Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2005, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2005, Blaðsíða 39
DV Helgarblað <t LAUGARDACUR 13. ÁGÚST2005 39 Tími = verðmæti Það dýrmætasta sem við getum gefið ástvinum okkar er tími. Reynum að gera meira af því að veita vinum og fjölskyldu tfma. Gefum þeim okkur sjálf sem persónur, bæði þegar eitthvað bjátar á og einnig á góðum stundum. Minnum okkur á að börnin og ungling- arnir vænta þess og þarfnast að fá tfma með for- eldrum sínum. Er sjálfsmatið gott? Óöryggi í samskiptum á oftast rætur í nei- kvæðu og lélegu sjálfs- mati. Þess vegna er mikilvægt að við reyn- um að styrkja sjálfs- ímynd okkar og að- stoða ástvini okkar með það sama.Höfum hugfast að hinn raun- verulegur styrkur í mannlegum samskipt- um tengist ást og um- hyggju f garð annarra og síðast en ekki sfst djúpri virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum. Gefðu af þér! Æfðu þig í að taka eftir því sem vel er gert f kringum þig. Þú munt fljótlega uppgötva að fólkið sem þú umgengst er stöðugt að gera eitthvað lofsvert og gagnlegt. Þegar þú finnur eitthvað gott hjá öðrum skaltu finna örugga leið til að sýna viðkomandi að þú kunnir að meta það. Gefðu af þér! Sjónum er beint að Heiðrúnu Sigurðardóttur. þreföldum Islandsmeistara í fitness. Hún geislar af jákvæðri orku og ferskleika og hugar einlæg að framtíð sinni þegar Helgarblaðið spáir í spilin hennar. Æfir oft á dag Nær árangri með því að æfa mikið. „Ég er að komast í mjög gott form núna," segir Heiðrún Sigurðardóttir sem starfar sem einkaþjálfari og kennari. „Núna er ég að undirbúa mig fyrir heimsmeistaramótið í fit- ness sem verður háldið 23. septem- ber í Santa Susana. Æfingin skapar meistarann," segir Heiðrún ákveðin um framtíðina og mikilvægi þess að stunda reglulega æfingar. „Ég byrjaði í frjálsum þegar ég var yngri en skipti yfir í vaxtarræktina þegar ég flutti í bæinn. Ég er á mjög ströngu mataræði þessa dagana og er að brenna allri aukafitu af líkam- anum og þá forðast ég flest kolvetni og eyk við próteinmagnið í fæðunni. Ég borða KEA-skyr og AST-fæðu- bótarefni og það hjálpar mér svo sannarlega við undirbúninginn," útskýrir hún, meðvituð um mark- miðin og hvernig hún getur náð þeim. TAROTLESNING Æfir þrisvar á dag „Það er ekki hægt annað en að vera í góðu formi þeg- ar maður vinnur við að þjálfa fólk og kenna leik- finú," segir hún einlæg. „Ég æfi sex daga vikunnar og stundum þrisvar á dag en þaðerafþvíaðég kenni mik- ið. Ég byrja yfirleitt að vinna á “? ° morgnana klukkan 6.30," seg- f-W ir Heiðrún. „Suma dagana er ■' ég að vinna til níu á kvöldin en þá með smápásu yfir dag- inn," segir hún brosandi. „Mikilvægt er að vera með góðan þjálfara þegar maður keppir í fitness. Sigurður Gestsson er þjálfarinn minn í dag og ég hef lært allt af honum, enda er hann sá allra reyndasti og besti þjálfari sem hægt er að óska sér." Gott að búa á Akureyri „Ég er rfk af frábæru fólki," segir hún einlæg og heldur áfram, „og er að vinna með alveg snilldarfólki líka. Ég er mjög heppin að eiga marga mjög góða vini sem standa með