Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2005, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 13.ÁGÚST2005
Helgarblað DV
Leikarinn
Clint
Eastwood
a Mti oi mm
Fyrsti spagettívestrinn. Úr
smiðj'u Sergios Leone.
•>*-Endurgerð á Yojimbo,
kvikmynd Akira
Kurosawa. Clint leikur
hinn hljóðláta og hóg-
væra byssumann. Myndin
erfrá 1961.
'k'kirk-k
MeriMlEsBars
Kvikmyndin gerist I seinni
heimstyrjöidinni. Sex
manna hópur reynir að
bjarga bandariskum
hershöföingja úr fanga-
búðum nasista. Clint leik-
ur Lt. Morris Schaffer.
Stórgóð mynd. Myndin er frá 1968.
kkkk
Plftt Harrv
Fyrsta kvikmyndin um
*“ lögreglumanninn Harry
Caiiahan. Harry er alveg
sama hvaða lög og reglur
hann þarfað brjóta,
hann handsamar alltaf
morðingjann. Myndin er
frá 1971.
kkkk
Maaoum Hm
Ein afframhaldsmynd-
unum um Dirty Harry. I
þetta skiptið eltist Harry
við moröóðan brjálæðing
sem drepur gtæpamenn.
Harry lætur sko engan
skipa sér fyrir verkum I
þessari mynd. Myndin er
frá 1973.
kkk
~>Everv Whicl) Wav But loose
Fyndin og skemmtileg
mynd sem fjallar um
vörubiistjórann Philo sem
slæst fyrir peninga. Hans
eini vinur er órangútan-
inn Clyde. Þeir lenda I
mörgum ævintýrum sam-
an. Myndin er frá 1978.
kkk
Eacaae lroia fllcmrai
Flott mynd sem fjallar um
flótta úr fangelsinu
Alcatraz en aðeins einum
fanga tókst að flýja það-
v an. Clint leikurFrank
Morris, fangann sem
tókst að flýja. Myndin er
frá 1979.
kkkk*
Pale Ríflep
Dularfullur prestur kemur
inn I gullgrafaraþorp.
Námumennirnir eru kúg-
aðir afstóriðjumönnum
og glæponum og
presturinn bjargarþeim á
flottan hátt. Presturinn er
leikinn afClint Eastwood.Trúaðir kvikmynda-
spekingar telja að presturinn sé kristgerving-
urí kvikmyndinni. Myndin er frá 1985.
•r+kkk
ymernlKBn
Saga um fyrrverandi ill-
menni og byssubófa sem
heldurtil byggða I
vafasömum tilgangi.
Stórkostieg kvikmynd.
Frábær leikur. Clint vann
óskarinn fyrir bestu leikstjórn og bestu mynd.
Gene Hackman stendur sig llka mjög vel I
"*myndinni. Myndin er frá 1992.
kkkk
ln iDe Une el flra
Leyniþjónustumaöurinn
Frank Horrigan man tim-
ana tvenna. Nú steðjar
ógn að forseta Bandarlkj-
anna þegar launmorð-
ingi gerir vart við sig.
Frank er settur i málið. Clint Eastwood og
John Malcovich eru frábærir. Myndin er frá
1993.
kkk
MillMMllar BaBy
Clint leikur Frankie Dunn
hnefaleikaþjálfara. Hann
tekur að sér að þjálfa
Maggie Fitzgerald þrátt
fyrir háan aldur. Hún
stendur sig mjög vel og veröa þau alltafnán-
ariognánari.
kkkk
Leikarinn og leikstjórinn Clint Eastwood hefur marga fjöruna sopið. Hann hefur
leikið hressa hermenn, þögla kúreka og harðsvíraðar löggur. Clint er nú á íslandi
að taka upp nýjustu kvikmynd sína Flags of Our Fathers. Hann er einn farsæl-
asti leikstjóri Bandaríkjamanna, Dirty Harry sjálfur.
Um þessar mundir er kvikmynda-
gerðarmaðurinn Clint Eastwood
staddur á íslandi til þess að taka upp
nýjustu kvikmynd sína Flags of Our
Fathers sem fjailar um hemað
Bandaríkjamanna á eyjunni Iwo Jima
í seinni heimstytjöldinni. Clint
Eastwood er merkilegur maður sem
átt hefur ótrúlegt æviskeið. Hann
segist vera lokaður einstaklingur sem
tjáir tilfinningar sínar í gegnum kvik-
myndimar.
