Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2006, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2006, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 Helgarblað DV Kristlaug María Sigurðardóttir, betur þekkt sem Kikka, er höfundur Ávaxtakörfunnar vinsælu, Vodkakúrsins og Hafsins bláa sem nú hefur verið tekið til sýninga í Austurbæ. Þar er þó bara fátt eitt talið af því sem Kikka hefur skrifað en að auki stofnaði hún fyrir fimm árum fyrirtækið ísMedia og rekur það í samstarfi við Völu vinkonu sína en nú hyggja þær stöllur á útrás. Kikka segist vera landsbyggðar- tútta í eðli sínu, fædd á Akureyri upp úr miðri síðustu öld og varði fyrstu tuttugu árum ævinnar í heimabæn- um fyrir norðan. Þar á hún sterkar rætur þar sem systkini hennar og faðir eru búsett. Hún tók sig þó upp um tvítugt og flutti til Reykjavíkur þar sem hún fór í Fósturskólann og lauk þar námi, hálfþartinn með hangandi hendi, að eigin sögn. „Ég lauk við þennan skóla en mætti illa og stóð mig ekkert sérstak- lega vel,“ segir hún hlæjandi. „Mig langaði samt að verða fóstra því ég hef mjög gaman af börnum þótt ég hafi ekki endiiega ætíað að eiga börn sjálf. Þau koma nefnilega ekki með eyrnabólguna á leikskólann, skil- urðu.“ Kikka hlær dátt, en nú á hún tvö börn, Margréti Dagmar, níu ára, og Sigurð Galdur, átta ára, og tekur móðurhlutverkið mjög alvarlega. „Svo alvarlega að Stína vinkona mín segir að ég sé háð börnunum mínum og aldrei neitt skemmtileg og ekkert hægt að gera með mér. Og það er rétt, ég hef afskaplega gaman af að vera með krökkunum mínum og börnum yfirleitt. En þetta með að ég sé háð krökkunum mínum er þó að breytast og Stína getur vel farið að bjóða mér út að borða." Hverfispöbbinn í Köben huggulegur Þegar Kikka var búin að prófa að vinna hjá Dagvist barna og sex ár á Unglingaheimiiinu fannst henni tímabært að breyta til. Hún ákvað þá að fara til Kaupmannahafnar með fjölskylduna, en Loftur eiginmaður hennar fór þar að vinna verka- mannavinnu og sjálf sótti hún ýmis námskeið í kvikmyndagerð og öðru áhugaverðu. „Margét Dagmar var bara nokk- urra mánaða þegar við fluttum og Sigurður Galdur fæddist úti. Það er yndislegt að vera með smábörn í Kaupmannahöfn og okkur líkaði ofsalega vel þar. Svo var auðvitað huggulegt að geta farið á hverfispöbbinn og fengið sér einn öllara af og til og spjallað við ná- grannana um það hvort Kaup- mannahöfn væri ennþá höfuðborg íslands eða ekki,“ segir hún og kímir. Bermúdaskálin minnisstæð Það var tilviljun sem réð því að Kikka fór að skrifa en þegar hún var að Ijúka starfi sínu á Unglingaheimil- inu var í gangi keppni hjá Sjónvarp- inu um drög að kvikmyndahandriti. „Ég skrifaði niður hugmynd og mitt handrit var sent til Genfar og var eitt af tíu sem fengu viðurkenningu. Ég var einmitt að spá í það um dag- inn hvort ég ætti ekki að draga hand- ritið fram og endurskrifa það því það fór auðvitað beint ofan í skúffu. En til að æfa mig frekar fór ég að skrifa út- varpsleikrit og lauk einmitt við fyrsta útvarpsleikritið mitt daginn sem fs- lendingar fengu einhverja Bermúda- skál í bridds. Ég man þegar ég setti lokapunktinn á handritið klukkan sjö um morguninn aö þá var verið að segja frá þessu í útvarpinu. Ég skrif- aði svo nokkur útvarpsfeikrit áður en ég flutti til Danmerkur." Þá hló Þorvaldur í Danmörku skrifaði Kikka svo Ávaxtakörfuna í samstarfi við Þor- vald Bjarna, en hugmyndin var miklu eldri. „Ég þekktí Þorvald fyrir og einhvern tíma þegar við vorum að keyra til Akureyrar sagði ég honum söguna um Ávaxtakörfuna. „Eigum við ekki bara að gera söngleik úr þessu?" sagði Þorvaldur og ég missti mig af hlátri. Ári seinna fór ég svo að skrifa þetta og þá kom Gunnar leikstjóri inn í ferlið og var