Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2005, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2005, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST2005 Helgarblað DV Arnar Gauti Sverrisson og íris Björk Jónsdóttir eru nýir eig- endur GK Reykjavík. Eru þau mjög spennt fyrir því að taka við rekstrinum og hella sér þannig út í tískubransann. Þau hafa fengist við afar ólíka hluti og má því með sanni segja að heldur óvanalegt samstarf sé á næsta leiti. !*■ „Eg og Iris Björk Jónsdótt- fris Björk Jóns. ir munum opna GK Reykjavík dóttir er í faeð- í byrjun september. Það verð- ingarorlofi Hún ur að vísu ekkert opnunarteiti hlakkarþó mikið því við ætlum bara að láta uð hefja vinnu reksturinn rúlla áfram. Við án^~ gerum bara eitthvað skemmti- legt í september eða október í staðinn. Bjóðum kúnnunum í kokteil eða eitthvað slíkt," segir Arnar Gauti, verslunareigandi og tískuunnandi. Ekki hægt að selja versl- unina hverjum sem er Arnar hefur starfað mikið í verslun GK Reykjavík, eða frá ár- inu 1998 og getur maður þvf rétt ímyndað sér að kaupin hafi legið frekar beint við. „GK Reykjavík er einstaklega flott búð sem ekki er hægt að láta í hendumar á hverjum sem er. Þá á ég við að selja hana einhveijum sem þekkir ekki þá stefnu sem hefur verið. Það kom því eiginlega ekki til greina að hún yrði seld einhverjum öðmm en mér því ég þekki búðina út og inn,“ tekur Amar fram. GK Reykja- vík er bútík af bestu gerð að sögn Am- ars og hana einkennir ákveðinn stíll. Heildarhugmyndin er mjög sterk og hefur verslunin vakið athygli bæði hér- lendis og erlendis fyrir að vera í fylkingarbrjósti. Fagmennska og falleg föt „Frá því verslunin opnaði var stefnt að því að finna út hvaða fatamerki hentuðu best á snagana. Það er því ólíklegt að ég og íris gemm einhverjar dramatískar breytingar á henni. Þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst þetta fyrst og fremst um fagmennsku, falleg föt og persónulega þjónustu. Það er aðalatriðið en ekki endiiega að um- breytaversluninni," segir Amar. Enginn grænjaxl í tískubransan- um Arnar hefur starfað innan tísku- bransans ff á því hann var sextán ára en nú er hann orðinn þrjátíu og þriggja ára. Hann er því enginn grænjaxl þeg- ar viðkemur tísku. „Ég hef einna helst verið að vinna við ýmis þjónustustörf en hef þó fengið smjörþeflnn af ýmsu öðm. Ég var til dæmis innkaupamaður fyrir Hagkaup í eitt ár. Það var reynslu- ríkur skóli og þegar eigendur GK Reykjavík ákváðu að selja verslunina greip ég tækifærið því tíska og hönnun er mín ástríða. Þetta var ekki mjög stórt stökk fýrir mig vegna áralangrar reynslu í tískubransanum og má því segja að kaupin hafl verið mjög eðlilegt skref fyrir mig. Það verður spennandi að koma aftur í GK Reykjavík og í þetta skiptið sem eigandi," segir Amar. Verður í Innlit-útlit á Skjá einum „fris og ég tökum við GK Reykjavík í september og verður því nóg um að vera hjá mér í vetur, enda mun ég að auki verða þáttastjómandi Innlits-út- lits á Skjá einum ásamt Þómnni Högnadóttur og Nadiu Katrínu Bani- ne," tekur Amar fram. Útsending þáttanna hefst í byrjun september en Arnar og félagar em um þessar mund- ir að vinna að fyrsta þaéttinum. „Þetta er gífurlega spennandi enda er ég að fást við það sem ég hef mestan áhuga á, fallega hlut- i og mannleg samskipti. Ég og stelp- umar emm flottur og ferskur hópur því við emm öll svo ólík og höfum ólík- an smekk og stfl. Við emm hvert sín týpan. Það kemur svo bara í ljós hvort Iimlit-útlit heldur sinni uppmnalegu mynd eða ekki, en það er allt í vinnslu," segir Amar Gauti. Gekk í lið með Arnari „Hugmyndin að kaupum GK Reykjavík kom þannig til að Arnari Gauta, sem er góður vinur minn, var boðið að taka við versluninni þegar fyrri eigendur hennar, Kolbrún Petrea Gunnarsdóttir og Gunnar Hilmarsson ákváðu að selja hana. Arnar vantaði samstarfsaðila og þá kom ég til sög- unnar," segir íris Björk Jónsdóttir, verslunareigandi og athafriakona. „Við vomm fyrst í röð kaupenda því Amar hefur lengi vel unnið hjá GK og lá þetta því frekar beint við.