Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2005, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2005, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 13. ÁCÚST2005 Helgarblaö DV Gott starfsfólk er verðmætt Asgerður Halldórsdóttir hefur starfað hjá Kolbrúnu síðan hún opnaði búö- ina og Lára Kristin Jónasdóttir er sumarafleysingakona og nemií grasalækninqum. „Árið 1995 opnaði ég stofu í Kjör- garði og segja má að það hafi svo þró- ast í það sem nú er Jurtaapóteldð á Laugavegi," segir Kolbrún Bjöms- dóttir grasalæknir sem starfrækir Jurtaapótekið á Laugavegi 2. „Ég hafði . * lengi haft þá hugmynd að það væri sniðugt að hafa saman jurtavinnslu, jurtaverslun og viðtöl með það fyrir augum að þar færi fram mM fræðsla um heilsuna sem fælist í námskeið- um, viðtölum og bæklingum," útskýr- ir hún einlæg. „Því reynslan hefur sýnt mér að það þarf að kenna fólki á jurtimar," bætir hún við. Hætta eða stækka „Til að undirbúa þetta fór ég á Brautargengisnámskeið og fékk góða „Ég hefði líklega ekki * faríð út í þetta efég hefði vitað hversu umfangsmikið þetta yrði. Ég er með 200 vörutegundir og er að * pakka þessu og blanda allt." kennslu í að þróa hugmyndina enn betur," útskýrir Kolbrún. „Það var eig- inlega spuming um að draga saman seglin og hætta að vera með jurtimar sjálf eða að stækka," segir hún. „Og ég valdi að stækka," segir hún ánægð. „Ég hefði líklega ekki farið út i þetta ef ég hefði vitað hversu umfangsmildð þetta yrði. Ég er með 200 vörutegund- ir og er að pakka þessu og blanda allt," segir hún og brosir. „En þetta hefur allt gengið mjög vel, ég hef oftast náð að anna eftir- spum. Svo legg ég sérstaka áherslu á að vera alltaf með bestu gæði en gæti þess þó á sama tíma að stilla verðlagi í hóf svo að almenningur geti notið lækningamáttar j urtanna. “ íslendingar hugsa um heilsuna „Já, fólk fmnur að náttúrumeðul laga frekar hlutina á meðan lyf halda bara oft kvillanum niðri. Munurinn á jurtum og lyfjum er að náttúrulyf hjálpa líkamanum að vinna á meðan lyfin eru oft að vinna fýrir líkamann," útskýrir Kol- brún. „Það þarf að fá líkamann til að starfa betur. Fólk er líka að átta sig á hvað mataræðið getur skipt jPFL-* mildu máli," jk. Vo9 f;«;tld 23.09.1967 Kolbrún erheillandi, vitsmunaleg, glæsileg og tilfinningasöm, efmarka má stjörnu hennar, vogina. Kolbrún býryfirhernað- aranda sem hún nýtir tilgóðs. Þaðeraug- Ijóst að hún veit og skilur að hún er algjör- lega ábyrg fyrir eigin láni því hún kann lagið á öllu og það kemursér vissulega vel við rekstur Jurtaapóteksins. / Almennthefur Kolbrún gaman affólki. Hún er dugleg og vill gera eitthvað fyrir aðra. Eðlislæg hæfni hennar er öflug og ekki síður fínlegu töfrarnir sem hún býryfir. „Það var eiginlega spurning um að draga saman seglin og hætta að vera með jurtirnar sjálf eða að stækka," segir hún. segir hún. „Fólk vill hjálpa sér sjálft. Það sem ég segi er að við erum okk- ar eigin læknar. Það er enginn okk- ar læknir nema við sjálf því það er jú allt undir okkur sjálfum komið hvort við gerum eitthvað í málun- um eða ekki," segir hún og blaða- maður kinkar kolli henni til sam- þykkis. „Það er ljóst að það hefúr orðið niil vaJcning í þá átt að fólk leggur nú sífellt meiri áherslu á heilsu og heil- brigði og þá sérstaklega á náttúruleg- ar leiðir. Varðandi Jurtaapótekið, þá hugsaði ég að ég vildi hafa þar jurtir sem væru mjög ferskar, helst lífræn- ar,“ segir Kolbrún. En til fróðleiks má geta að „lífrænt" þýðir meira af virk- um efnum. „Sú vara sem ég legg mesta áherslu á eru staðlaðar jurta- blöndur sem henta flestum og auð- velt er að fá fólk til að nálgast og nota," segir Kolbrún og brosir fal- lega. Heldur sér í góðu formi „Annars eru áhugamál mín númer eitt, tvö og þrjú auðvitað allt sem viðkemur heiJsu," segir hún. „Þess utan reyni ég að kom- ast eins oft og ég get út í náttúruna. Garðrækt er einnig ofarlega á lista hjá mér. Ég nota frítíma minn mildð til að halda mér í góðu formi, bæði andlega og líkamlega, því ef ég er ekki í lagi, þá er erfitt að hjálpa öðrum," útskýrir Kolbrún grasalæknir sem er greini- lega meðvituð um mMvægi góðrar heilsu. SAMANBURÐUR sit/öwifmie/'/ija/iJia Þegar samband Valgeirs Guðjónssonar og Ástu K. Ragnarsdóttur er skoðað út frá stjörnunum kemur í Ijós einlæg og gagnkvæm aðdáun sem dró þau hvort að öðru í upphafi og dofnar alls ekki heldur styrkist meðtímanum. Gagnkvæm aðdáun og einlæg ástríða Valgeir (vatnsberi) hrífst af orkunni ávallt í réttan farveg. Þau áreiðanleika og trygglyndi Ástu hlúa einstaklega vel að hvort (meyja). Við hlið Valgeirs er Ásta öðru. svo sannarlega fær um að beina - vandlát - ástriðufull - heiðarleg - praktisk -hógvær - ábyrg - auðmjúkur - ákveðinn - kurteis - hæfileikarikur - forvitinn - fordómalaus 4 heillaráð Kolbrúnar Kvíði Þá er gott að taka eitthvað sem er taugastyrkjandi. Þá nota ég hafra í dufti. Heiðrún er jurta- te, milt og ró- andi sem er gott að drekka yfir daginn þegar um kvíða er að ræða. Svo á ég líka til lindiblóm í hylkjum sem eru líka róandi. Þegar fólk er kvíðið á það alls ekki að nota koff- ein eða sykur, því það veilcir tauga- kerfið og svo skiptir máli að hafa reglu í lífinu, þá líður fólki betur. Eykur hárvöxt Þar á ég blöndu sem heitir Baldur sem var búin til við þunglyndi en virkar vel í að auka hárvöxt með því að auka blóð- flæðið upp f höfuð. Hún inniheldur svolít- ið af næringarefnum fyrir hárið. Einnig á ég jurtablöndu sem heitir Græna bomban og inni- heldur jurtir sem eru mjög nær- ingarríkar. Hrukkur Þar er ég með frábæra olíu til að bera í andlitið sem heitir Rósaberjaoh'a. Hún nærir húðina þann- ig að hriikkur verða miklu grynnri og jafnvel hverfa. Á líkamann á ég kókosolíu sem er mjög góð til að mýkja húð- ina upp. Gigt Ég á mjög góða jurta- blöndu sem heitir Sif, hún hjálpar hreinsilíffærunum að losa rusl úr skrokknum og við það minnka oft verkir. Einnig er til oha sem heitir Vöðva- og liðolía. Það skiptir einnig miklu máli fyrir fólk með gigt að huga að mataræðinu. Það er margt sem er hollt fyrir aðra en ekld fyrir fólk með gigt. j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.