Fjölskyldan festi aldrei rætur
Clint Eastwood fæddist 30. maí
árið 1930 í San Fransiskó. Móðir
Clints, Ruth var húsmóðir og faðir
hans, Clinton var stáliðnaðarmaður.
Hann á yngri systur og heitir hún
Jean. Faðir Clints átti í miklum erfið-
leikum með að finna sér fasta vinnu.
Fjölskyldan þurfti stöðugt að flytja
milli borga og náði aldrei að festa
rætur. Clint útskrifaðist úr Oakland
Technical High School árið 1948 en
það er líkt og að klára stúdentspróf í
íslensku menntakerfi. Clint hélt ekki
áfram í frekara nám og gekk hann
þess í stað í herinn árið 1949. Ferill
hans þar var hvorki langur né merki-
legur og ákvað hann að mennta sig
fremur en að sækjast eftir frama inn-
an hersins. Hann skráði sig í Los Ang-
eles City College og ætlaði að verða
sér út um gráðu í viðskiptafræði.
Námið átti ekki við Clint og fór hann
að ráðum félaga sinna sem vildu
ólmir að hann legði fyrir sig leiklist.
Clint var ráðinn sem fastaleikari hjá
Universal Studios honum til mikillar
undmnar og fékk hann föst laun
greidd frá upptökuverinu. Þegar
hann var kominn með stöðugar
tekjur gekk hann að eiga kæmstuna
sína, Maggie Johnson en henni
kynntist hann á hermannsárum sín-
um.
Fann sig í vestrunum
Hlutverk Clints vom ekki upp á
margra fiska í byrjun. Hann lék h'til
hlutverk í kvikmyndum á borð við
The Revenge of The Creature, Tar-
antula og Lady Godiva. Forstjórar
upptökuversins vom ekki hrifnir af
leikhæfileikum Clint’s og sögðu þeir
samningi hans lausum. Clint réði sig
þá til upptökuversins RKO, en þar
hafði aðallega verið fengist við gerð
b-mynda. RKO entist ekki lengi en
þeir fóm á hausinn eftir að Clint hafði
einungis leikið í tveimur kvikmynd-
um hjá þeim. Clint lék svo í sínum
fyrsta vestra árið 1958, Ambush at
Cimarron Pass. Kvikmyndin þótti
ekki góð og leit nú út fyrir að ferill
hans væri á enda. En allt kom fyrir
ekki og bauðst honum hlutverk í
sjónvarpsþáttaröðinni Rawhide. í
Rawhide lék hann Rawdy Yates,
hressan kúreka. Rawhide naut mik-
illa vinsælda og þótti hinn ágætasti
þáttur. Hann var sýndur í níu ár og
þótti það mikið afrek.
Á Evrópubúum velgengni sína
að þakka
Arið 1964 var Clint boðið hlutverk
í evrópskri mynd sem bar heitið A
Fistful of Dollars. Þýsk-ítölsk-spænsk
kúrekamynd sem átti að gerast í
Bandaríkjunum. Clint hafði litla trú á
myndinni og efaðist um að Evrópu-
búar gætu nokkum tíma gert vestra.
En eftir að hafa lesið handritið lét
hann til leiðast. Leikstjóri myndar-
innar var enginn annar en hinn
ítalski Sergio Leone. Kvikmyndin var
endurgerð á japönsku myndinni
Yojimbo eftir Akira Kurosawa. Clint
lék aðalhlutverkið, nafnlausan að-
komumann og byssubófa sem veldur
mikilli ólgu í smábæ einum og etur
saman gengjunum þar. Þessi kvik-
mynd var upphaf hinna svonefndu
spagettí-vestra. Clint vænti ekki
mikils af myndinni. Hann fagnaði
samt tækifærinu að geta ferðast frítt
mn menningarborgir Evrópu með
eiginkonu sinni Maggie. En myndin
sló í gegn í Evrópu og gerðar voru
framhaldsmyndimar For a Few Doll-
ars More og The Good, the Bad and
the Ugly. Seinna, þegar myndimar
vom sýnar í Bandaríkjunum, fengu
þær slaka dóma gagnrýnenda en
slógu í gegn hjá áhorfendum. Clint
Eastwood var ný hetja Bandaríkja-
manna, allt skapvonda ítalanum
Sergio Leone að þakka.