mér. Þetta er fólk sem ég get alltaf leitað til," segir Heiðrún. „Já, það er alltaf gott að búa á Akureyri," segir Falleg í fitness Heiðrún ætlar sér sigur i haust. ■ .i t . ií - hún og ljómar öll þegar hún er spurð út í heimilishagi. „Akureyri er fallegur bær og svo er stutt í sveitina," útskýrir Heiðrún og geislar við frásögnina. „Ég fluttist til Akureyrar sextán ára þegar ég fluttist frá Tjarnalandi í Ljósa- vatnsskarði og bytjaði þá að mæta í vaxarræktina. Hér er ofsalega rólegt og notalegt. Svo er líka nóg um að vera í félagslífinu og áhugi á líkams- rækt er líka að aukast hér og það er ánægjulegt." Á yndislega fjölskyldu „Ég er svo heppin að eiga yndis- lega íjölskyldu. Ég er í miðjunni og á tvær frábærar systur," segir hún en systur hennar, Hrönn og Hafdís, skipa stóran sess í lífi hennar. „Við erum öll mjög náin í fjölskyldunni og getum talað um allt," segir hún brosandi. „Svo reyni ég að nota hvert tækifæri til að fara í sveitina, alveg það besta að fara þangað og hlaða batteríin því ég er algjör sveitastelpa," útskýrir hún brosmild, „alveg í húð og hár og það breytist aldrei," bætir hún við ákveðin. „Ég gæti ekki beðið um betri fjölskyldu." Tilfinningar í spilunum „Það er einmitt margt um að vera í lífi mínu núna," segir Heiðrún þegar maðurinn birtist í tarot-lesningunni. „Já. Það eru breytingar framundan," viðurkenn- ir hún. „Jafnvel flutningar," bætir hún við. „Þannig að það er ýmislegt í gangi sem tengist vinnu og tilfinn- ingasviðinu. Þetta passar líka alveg með þennan mann. Hann er kærastinn minn," segir hún hlæj- andi og ljómar öll. „Eg er yfir mig ástfangin. Ég er að upplifa tilfinn- ingar sem ég hef ekki fundið áður," segir hún töfrandi. Við kveðjum Heiðrúnu og óskum henni góðs gengis. „Ótrúlegt en satt, þá er svo mikið til í þessari spá að ég er eiginlega orðlaus," segir hún þeg- ar kvatt er, • geislandi af hreysti og léttleika. spamadur@dv.is Að vanda er bunkinn fyrst stokkaður vel og síðan eru dregin þrjú tarotspil og þau lögð í réttri röð. Æðsti meyprestur Undirmeðvitund Heiðrúnar er i sjálfsskoðun. Hún eráþessum tímapunkti meðvituð um eigin liðan, drauma og þrár. Hér kemur fram að hún er leidd áfram en þó án þess að hún geri sér jafnvel fulla grein fyrir því. Sýnir i formi drauma eiga vel við og leið hennar í átt að óskum hennar er greið. Hún er fær um að sjá keppnina sem framundan er sem ögrandi áfanga og lætur ekkert buga sig. Myntriddari Persónuleiki. Maðurinn sem birtist hérer ekki endilega skólagenginn heldur koma kostir hans i Ijósþarsem góðmennska og traust lýsa honum best. Hann nýtur einfaldleika tilverunnar. Maðurinn er jarðbundinn mjög og er oft á tíðum hægur í hugsun þarsemþörf er á þolinmæði. Hann skipar stóran sess i hjarta Heiðrúnar. Stafaás Starfsvettvangur Heiðrúnar liggur í svari þessu. Hér er aðeins eittsem kemurtil greina og það er upphaf að einhverju stórkostlegu sem hún leggur metnað sinn i og ekkisíst sköpunar- kraftur sem fyllir hana lifi og vilja til að skara fram úr. Metnaður hennar flýtir fyrir ferlinu yfir í nýjan kafla sem færir henni fjárhagslegt og ekki síður andlegt öryggi. Einar Ágúst Víðisson poppari er 32 ára i dag. Maðurinn birtist hér uppstökkur en hefur á sama tíma fulla stjórn á sér. Hann myndi án efa kjósa að jjörþekkja þróun mála en er minntur á að efla innra jafnvægi sitt með- vitað því hamingjuhjól hans erum það bil að snúast honum í hag. * Einar Ágúst Viöisson Vatnsberinn (20. jan.