Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2005, Blaðsíða 13
DV Fréttir
Spænsk-ís-
lensk orðabók
Edda útgáfa og Háskólinn
í Reykjavík rituðu í gær undir
samning um útgáfu spænsk-
íslenskrar orðabókar. Há-
skólinn mun leggja til
aðstöðu og mannafla
í verkið, en Edda út-
gáfa gefur bókina út. f j|§f
DV greindi fr á því í
vikunni að Björgólfur
Guðmundsson hefur ákveðið
að styrkja verkefnið um 15
milljónir. Björgólfur er eig-
andi Eddu printing and
publishing LLC. Auk þess er
hann stjómarformaður Eddu
útgáfu.
Ofurskattar
lækki
Félag íslenskra bifreiða-
eigenda hefur hafið undir-
skrifasöfnun á
www.fib.is gegn því
sem félagið kallar
ofursköttun á elds-
neyti. Félagið segir
ríkisvaldið halda
eldsneytisverði háu
með gjöldum, á
sama tíma og heimsmark-
aðsverð er í hámarki. Fé-
lagið hvetur stjórnvöld til
að lækka gjöldin sem em að
sögn félagsins tæp 60% af
verði hvers bensínlítra.
Félagið segir ráðamenn ekki
hafa tekið vel í slíkar tillög-
ur hingað til en vona að
undirskriftalistinn hafi áhrif
áþá.
Æsilegur eltingarleikur á fimmtudagskvöld
Lögreglan elti hóp
mótorhjólamanna
Lögreglan veitti hóp manna á
mótorhjólum eftirför á fimmtudags-
kvöld. Nokkur hjólanna vom mæld
á um 120 kílómetra hraða á Sæbraut
um miðnætti og hugðist lögreglan
stöðva för þeirra. Hópurinn hafði þá
tilmæli lögreglunnar um að nema
staðar að engu og reyndi að komast
undan á þó nokkrum hraða. Lög-
reglan elti að sögn vitna á tveimur
bílum en mótorhjólin, sem höfðu
nokkurt forskot, dreifðu sér. Eftir þó
nokkurn eltingarleik vom fjögur
hjólanna stöðvuð við Fossvogsveg.
Tekin var skýrsla af ökumönnum en
þeim leyft að halda sína leið að því
loknu. Ekki er vitað hversu mörg
mótorhjól komust undan. Málið
verður sent áfram að lokinni rann-
sókn. Ekki er vitað til þess að vegfar-
endur hafi lent í hættu vegna eftir-
fararirinar. En því er þakkað hversu
seint um kvöld eltingarleikurinn átti
sér stað.
Landhelgisgæslan leigir varðskipið Óðin í kvikmyndina Feðr-
anna flagg fyrir milljón krónur á dag. Clint lét loka veginum
við Sandvík til að íslendingar á rúntinum lentu ekki í mynd-
inni hjá honum. Stórir vatnsstrókar sáust úr Qarska þegar
sprengjum var varpað í sjóinn.
Varðskipið Qðinn verður
herskip i Feðrnnnn flaggi
Um 500 íslenskir aukaleikarar hófu störf í dag við kvikmyndina
Feðranna flagg. Þeim sem keyrðu framhjá tökustað kom á óvart
að mitt í öllum æsingnum úti á sjó, umkringdur smábátum, var
varðskipið Óðinn. Landhelgisgæslan leigir Óðin til Warner Bros
í kvikmyndina. Verðið er milljón krónur á dag.
„Við leigjum Wamer Brothers eitt
skip með áhöfn á meðan á tökum
stendur," segir Dagmar Sigurðar-
dóttir upplýsingafulltrúi Landhelg-
isgæslunnar. Tökur hófust í gær á
stórmynd Clints Eastwood, Feðr-
anna flaggi, í Sandvík. Einnig verður
varðskipið Týr lánað ef unnt verður
vegna anna.
Óðinn er bandarískt herskip
Sprengingar, fjöldi skipa og ekki
skemmdu flugæfingar bandaríska
varnarliðsins stríðsstemninguna.
Það em ekki eingöngu fimm
hundruð íslenskir aukaleikarar sem
leika í myndinni heldur einnig varð-
skipið Óðinn. Að sögn Dagmarar átti
að vera búið að leggja Óðni en því
var frestað svo að skipið gæti komist
á hvfta tjaldið. Þrátt fyrir að Óðinn
líkist nú ekki bandarísku herskipi þá
bjóst Dagmar við að því yrði kippt í
liðinn. „Þeir breyta svo útlitinu á
skipinu í tölvunni, býst ég við.“
Óðinn verður við tökur þar til í síð-
asta lagi nítjánda ágúst, en reiknað
er með að tökur verði búnar tveimur
dögum fyrr.
í Óðni er einnig áhöfn frá Land-
helgisgæslunni sem getur gripið inn
í fari eitthvað úrskeiðis við tökur.
„Þeim finnst ömgglega gott að hafa
okkur þarna öryggisins vegna,“ segir
Dagmar.
Clint lokaði veginum
Þegar blaðamaður DV hugði á
heimleið mætti honum vegatálmi.
Öryggisvörður gekk að bílnum og til-
kynnti að verið væri að kvikmynda í
átt að veginum og því mætti að sjálf-
sögðu ekki keyra framhjá á meðan.
Vegurinn var lokaður í um tuttugu
mínútur. Á þeim tíma söfnuðust níu
bílar í halarófu, meðal annars lög-
Vel merkt Tökustaðurinn 1 Sandvík er vel merktur. 1 fjarska sést„bandariska herskipið" Óðinn.
_
reglubíll sem fékk enga sérmeðferð
hjá öryggisvörðunum. Útlendingar í
fremsta bflnum vom pirraðir út í
Clint fyrir að teíja för sína en aðrir
létu ekki töfina á sig fá. Fóru út úr
bflnum og horfðu á stíðið hans
Clints.
johannis>dv.is
Húsbréf
Innlausn
húsbréfa
Frá og með 15. ágúst 2005 hefst innlausn
á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum:
1. flokki
1. flokki
2. flokki
2. flokki
3. flokki
2. flokki
2. flokki
3. flokki
1989
1990
1990
1991
1992
1993
1994
1994
59. útdráttur
56. útdráttur
55. útdráttur
53. útdráttur
48. útdráttur
44. útdráttur
41. útdráttur
40. útdráttur
Innlausnarverðið er að finna i Morgunblaðinu
laugardaginn 13. ágúst.
Innlausn húsbréfa fer fram hjá íbúðalánasjóði, í
bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja
þar einnig frammi upplýsingar um útdregin húsbréf.
íbúðalánasjóður
Borgartúni 21 I 105 Reykjavík I Sími 569 6900 | Fax 569 6800 [ www.ils.is
z
-<
H
H
-n
50
►
m
■
m
Z
Z
in
lo
O
Z
VOGABÆR
www.vogabaer.is sími 424 6525