strax ákveðinn í að setja þetta upp. Það var aðeins öðruvísi með hug- myndina að Hafinu bláa, ég var búin að vinna gróflega að hugmyndinni í eitt ár og var svo stödd í London með Þorvaldi þegar ég sagði honum frá þessu. Nú var það ég sem stakk upp á söngleik og hann sem hló. Ég held hann hafi séð fyrii: sér að við yrðum að sýna þetta neðansjávar, í Reyk- vavíkurhöfn kannski eða á Halamið- um," segir Kikka og hlær enn. Hafið bláa var frumsýnt í Austur- bæ síðastíiðinn sunnudag og fékk góðar viðtökur. „Þetta er ekki jafn hápólitískt verk með boðskap og Ávaxtakarfan er, en þetta er meira ævintýri um hugrekki og að þora að taka áhættuna. Ef maður gerir aldrei neitt þá gerist auðvitað aldrei neitt. Svo er þetta líka saga um hetjuna sem fer ekki sjálfviljug af stað en lætur sig hafa það og kemur þroskaðri til baka." leytí á þýskum au pair-dreng sem Kikka er sjálf með í vinnu. „Það er reyndar ekki mjög margt líkt með þeim, þessi í myndinni vinnur fyrir miklu dramatískari mömmu en ég er. Við vorum á kvik- myndahátíð í Berlín um daginn og kynntum verkefnið og fengum góðar undirtektir. Það er mikil vinna að standa í þessu öllu og það sem háir okkur Völu er að við erum bara með einn strák í vinnu á skrifstofunni hjá okkur. Við þurfum að auka við staff- ið von bráðar.“ Kikka segir ekki trúlegt að Ávaxtakarfan verði álíka Verkefni og Latibær og þær stefni ekki endilega á Ameríkumarkað. „Við erum að vinna í þessu í Kína, Japan og Þýskalandi eins og er. Magnús Scheving er að gera flottasta og dýrasta barnaefnið í heiminum og óþarfi að fara alltaf þá leið, það er til dæmis ekki nauðsyn- legt fyrirÁvaxtakörfuna, sem verður í styttri og einfaldari þáttum. Svo er ég með heimildamynd í vinnslu um Reykjanesbrautina," segir Kikka og brosir að undrunarsvip blaðamanns. „Ég byrjaði á þeirri mynd þegar þeir tóku fyrstu skóflustunguna að breikkuninni, en myndin fjallar um sögu brautarinnar og sögumaðurinn er Reykjanesbrautin sjálf. Svo verða allavega þjóðsögur, draugasögur og lygasögur dregnar fram og vænting- ar fólks um þennan nýja veg. Vinnsla myndarinnar fylgir framkvæmdum við brautina og myndin verður tilbú- in um leið og vegurinn." Á réttum stað Mikið að gerast í Austurbæ Fyrir fimm árum stofnaði Kikka fyrirtækið ísMedia og vinkona hennar Vala kom inn í fýrirtækið þremur árum seinna. Þær hafa að- stöðu í Austurbæ sem nú er í eigu Nýsis, en ísMedía á rekstrarfélagið um Austurbæ með Nýsi. Það er mik- ið fram undan í Austurbæ og verður þar full starfsemi þar til húsið verður algerlega tekið í gegn, en núna eru arkitektar að vinna að nýju skipulagi hússins og verður spennandi að sjá þegar þetta sögufræga hús hefúr tek- ið öllum breytingunum sem eru fyr- irhugaðar. „Við erum sjálfstætt leikhús og framleiðslufyrirtæki og fjármögnum þetta sjálfar eða finnum fjárfesta að verkefnunum okkar. Sparisjóðurinn hefur verið bak- hjarlinn okkar og veitir okkur veg- lega styrki en með Hafið bláa feng- um við fjórar milljónir frá Leiklistar- ráði og IsMedía fékk fjármagn til að borga okkur Þorvaldi höfundarlaun- in í formi listamannalauna. Það auð- veldar þetta gífurlega, en svona sýn- ing kostar milli 20 og 30 milljónir króna þegar allt er talið." Ávaxtakarfan og Vodkakúrinn í útrás Það er ýmislegt framundan hjá Kikku því IsMedia er komið í útrás með Ávaxtakörfuna og Vodkakúrinn. Þá er Kikka líka að skrifa handrit að sjónvarpsmynd með þýskri konu, en handritið ber heitið Gúnther goes North og byggir að nokkru „En þetta með að ég sé háð krökkunum mínum er þó að breytast og Stína getur vel farið að bjóða mér út að borða." Kikka RekurfyrirtækiO IsMedía ásamt þviaö skrifa sögur, leikrit og kvikmyndahandrit.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.