Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2005, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST2005
Helgarblað DV
>
- Kviðdómari
efast um sak-
leysi Michaels
Jackson
Katharina Carls, einn af kviðdómur-
unum í réttarhöldunum yfir Michael
Jackson, tjáði
sig um dag-
inn opinber-
lega við fjöl-
miðla og
w ræddi um
afstöðu sína
gagnvart
Jackson. I til-
kynningunni
kom fram að
hún teldi
Michael vera barnanlðing. Hún var
fullviss um aðJackson hefði beitt
hinn þrettán ára Gavin Arvizo kyn-
ferðislegu ofbeldi en Gavin bar vitni I
réttarhöldunum.„Ég tel aö það séu
um eitt prósentllkur á því að Gavin
hafi verið að Ijúga og er því mjög lík-
legt að Michael Jackson hafi beitt
hann ofbeldi. Fólk mun eflaust velta
fyrirsérhver raunverulegi sannleikur-
inn er um ókomna tlð,“tók Katharina
fram. Það lítur þvl ekki út fyrir að
^ Jackson sleppi með hreint mannorð
þrátt fyrir að hafa verið úrskurðaður
saklaus.
Rassaklíping-
um lauk með
morði
Unglingur að nafni Gary Roper varö
gömlum skóla-
bróðurslnum,
Triston Christ-
mas, að bana.
Roper var vlst
reiður vegna
þess að Christ-
mas hafði klipið I
'*»- rassinn á kærust-
unni hans fyrir
tveimur árum og ákvað þvl að kýla
hann. Það vildi hins vegar svo illa til
að Christmas datt aftur fyrir sig og
skall höfuð hans á steyptri gangstétt-
inni og endaöi árásin því með dauðs-
falli. Strákarnir tveir voru víst góðir
vinir áður en deilur komu upp á milli
þeirra vegna kærustu Ropers. Roper
segist ekki vera sekur um morð með
köldu blóði en réttarhöldin leiða von
bráðar t Ijós hver örlög hans verða.
Kyrkjarinn frá
w Fulham hlýtur
fjóra lífstíðar-
dóma
o*.
Morðinginn Lee Kilty, sem hefurhlot-
ið viðurnefnið kyrkjarinn frá Fulham,
var fyrir stuttu dæmdur til að sitja af
sér fjórfalt lífstlðarfangelsi. Kilty sem
starfaði sem leiðbeinandi fatlaðra
barna.játaði verknaðinn sem fól Isér
skipulagðar kynferðislegar árásir á
konur. Kilty réðst á þrjár konur sem
voru einar á gangi i Vestur-London.
Greip hann konurnar aftan frá og tók
þær kverkataki. Dómari málsins
sagði Kilty að
hann fengi svo
þunga refsingu
þar sem það
væri óásætt-
anlegt að gera
honum kleift
að hann gera
fleiri konum
mein.
Þegar barn er myrt beinist rannsókn lögreglunnar fyrst að fjölskyldu þess. Hinn 14
ára gamli Michael var talinn hafa myrt 12 ára systur sína Stephanie með hjálp
tveggja vina sinna. Michael játaði en dró síðan játninguna til baka. Hann segir
lögregluna hafa þjarmað svo að sér að hann hafi ekki lengur vitað muninn á sann-
leika og tilbúningi.
Morðingi innan fjölskyldunnar
Stephanie „Mér stáð
ógn afStephanie. Hún var
mun betri námsmaður og
miklu vinsælli en ég Iskól-
anum. Ég þoldi hana
ekki," sagði Michael eftir
að lögreglan hafði þjarm
aðað honum
Steve Crowe upplifir sömu
martröðina á hverri nóttu. Hann
heyrir Stephanie dóttur sína biðja
hann um hjálp en getur sjálfur ekki
komið upp orði. Stundum eru
draumarnir svo raunverulegir að
hann vekur konuna sína og spyr
hvort hún hafi heyrt í Stephanie.
Martraðimar hófust eftir þann 21.
janúar 1998. Sá dagur var eins og
aðrir dagar á heimili Crowe-fjöl-
skyldunnar í litla bænum rétt fyrir
utan San Diago. Cheryl Crowe hafði
steikt hamborgara og franskar og
Michael hjálpað Stephanie systur
sinni með lærdóminn svo hún gæti
Sakamál
eytt lengri tíma í að spjalla við vini
sína í símann. Stephanie var 12 ára
og hafði fengið eigin símalínu í jóla-
gjöf frá foreldmm sínum. Um klukk-
an hálftíu fór hún í rúmið eftir að
hafa kysst foreldra sína og ömmu
góða nótt. Stuttu síðar var öll fjöl-
skyldan í fasta svefni.
