er svo hamingju- samur þessa dagana. „Blóm og náttúra eru mér ofarlega í huga þessa stundina. Ég er eitthvað svo rómantískur enda ástfanginn og þetta er angi út frá því, eintóm rómantík, blóm, gleði og fegurð.“ Maðurinn í lífi Skjaldar heitir Magnús og er nemi. Þeir hafa verið saman í eitt ár og fóru strax að búa saman. Skjöldur segist leggja mik- ið upp úr fallegu heimili, en veggirnir heima hjá þeim Magnúsi eru þaktir listaverkum. „Mér er mikið í mun að hafa fallegt í kring- um mig og ég á mikið af listaverk- um eftir aðra listamenn. Einnig finnst mér mikilvægt að hafa sterka liti í kringum mig.“ Skjöldur segist ætla að leggja listina fyrir sig enda hefur hann haft áhuga á henni síðan hann man eftir sér. „Ég mun aldrei hætta að mála, það er alveg bókað mál. Ef ég er ekki að mála sjálfan mig eða aðra þá er ég að mála myndir eða jafnvel hár því þetta er það sem égvilgera." Scooter er dauður Skjöldur mun setjast á skóla- bekk í haust, en það er orðið langt síðan hann gekk í skóla. „Ég hlakka alveg óheyrilega mikið til enda hef ég verið að vinna síðan ég útskrif- aðist úr grunnskólanum. Ég ætla að líta á þetta sem einhvers konar sumarfrí, en verð samt alltaf annað slagið hér á Hársögu. Ég hætti ekk- ert að klippa eða gera eitthvað fyr- ir fólkið mitt," segir Skjöldur sem er þegar kominn með sinn fasta kúnnahóp. Það er ekki hægt annað en spytja hann hvernig hártískan verði í haust og vetur og Skjöldur „Ég er eitthvað svo rómantískur enda ást- fanginn og þetta er angi út frá því, eintóm rómantík, blóm, gleði og fegurð." er að sjálfsögðu með allt á hreinu. „Hjá stelpunum er nánast allt í tísku. Litirnir koma sterkir inn og svona appelsínurauður er afar vin- sæll. Topparnir eru líka heitir, þungir, stórir toppar hjá báðum kynjum. Krullurnar munu halda áfram og stelpurnar eru greinilega ekkert að fá leiða á þeim og svo- kallaðir kvikmyndastjörnuliðir eru þar vinsælastir. Hjá strákunum er einnig allt í gangi. Sumir eru með sítt en aðrir stutt en þeir vilja flest- ir vera með slétt hár. Strákamir eru að lita sig en hvítu strípurnar em sem betur fer horfnar," segir Skjöldur og bætir við að karlmenn séu ekkert að apa eftir aflitaða hár- inu hans Brad Pitt. „Sem betur fer ekki og við myndum líka bara segja nei og ráðleggja þeim eitthvað annað. Scooter er löngu dauður." Sýningaropnunin hans Skjaldar er í dag á milli fimm og sjö og Skjöldur segir alla velkomna. indiana@dv.is Feðgamlr Aðalsteinn Atli og Mattíss Máni Að akteinn segist vera mjög ánægður med að eiga son þótt hann sé enn að venjast föðurhlutverkinu. Lílill grallarl al bestu gerú „Það er auðvitað ffábært að eiga lítinn gutta en ætli ég sé ekki enn að venjast föðurhlutverk- inu," segir Aðalsteinn Atli Guð- mundsson, námsmaður og helg- arpabbi. „Mattias Máni er að skríða á tveggja ára aldurinn, en ég er enn að ná því að ég er pabbi. Þetta er rosalega gaman en á sama tíma skrýtið. Ég er oft- ast með hann hjá mér um helgar og einstaka sinnum á virkum dögum." Grallari eins og pabbinn „Það er oft svo mikið fjör hjá okkur feðgunum þegar Mattías er í heimsókn að hann vill stund- um ekki fara þegar að því kemur. Hann er líka snillingur í því að finna sér eitthvað skemmtilegt að gera hvar sem hann er stadd- ur. Til dæmis hefur hann sérstak- lega gaman að því að rústa geisladiskasafnið mitt. Hann tek- ur diskana úr hulstrunum og dreifir þeim út um allt. Sem bet- ur fer er ég búinn að setja alla tónlistina inn á fartölvuna og má hann því leika sér með diskana eins og hann vill. Hann er mikill grallari eins og pabbinn og er víst alveg eins og ég var þegar ég var lítill. Rólyndispiltur en á sama tíma mikill prakkari sem hefur gaman af því að grúska í hinu og þessu," tekur Aðalsteinn fram. Horfa saman á dýraþætti Þegar Mattías er í heimsókn hjá Aðalsteini finnst þeim gott að slappa af fyrir framan sjónvarp- ið. „í stað þess að hafa einungis teiknimyndir á skjánum, horfum við mikið Animal planet. Mattías er rosalega hrifinn af dýrum og fær aldrei nóg af þeim. Það er gott að það er eitthvað sem við getum báðir horft á. Ég er samt ekki vaxinn upp úr teiknimynd- um og er því alveg sáttur ef þær verða fyrir valinu. Við eigum mjög vel saman ég og Mattías. Hann er nánast eins og smækkuð útgáfa af mér,“ segir Aðalsteinn. iris@dv.is „Hann er snillingur í því að finna sér eitt- hvað skemmtilegt að gera. 77/ dæmis hefur hann sérstaklega gaman að þvíað rústa geisladiskasafninu mínu. Hann tekur disk- ana úr hulstrunum og dreifir þeim út um allt. Sem betur fer er ég búinn að setja alla tónlistina inn á fartölvuna og má hann því leika sér með diskana eins og hann vill," segir Aðalsteinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.