Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2005, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2005, Blaðsíða 62
62 LAUCARDAGUR 13. ÁGÚST2005 Síðast en ekki síst DV Rétta myndin Hressleikinn uppmálaður f Nauthólsvík. DV-mynd Vilhelm Mögulega mannabein „í flestum tilfellum er þetta ekk- ert,“ segir Jóhannes Jensson aðstoð- aryfirlögregluþjónn hjá rannsóknar- deild lögreglunnar í Keflavík en í gærmorgun var lögreglan kölluð til að Reykjanesvirkjun vegna beina- fundar. Það voru starfsmenn Eyktar sem gengu fram á beinin fyrr í sumar. Þá veltu þeir sér ekki frekar upp úr mál- inu, töldu þetta vera dýrabein og rrpri létu því lögreglu ekki vita. LfJkLfci Það var svo í gærkvöldi sem ákveðið var að hafa samband við lögregluna til að taka af allan vafa um hvort hér væru á ferð manna- bein eða ekki. Samkvæmt starfsmönn- um Eyktar voru beinin um tíu talsins og nokkuð úr alfara- leið. Þegar sú staðreynd að beinin fundust á Suðurnesinu er höfð í huga er erfitt að leiða ekki hugann að fjölda manns- hvarfa sem tengd eru svæðinu. Að sögn Jóhann- esar voru beinin ekki enn komin í hús til lögreglunnar um miðjan dag í gær. Hann sagði jafnframt að það myndi ekki liggja fyrir fyrr en á mánudag hvort beinin væru af mönnum eða ekki. Hvað veist þú um ensku úrvalsdeilÉia 1. Hvað lið vann ensku úr- ^ valsdeildina í fyrra? 2. Hvenær var enska úrvals- deildin stofnuð? 3. Hvaða lið hefur oftast unnið ensku úrvalsdeildina? 4. Hversu mörg lið hafa ver- ið í ensku úrvalsdeildinni frá upphafi? 5. Hver er markahæsti leik- maður ensku úrvalsdeildar- innar og hvað hefur hann skorað mörg mörk? Svör neðst á síðunni Hvað segir ' mamma? „Hún varfljót að læra að lesa ogskrifaþað sem hana langaði að segjafrá.Mig minnirhún hafí byrjað að gefa út eigið blað með sög- um átta ára. Seldi það fyrir fimmkall I fyr- ,m irtækinuþarsemégvinn.Það hét Dýraverndarinn og I þvl voru drama- tlskar sögurum slæma meðferð á dýrum og hetjudáöir dýra. Snemma beygist krók- urinn," segir Sigrún Dungal, móðirönnu Margrétar Björnsson, ritstjóra tlmarits- ins Sirkus RVK. „Maður sá fljótt að þetta var talent að tjá sig I oröum. Það kom mér ekki á óvart að hún skyldi fara út í blaðamennsku. Fyrst hún varð ekki rithöfundur þá hlauthún að verða blaðamaður. Nema hún eigi eftir að verða rithöfundur. En mér finnst þetta alveg frábært blað hjá þeim. Loksins er komið blaö með alþjóðlegu yfirbragði, stll og stæl." v Anna Margrét Björnsson er annar ritstjóri tfmaritsins Sirkus RVK, sem kemur út á föstudögum. Hún var áður ritstjóri og blaðamaður lceiand Review. Anna Margrét er 33 ára gömul. Glæsilegt hjá Ólafi Jóhannessyni að bjóða landsmönnum upp á ein- hverja bestu knattspyrnu sem sést hefur hérlendis. Lið hans, FH, er að slá öll met. 1. Það var Chelsea. 2. Hún var stofnuð árið 1992 3. Manchester United hefur unnið deildina átta sinnum á þrettán árum. 4. Það eru sjö lið, Arsenal, Manchester United, Liverpool, Chelsea, Aston Villa, Everton og Totten- ham. 5. Það er Alan Shearer hjá Newcastle sem hefur skor- að 250 mörk. Éiaptum Ætlar eftirbatur annarra „Þessar breytingar eru fyrsta skrefið að því að laga Háskólabíó að nýjum tíma. Það er orðið 45 ára gam- alt. Við erum að laga virkni anddyrs- ins að þeirri ólíku starfssemi sem fer fram í húsinu. Gera það nútímalegra án þess að glata megindráttum upp- haflegrar hönnunar," segir Stefán Ólafsson, prófessor og formaður stjórnar Háskólabíós. Anddyri Háskólabíós hefur komið mörgum bíógestinum í opna skjöldu í sumar. Eftir að hafa gengið inn í einn helsta samkomusal þjóðarinnar með sama hætti í tugi ára mætti þeim bráðabirgðainngangur og tilkynning um ffamkvæmdir. En þeir geta hugg- að sig við það að ástæðan fyrir and- litslyftingunni er sú að hið sögufræga hús ætlar sér ekki að vera eftirbátur Stefán Ólafsson Stjórn blósins hefur hrundið nokkurra ára plani I framkvæmd. annarra samkomustaða. „Það verður hægt að breyta and- dyrinu í takt við þá viðburði sem eru í bíóinu hvexju sinni. Ein uppseming og lýsing er fyrir bíó. Þegar Sinfóman spilar þá breytist síðan allt. Bíósvip- urinn hverfúr fyrir tónlistar- og menningarsvip. Svo er enn annað út- lit þegar það eru ráðstefnur," útskýrir Stefán. Háskólabíó var hannað af Guð- mundi Kr. Kristinssyni arkitekt. Byggingin á að líkjast myndavél og mun fá enn víðtækari andlitslyftingu að utan og innan. „Þetta er nokkurra ára plan. Við sjáum fram á að Sinfón- ían flytji út með sína starfsemi þegar tónlistarhúsið verður byggt. Þá mun- um við finna önnur not fyrir stóra salinn. Það hafa ýmsar hugmyndir verið reifaðar en engin fastsett. Nú er kom- in samkeppni og aðrir salir sem eru hugsanlega stærri. En þessi er sérstakur og með stórum turni. Það gefur möguleika á sviðs- búnaði. Svo er lfka hægt að útbúa gryfju fyrir hljómsveit,“ segir Stefán en miðað við þessa lýs- ingu má búast við því að í framtíðinni eigi Háskólabíó eftir að bætast í hóp leikhúsa landsins. halldortsidv.is Anddyrinu breytt Fataheng ið fram. Tvær sælgætissölur. Nýtt loft, lýsing og hljóðkerfi. Háskólabíóíð góða Fyrster anddyrið lagað. Þegar Sinfón- luhljómsveitin fer i tónlistar- húsið þarfslðan að finna önn- urnot fyrir stóra salinn. WÆfm 1 riíiÉÉIll: ' ...„rquntkrfWy Goia Þeir sem búa á Suður- og Vesturlandi geta búistvið flnu veðri í dag. Öðru máli gegnir um Norðlendinga og Austlendinga sem eiga von á skýjum og janfvel rigningar- ^ slettum á körfum. Á sunnudaginn verður síðan rigning um mest allt land þannig að þá er best að liggja bara I fletinu með kók, A popp og góða spólu. •• * * Gola Gola ▼ Gola +13 Gola 5 ijoia fty Gola Kaupmannahöfh 15°C Mallorca 26°C Kýpur 34°C Osló 20°C Krft/Chania 34°C Rimini 24°C London 20°C Barcelona 29°C New York -3X París 23 °C Róm 27°C Wellington 12°C Algarve 29°C Alicante 31 °C Islamabad 36°C o 4 é*-é +10 O +13 é é Gola * 4 é ~+? é é
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.