Systkinin Michael Imiðjuinni, Stephanie
til vinstri og litla systir þeirra, Shannon, til
hægri.
Fjölskyldan undir grun
June Kennedy, amma Stephanie,
var fyrst til að fara á fætur daginn
eftir. Þegar hún ætlaði að vekja dótt-
urdóttur sína varð hún fyrir áfalli.
Stephanie lá á gólfinu, augu hennar
voru opin en líflaus. Hún hafði verið
stungin í bijóstið og axlirnar.
Lögreglumaðurinn Ralph Clayl-
or, með 23 ára starfsreynslu, var
settur í málið. Hann og félagar hans
töldu við fyrstu athugun að þar sem
allar dyr og gluggar hefðu verið lok-
uð hlyti morðinginn að vera fjöl-
skyldumeðlimur. Fæstum sem
þekktu til lögreglustarfa kom niður-
staða Claylors á óvart því samkvæmt
FBI liggja foreldrar alltaf fyrstir und-
ir gmn þegar barn er myrt, því næst
systkini og aðrir sem búa í húsinu og
þeir sem eiga samskipti við bamið.
Michael grunsamlegur
Eftir að kmfning leiddi í ljós að
Steve hefði ekki misnotað dóttur
sína beindust augu lögreglunnar að
Michael, 14 ára bróður hennar. Þeg-
ar Claylor ræddi fyrst við fjölskyld-
una tók hann eftir að Michael var
óvenjulega rólegur þrátt fyrir að-
stæður. Á meðan fjölskylda hans
hélst í hendur og grét sat hann á
gólfinu og spilaði tölvuleik. Michael
sagðist hafa farið á fætur um hálf-
fimm til að fá sér verkjatöflu þar sem
hann hafði verið með höfuðverk.
Claylor fannst undarlegt að hann
hefði ekki rekið augun í lík systur
sinnar þar sem herbergi hans var ská
á móti herbergi hennar.
Þrír ungir drengir handteknir
Meðlimir Crowe-fjölskyldunnar
fengu ekki að talast við á lögreglu-
stöðinni. Þeir vom yfirheyrðir einn
og einn í einu og afklæddir fyrir
framan myndavélar í leit að skrám-
um eða rispum.
Þremur dögum síðar fékk Steve
sfmtal frá Caylor. „Við vitum hver
myrti dóttur þína. Michael sonur
þinn er morðinginn."
Michael hafði játað við yfir-
heyrslur. „Mér stóð ógn af Steph-
anie. Hún var mun betri námsmað-
ur og miklu vinsælli í skólanum en
ég. Ég þoldi hana ekki," sagði Mich-
ael. Claylor var viss um að Michael
hefði ekki verið einn að verki og
handtók tvo vini hans. Strákamir
þrír eyddum flestum stundum við
að spila ofbeldisfulla tölvuleiki og
Claylor var nokkuð viss um að þeir
hefðu fengið hugmyndina að morð-
inu úr einum leikjanna. Josh Tread-
way var einn hinna handteknu. Eftir
langa og stranga yfirheyrslu sagði
hann lögreglunni frá undirbúningn-
um. Hann sagði að Michael hefði
haft ástæðuna, en að vinur þeirra
Aaron Hauser hefði skipulagt morð-
ið. Lögreglumennirnir voru vissir
um að þeir hefðu leyst málið.
Játningarnar dregnar til baka
Stuttu síðar drógu þremenning-
arnir játningar sínar til baka. Lög-
fræðingar sögðu lögregluna hafa
neytt út úr þeim játningu. „Þeir rifu
okkur í sig,“ sagði Michael. „Ég vissi
ekki lengur hvað var sannleikur og
hvað ekki." Lögfræðingarnir voru
sannfærðir um að einhver annar
hefði framið hinn hryllilega glæp.
Eftir að hafa rætt við nágranna
Crowe-fjölskyldunnar kom í ljós að
undarlegur maður hafði sést í göt-
unni lcvöldið örlagaríka. Claylor
kannaðist við manninn enda góð-
vinur lögreglunnar. Richard Tuite
var 28 ára með langan sakaferil og
alvarlega geðsjúkur. Tuite hafði ver-
ið gómaður við að gægjast inn um
glugga nokkurra húsa í götunni.
