Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2005, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2005, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST2005 Fréttir DV Jóhannes og Sig- ríður Elska hvort annað og hafa verið saman síðan 1970. Viðar Hákon Gíslason tónlistarmaður. „Þeir ættu frekar að bjóða sig fram. Þetta þýðir ekkert. Efai- þingismenn vinna kosningar eftir að hafa ákveðið að virkja þá vill fólkið gera það. Annars stofna fylkingu gegn lýðræði og breyta því íeitthvað ann- að. Efþeim finnstþetta órétt- látt veröa þau verða bara að sætta sig við það að„óréttlæti er óréttiátt" eins og hljóm- sveitin Rass segir." Fyrsti tökudagurinn hjá Clint Eastwood gekk ekki áfallalaust Tveir slasast í tökum á Feðranna flaggi Mótmœlendur? Ennóánæqja hjá tollstjora Enn hefur ekki verið boðað til starfsmannafund- ar hjá embætti Tollstjórans í Reykjavík. RÚV sagði frá þeirri upplausn sem ríkt hefur þar innangarðs í byrjun vik- unnar. Á síðustu 18 mán- uðum hafa átta lögfræðing- ar á innheimtusviði embættisins hætt og fleiri eru að vinna út uppsagnar- frest sinn. Bjarni Már Magnússon, lögfræðingur á innheimtusviði, staðfesti við DV að enginn fundur hefði verið haldinn. „Enn ríkir almenn óánægja með starfsmannamálin hjá okk- ur,“ segir Bjarni. DV hefur heimUdir fyrir því frá nokkrum starfsmönnum embættisins að starfs- mannamál hafi verið í upp- lausn í langan tíma vegna afskipta yfirstjórnar embættisins af kjaramálum starfsmanna. Hætt hjá Ja Rauða kross- inum Sigrún Ámadóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á ís- landi, hefur sagt starfi sínu lausu. Sig- rún hefur starfað f fimmtán ár fyrir hjálpar- stofnunina, þar af tólf sem framkvæmdastjóri. Hún hyggst nú afla sér mennt- unar á öðru sviði. Rauði Kross íslands er sjálf- boðaliðahreyfing og eruí henni 19 þúsund íslendingar. Úlfar Hauks- son, formaður Rauða Krossins, segir mikla eftir- sjá að Sigrúnu. Staða fram- kvæmdastjóra Rauða kross- ins verður auglýst á næstu dögum. hann brenndi Kvíabryggju, alltaf vinn- andi." Jóhannes Jónsson er 63 ára gamall Kópavogsbúi. Hann kveikti í sínu eigin húsi þann 7. febrúar síðastiiðinn. Hann Maut sex mánaða skiiorðsbundinn fangeisisdóm í Héraðsdómi Reykja- ness fyrir vikið, en leggur ekki árar í bát. Húsið er skráð á eigin- konu hans, Sigríði Einarsdóttur og segist Jóhannes gera ailt fyrir hana. Hann vinnur nú hörðum höndum að því að gera húsið upp eftir brunann, en allt innbú hússins eyðilagðist. Þegar blaðamann DV bar að garði í gær var Jóhannes að mála. Hann átti von á rafvirkja og vildi hafa vinnuum- hverfi hans hreint og fínt. Greinilega mátti sjá að ýmislegt hafði verið gert við húsið, sem stendur á stórri lóð við Kársnesbraut. Ofar á lóðinni er bflskúr sem hefur verið innréttaður fallega sem íbúð. Þar munu Jóhannes og Sigríður eiginkona hans búa um tíma. „Ég kynntist henni árið 1970 og ég elska hana út af lífinu. Ég geri allt fyrir hana." Þurfti að rífa allt innbúið „Ég var að ljúka við að máia smá- vegis,“ segir Jóhannes. Hann hefur þurft að negla fyrir nánast alla glugga í húsinu eftir að þeir sprungu í eldhafinu og rífa allt innbúið út. Þegar blaðamað- ur skoðaði aðstæður mátti sjá að mikið verk var enn óunnið. „Ég hef varla farið út úr húsi síðan þetta gerðist." Hann sér fram á bjarta tíma en verst þykir honum að vinna einn. „Þú færð ekki vinnuflokk fyrir h'tinn pening." Ögmundur hefur stutt okkur „Það fóru tveir gámar af drasli héðan fyrir stuttu," segir Jóhannes og á við það sem skemmdist í brunan- um. Hann segir Ögmund Jónasson alþingismann hafa komið og ætlað að hjálpa til við tiltektina en ekki getað það vegna meiðsla. „ögmundur hefur stutt okkur mjög mikið í gegnum tíðina," segir Jó- hannes og er greinilega mjög um- hugað um hann. „Ég hef þekkt hann frá því hann var ungur maður og hann hjálpaði mér lflca mikið þá." Ögmundur Jónasson ber Jóhannesi vel söguna og staðfesti frásögn hans. Líkir sér við Árna Johnsen Jóhannes segist sofa lítið um næt- ur. Hann vakni eftir fimm tíma svefrt og haldi sér að vinnu það sem