Stofnaði eigið fyrirtæki
Þegar Clint snéri aftur ffá Evrópu
árið 1968 vildu bandarískir leikstjórar
ólmir starfa með honum. Hann lék í
vestranum Hang ‘em High og naut
hann mikilla vinsælda. En árið 1968
ákvað Clint líka að stofna sitt eigið
ffamleiðslufýrirtæki, Melpaso. En
Melpaso hefur komið að öllum verk-
efnum Clints síðan þá. Hugsjón hans
varðandi Melpaso var sú að með auk-
inni hagræðingu og skipulagningu
væri hægt að gera fyrsta flokks kvik-
myndir fyrir minni peninga en áður.
Það reyndist rétt hjá honum og tóku
önnur fýrirtæki aðferðir Melpaso til
fyrirmyndar. Clint hafði haft mikinn
áhuga á leikstjóm allt ffá Rawhide-
tímabili nu og árið 1971 leikstýrði
hann sinni fýrstu kvikmynd Play
Misty for Me. Hann lék einnig eitt að-
alhlutverkið og sló myndin í gegn.
Harði Harry var vinsæll
Árið 1971 steig svo Dirty Harry
fram á sjónarsviðið. Kvikmynd sem
leikstýrt var af leikstjóranum Don
Siegel sem var góðvinur Clints. Dirty
Harry var harðsvímð lögga sem hik-
aði ekki við að brjóta lög og reglur til
þess að klófesta morðingja. Fjöldinn
allur af framhaldsmyndum fylgdi
Dirty Harry, en vinsældir myndar-
innar og framhaldsmyndanna vom
umtalsverðar. Lokáttunda áratugar-
ins voru viðburðarrík fyrir Clint en
þá skildu hann og kona hans til 25
ára, Maggie Johnson, og svo gerði
hann tvær stórar kvikmyndir, Any
Which Way But Loose og Escape
From Alcatraz. Það þótti fféttnæmt
að Escape From Alcatraz fékk ekki
óskarsverðlaun.
Óskarsverðlaunin komu loks
Á níunda áratugnum leikstýrði,
framleiddi og lék Clint í mjög mörg-
um kvikmyndum og átti hann mik-
illi velgengni að fagna. Margir
héldu að frægðarsól hans væri að
síga í kringum 1990 en þá gerði
hann kvikmyndir sem bæði áhorf-
endur og gagnrýnendur voru lítt
hrifnir af. Árið 1992 frumsýndi Clint
vestrann The Unforgiven og sýndi
hann þá að sól hans ar rétt að byrja
að skína. Kvikmyndin hlaut fern
óskarsverðlaun, m.a. sem besta
myndin og fýrir bestu leikstjórn, en
það var Clint sjálfur sem leikstýrði
henni. Fleiri vinsælar myndir
fylgdu í kjölfarið. Árið 1995 kvæntist
Clint fréttakonunni Dinu Ruiz. í
seinni tíð hefur hann gert myndir á
borð við Mystic River og Million
Dollar Baby. Þær unnu báðar til
óskarsverðlauna. Óskarsverðlaunin
tileinkaði hann móður sinni en
hann mætti með hana á afhend-
inguna bæði árið 1993 og 2005.
Móðir hans er hálftíræð. Clint er
stoltur sjö barna faðir og tvíkvænt-
ur. Hann átti í löngu sambandi við
leikkonuna Sondru Lock og á með
henni börn. Clint Eastwood er einn
áhrifamesti kvikmyndagerðarmað-
ur síðari ára. Hann gerir vandaðar
myndir og gerir þær fyrir sig en ekki
markaðinn. Chnt Eastwood er einn
virtasti leikstjóri kvikmyndageirans
um þessar mundir. Hann byrjaði
með því að leika aukahlutverk í b-
myndum endaði með því að fá ósk-
arsverðlaun fyrir bestu leikstjórn.
halldorh@dv.is
Það má koma auga á mörg
smáatriðin í myndum Clints
Einkenni hjá
CHntaranum
Clint Eastwood er af gamla skól--
anum hvað varðar kvikmyndagerð.
Hann lærði af gömlum meisturunum
og er því oft með skemmtilega takta
sem koma má auga á í myndum
hans. Það má til dæmis nefna að í
hverri kvikmynd hefur persóna
Clints einhvem ákveðinn svip. Þetta
sést best hjá Dirty Harry en hann var
með illskeytt glott sem Clint hefur ef-
laust pælt mikið í.
Aðalpersónur í kvikmyndum
Clints eiga það líka oft sammerkt að
vera undirmálsmenn og útlagar úr
samfélaginu. Þeir hafa myrka og oft
ljóta fortíð sem þeir vilja helst ekki
muna eftir. í lok kvikmynda Clints
rennir hann oft auga vélarinnar yfir
upptökustaðinn. Svo frýs ramminn
og titlamir fara að renna.