Þegar lögreglan handtók hann við-
urkenndi Taite að hafa verið í ná-
grenninu. Claylor og félagar hans
höfðu litla trú á að Tuite hefði
framið morðið enda engin sönnun-
argögn á vettvangi. „Tuite hefði ekki
tekist svona vel upp með þetta þótt
hann hefði reynt sitt besta."
Málið sett í bið
En lögfræðingur Michaels var
ekki jafn sannfærður. Hann krafðist
þess að öll föt Taite yrðu send í
DNA-rannsókn. Á skyrtunni hans
fundust blóðblettir úr Stephanie.
Réttarhald yfir drengjunum þremur
var sett í biðstöðu á meðan lögregl-
an rannsakaði málið frekar. Sex vik-
um síðar var drengjunum sleppt úr
haldi. Michael hafði setið inni í sex
mánuði og hafði ekki fengið að
mæta í jarðarför systur sinnar. Þrátt
fyrir blóðsletturnar á skyrtunni vildi
lögreglan ekki kæra Tuite fyrir
morðið.
Fimm árum síðar var skipaður
nýr yfirmaður í lögregluna og fyrir-
skipaði hann að málið yrði tekið upp
að nýju. Taite var handtekinn og
ákærður. Lögmaður hans útskýrði
blóðið á skyrtunni með því að lög-
reglan hefði mengað fötin óviljandi í
rannsókninni. Sterkasti rökstuðn-
ingur hans voru þó drengimir þrír.
Sex árum eftir að systir hans var
myrt lá Michael enn undir gmn. Eft-
ir átta daga umhugsun komst kvið-
dómur að niðurstöðu. Taite var
morðinginn og var sendur í 13 ára
fangelsi.
Stephanie átti betra skilið
Michael Crowe er í dag giftur fjöl-
skyldumaður. Hann flutti langt í
burt frá heimabæ sínum í von um að
gleyma fortíðinni. „Ég vil réttlæti og
það felst í að ég verði beðinn afsök-
unar af þeim sem hafa pínt mig síð-
ustu árin. Stephanie átti betra skilið.
Ég vona bara að réttlætið nái fram
að ganga þar sem hún er núna."
Morðingi RichardTuite var28 ára með
langan sakaferil og alvarlega geðsjúkur.
Þrefalt morð í aftökustíl
Þrefalt morð var framið í íbúð í Norður-
London fyrir stuttu. Fómarlömbin em systum-
ar Loma og Connie Morrison sem vom 34 og 27
ára og kærasti móður þeirra, hinn 62 ára Noel
Patterson. Lögreglan óttast að þremenningam-
ir hafi verið saklaus fómarlömb vegna ættar-
deilna eða vegna deilna á milli götugengja sem
ættingi gæti mögulega verið meðlimur í. Krufn-
ing lfkanna leiddi í ljós að Noel var skotinn í
höfuðið og andlitið þrisvar, Connie var skotin
tvisvar í höfúðið og Loma oftar en hin tvö sam-
anlagt. Lögreglan segir morðin hafa verið í af-
tökustíl. Til viðbótar við líkin fann lögreglan níu
mánaða gamlan son Lomu í íbúðinni. Farið var
með hann á sjúkrahús en sem betur fer amaði
ekkert að honum. Aðeins eitt lík hefur verið
fjarlægt úr íbúðinni og segir lögreglan það vera
vegna þess hve erfitt er að rannsaka morðvett-
vanginn. Nauðsynlegt er að rannsaka allt áður
en íbúðin er hreinsuð.
Vegna málsins hefur lögreglan hafið
allsherjar leit að þremur ungum blökku-
mönnum. Vitni sáu mennina koma inn í
íbúðarhúsnæðið seint að kvöldi, daginn áður
en líkin fundust. Talið er að mennirnir hafi
keyrt dágóða vegalengd til þess að leita uppi
fómarlömb sín. Þeir töluðu meira að segja við
nágranna til að finna rétta heimilisfangið. „Ég
lá á sófanum mínum þegar það var bankað á
hurðina hjá mér. Fyrir utan stóðu þrír blökku-
menn. Þegar ég opnaði sögðust þeir vera að
leita að einhverjum að nafni Carly, Kally eða
eitthvað svoleiðis. Ég sagði engan með því
nafni
búa hér. Þeir fóm þá og
stuttu seinna heyrði ég
skothvelli," sagði
Nellam Hussain, einn af
nágrönnum fórnar-
lambanna.