-i8.febr.) Öryggi felst eflaust að þinu mati (fjár- munum þó þú birtist ekki sem fégráöug manneskja. Leyfðu þér ekki að gleyma þeim eiginleika sem þú býrð yfir þegar þarfir náungans eru annars vegar. Gjaf- mildi þín er mikil hér. F\Skm\r(l9.febr.-20.mars) Njóttu þin enn betur daglega «r með þvl að opna tilfinningagáttir þínar og losaðu þig úr þeirri prísund sem kann að angra þig sökum reynslu þinn- ar af einhverjum ástæðum. Hrúturinn Ql.mars-I9.april) Ef missætti tengist þér þessa dagana mun það leysast innan fjórtán nátta ef marka má stjörnu hrútsins. Gefðu af þér af heilindum í meira mæli. Nautið (20. apríl-20. mal) Þú hittir eflaust tilvonandi maka þinn eða elskuhuga fyrir lok ágúst ef enginn er nú þegar í lífi þínu. Beindu athygli þinni vel að hjartastööv- um þinum. W\bmm(2l.mal-2l.jún!) Ef þú átt það til að búa til ótta « innra með þér af einhverjum ástæðum þá ýtir hann undir svokallaða stíflu sem gerir þér ekki kleift að gera eins og vel og þú ert fær um. Hugaðu vel að þessu yfir helgina. KMm(22.júnl-22.júll)________ Þú birtist viðkvæm/ur hérna af einhverjum ástæðum. Rödd þin er öflug og sterk sem segir til um styrk þinn sem kann að vera ómeðvitaður eiginleiki ( fari þínu. Lj Ó Í1Í ð f?J. júli- 22. ágúst) Þér hefur verið gefinn sá eig- inleiki að draga fólk að þér en þú ættir ekki að nota orð sem þú segir í fljót- * * færni. Ný tækifæri tengjast framtlð Ijónsins. J” ^ Meyjan (23. ágúst-22. sept.) Ekki gleyma þér f leltinnl að öryggi (formi fjármuna næstu vikur og mánuði. Þú ert fær um að gera alla þá hluti sem þig hefur alltaf langað að gera ef þú heldur fast (sjálfiö og jafn- vægi tilverunnar sem felst í þvl að gefa og þiggja. 'ffjpí. Vogin (23. sept.-23. okt.) Þú hefur af einhverjum ástæð- um komið þér upp tilfinningalegri fjar- lægð viö manneskju sem unnir þér # hérna. Þú hefur mikla þörf fyrir ást, nálægð og væntumþykju á þessum árstíma sér i lagi. IJjjPi' Sporðdrekinn«.on.-2r.nwj Settu þér háleit markmið og haltu (barnið innra með þér því barns- legt eðli þitt auðveldar þér leiðina að draumum þinum. Annars ætti fólk sem fætt er undir stjörnu sporödrekans að ^ tileinka sér að læra aö biðja um og mót- taka ást framvegis. Bogmaðurinn(22nw.-2!.<w Tíminn vinnur að sama skapi með þér en hér kemurfram að andlegur þroski hefur náðst i fari þínu og óendan- ieg tækifæri leita þig uppi þar sem þú munt grípa þau á leið þinni inn í ham- ingjuna. (22.des.-l9.jan.) Hér birtist fyrirboði um að þú verður laus við vandamál sem kann að eiga huga þinn hérna og fjárhagurinn verði rýmri þegar líða tekur á haustið 2005. Þér mun takast að snúa aöstæðum þér (hag þegar þú hlustar á undirmeð- vitund þina og leyflr likama og sál aö starfa saman. SPÁMAÐUR.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.