Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2005, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2005, Blaðsíða 31
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 13.ÁGÚST2005 31 Árdís Hulda Henriksen fæddist dvergur. Fyrir tveimur árum ákvaö hún að leggjast undir hnífinn og láta lengja sig og hefur nú hækkað um níu sentímetra. Aðgerðirnar hafa tekið sinn tíma en Árdís vonast til að verða minnst 150 sm á hæð að þeirri síðustu lokinni. Árdís vonast til að fá almennilegt starf eftir það en hún hefur lent í að verið neitað um starf sökum fötlunar sinnar. í göngugrind „Eftir allt þetta verð ég orð- in eins og aðrar stelp■ ur og mun geta gengið eðlilega og jafnvel hlaupið/ seg- ir Árdls, ákveðin I að láta fötlunina ekki hindra sig I að láta drauma sina rsetast. „Það er alltaf sárt þegar fólk glápir en ég sé ekki eftir að hafa byrjað á þessu enda algjörlega þess virði. Fæturnir sagaðir i sundur Beinin í fótleggjum hennar voru söguð f sundur og pinnar settir á milli á meðan beinin uxu saman aftur. Ardís sá sjálf um að lengja á milli pinnanna. rfÆ y í hjólastjól „Ég bið bara spennt eftir næstu aðgerð sem fer fram i september, ‘ segir hún og bætir við að hún sé alls ekkert hrædd þrátt fyrir að þurfa á hjólastjól og hækjum að halda ilangan tíma eftir h verja aðgerð. f S*ii»; Árdís Hulda Segist mæla með aðgerðinni fyrir alla dverga sem vilja ekki láta smæðina stöðva sig i að upplifa drauma sina. I I v>' 1 rmWmMP? , Ástfangin Ardlssegirað Agnarilítist vel ,*jí V l\íl{% á að fá að fylgjast með kærustunni sinni Mj Mf'ftóíi hækka og hækka.„Honum lístmjög velá í!Iíi/uiI) \v þetta en ég stefni ekkert áaðná hon- um,"segir hún hlæjandi. DV-myndir: I hjólastjól og i aðgerð: Úr einksafni. Bjarni Eiriksson tók hinar myndirnar. g var orðin leið á að vera svona lítil," segir Árdís IHulda Henriksen sem gekkst undir stóra aðgerð til að verða lengri. Árdís, sem er 23 ára dvergur, var 136 sm á hæð áður en hún lagðist undir hnffinn en er 145 sm í dag og vonast til að verða 150-152 eftir aðgerðimar. Meinað um vinnu vegna fötlunarinnar „Ég hafði hugsað lengi um þetta," segir Árdís sem féllst á að segja DV sögu sína. Hún ólst upp austur á Reyðarfirði, þar sem mamma hennar og pabbi búa enn í dag, en er nú flutt á Akureyri þar sem hún býr með kærastanum sínum, Agnari. „Mér fannst ekkert svo erfitt að vera öðmvísi þegar ég var bam á Reyðarfirði. Krakkamir þekktu mig náttúrulega svo vel og vom alltaf voðalega góðir við mig,“ segir Árdís Hulda og bætir við að þegar hún frétti í gegnum systur sína að þessi aðgerð væri fram- kvæmd á Akureyri hafi hún ákveðið að láta slag standa. „Ég sé sko ekki eftir þessu og ég held að þetta eigi eftir að breyta lffi mínu. Hingað til hef ég til dæm- is ekki fengið almennilega vinnu þar sem ég var svo lítil en ég vonast til að fá almennilega vinnu þegar ég er komin í nokk- um veginn eðlilega hæð.“ Árdísi var meðal annars neitað um starf í fiskvinnslu á þeim forsendum að hún væri dvergur og næði því ekki upp á borðið. „Ég skil ekki af hverju atvinnurekandinn gat ekki látið mig fá háan stól svo ég gæti náð almennilega upp," segir hún og viðurkennir að hún hafi orðið sár við viðbrögðunum. Ekki svo sársaukafullt Fyrsta aðgerðin fór fram í janúar 2003 og stóð fram í desember. Beinin í fótleggjum hennar vom söguð í sundur og pinnar settir á milli á með- an beinin uxu saman aftur. „Ég sá sjálf um að lengja," segir Árdís en segir að aðgerðin hafi ekki verið mjög sárs- aukafull þrátt fyrir að lýsingamar hljómi þannig. „Ég fór svo í ökkla- aðgerð í október í íyrra sem stóð fram í janúar. Ökklarnir á mér em skakkir svo þeir bmtu annan þeirra upp og settu nagla til að halda honum rétt- um. Hægri ökklinn verður svo næst tekinn fyrir og svo lærin," segir hún. Þrátt fyrir að hafa þegar hækkað um 9 sm er aðgerðunum alls ekki lok- ið en hún vonast til að þeim ljúki inn- an tveggja til þriggja ára. „Ég bíð bara spennt efdr næsm aðgerð sem fer fram í september," segir hún og bætir við að hún sé alls ekkert hrædd þrátt fyrir að þurfa á hjólastjól og hækjum að halda í lengri tíma eftir hverja að- gerð. „Eftir allt þetta verð ég orðin eins og aðrar stelpur og ég mun geta geng- ið eðlilega og jafnvel hlaupið," segir Árdís, ákveðin í að láta fötíunina ekki hindra sig í að láta drauma sína rætast. Sárt þegar fólk glápir Árdís er ekki í vinnu eins og er enda öryrki. Á meðan á aðgerðunum stendur fer hún heim til foreldra sinna á Reyðarfirði en annars býr hún með kærastanum á Akureyri. Hún segir að Agnari h'tíst vel á að fá að fylgjast með kæmstunni sinni hækka og hækka. „Honum hst mjög vel á þetta en ég stefni ekkert á að ná honum," segir hún hlæjandi. Árdís segir fólk ennþá glápa á hana útí á göm og þrátt fyrir að hafa hækkað um 9 sentimetra sé engin breyting þar á. „Það er alltaf sárt þeg- ar fólk glápir en ég sé ekki eftir að hafa byrjað á þessu enda algjörlega þess virði. Þegar þessu verður lokið ætla ég að fara í nám eða finna mér einhverja vinnu og hfa hfinu eins og aðrir. Læknirinn minn, Þorvaldur Ingvars- son, hefur verið alveg frábær og ég mæh með þessari aðgerð fyrir þá sem em í sömu sporum og ég var áður en ég tók þessa ákvörðun." indiana@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.