Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2006, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2006, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 Sport 0V ( Svissneskt gull hjá brettastelpum VETRARÓLYMPÍULEIKARNIR ÍTÓRÍNÓ Anja Párson frá Svíþjóö tókst ekki að fylgja eftir góöum sigri í sviginu á miðvikudag í stórsviginu á vetrarólympíuleikunum í Tórínó í gær. Hún fékk kjörið tækifæri til þess þar sem Janica Kostelic treysti sér ekki til að keppa vegna veikinda en náði sér ekki á strik í þokunni sem var í Daniela Meuli vann gull í stórsvigi á skíðabretti í Tórínó í fyrradag. Hún hafði betur í úrslitunum gegn hinni ungu Amelie Kober ífá Þýska- landi eftir að hafa unnið Rosey Fletcher ffá Bandaríkjunum í undanúrslitum en hún hlaut þó brons í sárabætur. Var þetta annað gull Sviss í greininni en Schoch-bræðumir unnu gull og silfúr fyrr í vikunni. Fletcher var sigurstrangleg en féll í brautinni gegn Meuli. Hún var þó hæstá- nægð með bronsið enda var þátttaka hennar bæði í Nagano og Salt Lake City martröð líkust. Óvænt japanskt gull Shizuka Arak- awa ffá Japan vann mjög óvænt gull í listhlaupi kvenna á skautum í fyrra- kvöld en hin bandaríska Sasha Cohen, sem var með forystu eftir fyrrihlutakeppn- innar, varð að sætta sig við ann- að sætið. Rússar, sem unnu allar aðrar greinar í listhlaupinu og ís- dansinum, urðu að sætta sig við brons hjá Irinu Slutskayu. Cohen mistókst því að viðhalda sigur- göngu Bandaríkjanna í greininni en löndur hennar hafa unnið gull í greininni á síðustu tveimur leikum. Austurríkismenn bannaðir? Alþjóðaólymp- íuneffidin hefur ekki enn gert neitt í málum Austurrík- is á vetrarólympíu- leikunum en Heins Jungwirth, starfs- maður austurríska ólympíusambandsins, sagði í vikunni að nefndin hefði hafnað þeirri hugmynd að kjósa um hvort banna ætti austum'ska íþróttamenn ffá næstu vetrar- ólympíufeilcum. Fréttastofa Reuters hermir hins vegar að enn eigi eftir að taka ákvörðun um það. Mikill styr hefur staðið um austurríska sidðagönguliðið og ólöglega lyfjaneyslu þess. | Julia Mancuso Fagnaði gullinu vel og innilega en lét þó kórónuna vanta sem sést á innfelldu myndinni. brekkunni í gær. Það var hins vegar hin bandaríska Julia Mancuso sem vann fyrsta gull Bandaríkjanna 1 greininni í 22 ár. / r r Julia Mancuso hefur hingað tU fyrst og fremst verið þekkt fyrir að skíða niður brekkurnar á stórmótum með kórónu á hjálmi sín- um. Þó svo að engin hafi kórónan verið í gær var hún sannarlega krýnd sem drottning er hún, öllum að óvörum, vann sjaldséð bandarískt gull í alpagreinunum. Var þetta fyrsta gull banda- rískra kvenna í stórsvigi í 22 ár og það þriðja frá upphafi. Mancuso hefúr aldrei áður fagn- að sigri á stórmóti, hvorki á heims- bikarmótaröðinni, heimsmeistara- keppninni né á ólympíuleikum. Besti árangur hennar til þessa í Tórínó var sjöunda sætið í bruninu en hún hefur þó komið sér þrisvar á verðlaunapall í heimsbikarnum og þá vann hún tvenn bronsverðlaun á síðasta HM. Ekki eru nema þrjú ár síðan hún varð heimsmeistari ung- linga í risasvigi en Mancuso verður 22 ára í apríl næstkomandi. Fádæma öryggi Hún sýndi fádæma öryggi í brekkunni í Sestriere í gær og náði langbesta samanlagða tímanum. Aðeins Anna Ottosson frá Svíþjóð náði betri tíma í seinni ferðinni enda hoppaði hún úr því 13. upp í bronsverðlaunasætið. Stórkostlegur árangur hjá henni og sárabót fyrir Svía en Anja Parson, sem var með næstbesta tímann eftir fyrri ferðina, náði eingöngu sjötta sætinu. Sigur hennar í sviginu á miðvikudag höfðu gefið Svíuum miklar vonir um sjötta gull þeirra á leikunum og fjórðu verðlaun hennar sérstaklega þar sem helsti keppinautur hennar, janica Kostelic frá Króatíu, treysti sér ekki til að keppa vegna veikinda. Finnskt silfur Annar Norðurlandabúi deildi sviðsljósinu með þeim Mancuso og Ottosson en það var hin