“ Fengum gullmola í hendurn- ar Ekki er von á miklum breyting- um á GK Reykjavík að sögn Irisar enda er stíllinn orðinn frekar fast- mótaður. „Það er þegar búið að byggja verslunina mjög mikið upp og ber hún ákveðin einkenni. Þetta er fallegasta verslunin á landinu og ætlum við Arnar að halda henni þannig. Við emm svo sannarlega búin að fá gull- mola í hendumar og ætlum okk- ar því að fara vel með fjársjóð- inn," segir Iris. Á von á miklu fjöri „Ég er rosalega spennt fyrir því að taka við rekstri GK Reykjavík. Þetta var að vísu frekar stórt stökk fyrir mig, en ég hugsaði samt málið vel áður en ég stökk út í djúpu laugina. Ég er nefni- lega að fást við ýmislegt annað til við- bótar við þetta og er meðal annars ein af þremur eigendum efnalaugarinnar Úðafoss. Ég ætla ekki að sleppa takinu af því fyrirtæki og verður það alltaf bamið mitt," tekur íris fram. íris og Guðrún systir hennar ásamt eigin- manni Guðrúnar, Pálma Bergmann, eiga fyrirtækið saman. Faðir systranna stofnaði efnalaugina og rak hana í tæp fjörutíu ár. „Þetta er fjölskyldufyrirtæki og því sleppir maður takinu ekki auð- veldlega. Ég ákvað hins vegar að fjár- festa í GK Reykjavík því það er mjög áhugaverður vettvangur og verð ég með puttana í fjármálum verslunar- innar. Það verður eflaust mikil vinna að vera á tveimur stöðum í einu en ég býst samt við miklu fjöri. Það er betra að hafa nóg að gera heldur en ekkert," segir Iris. Tískubransinn nýr heimur „Tískubransinn er nýr heimur fyrir mér og er rekstur GK Reykjavík því frumraunin. En ég mun fást mikið við fjármálahliðina og hef góða reynslu á því sviði," segir Iris. Hún er þó ekki al- veg ókunn tísku og hönnun því hún hefur fengist mikið við innanhúss- hönnun ásamt Helgu Nínu, arkitekti hjá Byko. „Það er ákaflega skemmtilegt að starfa við innanhúshönnun en ég lít samt á það sem áhugamál. En vegna reynslu minnar á því sviði má segja að ég hafl nokkra reynslu af hönnun þótt það tengist ekki endilega famaði," út- skýrir íris. Tvíburadæturnar eru líf mitt og yndi Þessa dagana nýtur Iris þess að vera í fæðingarorlofi en hún eignaðist tvíbura á síðasta ári. „Stelpumar em líf mitt og yndi. Ég hef verið í fæðingaror- lofi frá því þær fæddust en ég stefni á að hefja vinnu á ný í vetur þegar þær fá pláss á leikskóla. En hvað sem því líð- ur, hlakka ég mikið til að takast á við ný verkefni vetrarins og verður spennandi að hella sér út í tískubransann," segir íris. Arnar er traustsins verður „Það mætti halda að ég væri óróleg yfir því að hefja nýjan rekstur því hann er svo mjög ólíkur því sem ég hef verið að fást við áður. En sú er alls ekki raun- in,“ segir íris með bros á vör. „Við Am- ar tökum þessum nýja rekstri mjög ró- lega og emm með báða fætur á jörð- inni. Svo er Amar líka alveg frábær og mjög klár strákur sem veit hvað hann er að gera. Hann er tilvalinn samstarfs- aðili og sá eini sem ég treysti mér til að hefja svona samvinnu með. iris@dv.is íris Björk og Arnar Gauti munu taka við rekstrf GK Reykjavík í byrjun sept- ember Segjasthafa fengið gullmola i hendurnar og ætla þau þviað hugsa vel um fjár- sjóðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.