eftir er af dagsins. „Ég er svona eins og Ámi Johnsen þegar hann var á Kvía- bryggju. Mtaf vinnandi," segir hann og á við vinnu í húsinu. Hann segist h'tið borða, enda sárah'till tími til þess. Hann drekki þess í stað mikið kaffi yfir daginn. „Ég var 76 kfló áður en bruninn varð en nú er ég rúm 60 kfló. Þegar ég var á togara í gamla daga hjálpaði ég meira að segja strákunum á næstu vakt." Tryggingarnar með seina- gang „Tryggingamar virðast draga lappimar mjög mikið eftir brunann." Jóhannes segir VÍS hafa skoðað húsið fyrir löngu en enn hafi engar bætur komið. Hann segist ekki fá skorið úr um mál sitt fyrr en eftir rúma tvo mánuði og það sé mjög slæmt. „Það er erfitt að halda áfrram án þess að vita hver kostnað- urinn er. Til þess að taka ákvörðun þarf að vita úr hve miklum peningum hægt er að spila," segir hann og bendir á loftið í húsinu, sem hann getur ekki klætt vegna þessa. Þakkar dómara og ákæru- valdinu Jóhannes hafði miklar áhyggj- ur þegar hann mætti í aðalmeð- ferð í máli sínu sem flutt var í dómsal Héraðsdóms Reykjaness. „Þegar ég kom inn í dómsalinn var ég mjög áhyggjufullur. Ég hélt að ég myndi fara beint á Litla-Hraun," segir hann. Annað kom á daginn og segist hann nú þakka Finnboga H. Alexanders- syni héraðsdómara og Karli Inga Vil- bergssyni, fulltrúa sýslumanns, fyrir fagleg vinnubrögð í málinu. „Ég ætla að standa mig," segir Jóhannes. gudmundur@>dv.is Tímabundinn dvalar- staður HérdvelurJó- hannes ásamt Sigríði eiginkonu sinni ámeðan hann gerirhúsið upp. Kársnesbraut 7 Já- hannes vinnurhörð- um höndum við að bæta fyrirskaðann. Jóhannes Jónsson kveikti í húsinu sínu við Kársnesbraut 7 í Kópavogi. Hann bæt- ir nú fyrir skaðann sem hann olli og vinnur dag og nótt í húsinu. DV heimsótti Jó- hannes í Kópavoginn í gær. Endurreisir husið sem „Égersvona eins og Árni Johnsen þeg- ar hann var á Hann segir / Hún segir „Mér finnst fíntþegar fólk fylg- irsinni sannfæringu og mót- mælir. Þegarþað er hiti í fólki og það lætur f sér heyra. Mér þykir smart þegar fólk hefur kjark til að gera sllka hluti. Ég er svo rosalega ópólitísk að ég hefaldrei mótmælt." Þrúður Vilhjálmsdóttir leikkona. Strax á fyrsta tökudegi á stór- myndinni Feðranna flagg sem Clint Eastwood leikstýrir dundu óhöppin yfir. Tveir íslendingar slösuðust við tökur en þeir voru báðir staddir á pramma úti á sjó. Versti tími Iffsins Svona lýsti íslenskur aukaleikari fyrsta deginum við tökur d Feðranna flaggi. Fyrra atvikið átti sér stað rétt fyr- ir hádegi þegar maður andaði að sér útblæstri á pramma sem hann var staddur á. Maðurinn brenndist í andliti og var fluttur í skyndi til Keflavlkur þar sem hann fékk að- lhynningu en óttast var að hann hafi fengið slæma eitrun. Sfðara atvikið átti sér stað þegar einn af prömmunum var að koma í land. Þegar einn maður gerði sig lík- legan til að stökkva í land rann hann til og rak sig í. í fyrstu var talið að hann væri lærbrotinn en svo reynd- ist þó ekki vera. Þessi tvö atvik á fyrsta tökudegi myndarinnnar vekur upp spuming- ar um samninginn sem aukaleikar- arnir undirrituðu. í honum kemur meðal annars fram að allt líkamlegt tjón sem leikarar kunni að verða fyr- ir við tökur myndarinnar sé alfarið á ábyrgð leikaranna sjálfra. Hermenn- imir tveir sem féllu í dag, gætu því sjálfir þurft að bera allan lækniskostn- að. Annars er það að frétta að strax eftir þenn- an fyrsta dag em margir aukaleikararnir farnir að kvarta. Þeir mættu eldsnemma í morgun og vom ekki búnir fyrr en um kvöldmatarleytið. Margir hveijir hýrðust úti á pramma og fengu yfir sig vatnsgusur frá sprengjum í sjónum. Auk þess fengu þessir hraustu dátar ekkert að borða í eina átta klukkutíma. Einn aukaleikaranna sem DV tal- aði við sagði að sér hefði aldrei liðið jafn illa í jafn langan tíma eins og þennan tíma. Hann bætti þó við að það væri gaman að fá að vinna með Clint. Fyrir þessar manndómsraunir í dag fengu aukaleikaramir tvær samlokur með gerviosti, 416 krónur á tímann og loforð um að maturinn yrði betri á morgun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.