fmnska Tanja Poutiainen sem vann silfur í gær. Voru það fyrstu verðlaun Finna í alpagreinum frá upphafi og var því ærið tilefni til að fagna hjá Finnum. Hún hefur þó áður fagnað nokkrum sigrum í heimsbikarkeppninni og komst tvívegis á verðlaunapall á HM í fyrra. Ottosson hefur þrívegis komist á pall áður, á heimsbikar- mótaröðinni, þar sem hún hefur einu sinni fagnað sigri. Erfið braut Mancuso vann í gær fyrstu ólympíuverðlaun bandarískra skíðakvenna frá því Picabo Street vann gull í Naganó árið 1998. Hiin hefur aldrei áður verið með foryst- una eftir fyrri ferð og er sigurinn enn merkilegri í þvf ljósi því pressan er mikil í þeirri stöðu. Hún sýndi hins vegar engin veikleikamerki í síðari ferðinni þrátt fyrir að brautin væri mjög krefjandi. Flestir gerðu stór mistök í síðari ferðinni og ófáir heltust hreinlega úr lestinni. Hefði Párson komist á pall í gær hefði hún jafnað árangur Kostelic sem hefur unnið til sex ólympíu- gullverðlauna. Dagný Linda féll Dagný Linda Kristjánsdóttir tók þátt í stórsviginu í gær og féll úr keppni í fyrri umferðinni. Enginn millitími var gefinn upp hjá henni en hún virtist hafa náð sér vel á striken brautin varð henni þó ofviða í erfiðum aðstæðum í Sestriere í gær. Dagný Linda getur þó verið afar stolt af sínu enda náði hún 23. sæti í bæði bruni og risasvigi sem er vonandi aðeins vísbending um það sem koma skal hjá henni á næstu misserum. eirikurst@dv.is Ótrúlegt gengi Svía á vetrarólympíuleikunum í Tórínó Bestu vetrarólympíuleikar Svía frá upphafi Anja Párson Fagnar einu af fimm gullverðlaunum Svia á leikunum til þessa. Hafðist í fimmtu tilraun Hinni tékk- nesku Katerina Neumannova tókst loksins að vinna gull í 30 km skíðagöngu kvenna með frjálsri aðferð en þetta voru hennar fimmtu Ólympíu- leikar. Hafði hún lýst því yfir fýrir leikana að þetta yrðu hennar síðustu og var greinin sú síðasta sem hún tekur þátt í. Neu- mannova, sem er 32 ára, kom í mark á undan Julija Tchepalovu frá Rússlandi sem vann í Nagano árið 1998. Fagnaði hún ógurlega með Luciu, tveggja ára dóttur sinni, sem tók á móti henni í markinu. Svíar hafa undanfarnar tvær vik- ur setið límdir við sjónvarpstækin og fylgst með ólympfuförum sínum keppa í Tórínó. Og þeir hafa ekki orðið fyrir vonbrigðum. Árangurinn í Tórínó er sá besti frá upphafi en aldrei áður hafa Svíar unnið fimm gullverðlaun. Og ekki er öll nótt úti enn því Svíar gætu enn náð verð- launum í íshokkíi karla en úrslitin fara fram um helgina. Það er þó í skíðagöngunni sem Svíar hafa komið langmest á óvart. Þrenn gullverðlaun hafa litið dags- ins ljós og hefur Björn Lind unnið tvö þeirra. Annað þeirra kom að vísu í liðakeppni en árangurinn er ekki síst merkilegur í ljósi þess að Svíar höfðu ekki unnið gull á vetr- arólympíuleikum í tólf ár áður en Lind tryggði fyrsta gullið á fimmta degi leikanna. Árangurinn er enn sætari þar sem nágrannaþjóðinni, Noregi, hefur gengið átakanlega illa miðað við oft áður eins og kom fram í DV Sport í gær. Enginn hefði búist við því að Norðmenn yrðu eingöngu komnir með tvenn gullverðlaun þegar svo langt er liðið á leikana og þess síður að Svíar yrðu komnir með fimm gullna kleinuhringi um hálsinn. Ásamt Lind er Anja Párson skærasta stjarna Svía. Hún fagnaði gulli í svigi kvenna á miðvikudag en náði þó ekki að fylgja því eftir í stórsviginu í gær. Þar varð hins vegar Anna Ottosson óvænt í þriðja sæti og grét hún ekki þann árangur. „Ótrúlegt - ég var næstum búin að pakka saman og fara eftir fýrri ferðina," sagði hún en Ottosson náði eingöngu 13. besta tímanum í fyrri ferðinni. Parson var þá í öðru sæti en féll niður í það sjötta. „í hreinskilni sagt er ég fegin. Hún hefur fengið svo marga verðlauna- Nordic Photos/Getty peninga en ég var ekki búin að fá neinn," sagði hún með bros á vör. eirikurst@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.