Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2006, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2006, Síða 28
28 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 Helgarblaö DV <íkt /iu/'lioiu/i/tt/ut Þórdís Brynjólfsdóttir, fyrrverandi handboltastjarna, mun halda upp á eins árs afmæli dóttur sinnar um þarnæstu helgi. „Þetta er búið að vera ótrúlega fijótt að líða og í rauninni finnst mér eins og ég hafi verið að fæða hana í síð- asta mánuði," segir Þórdfs sem er ekki viss um að hún snúí aftur f handbolt- ann. „Ég er sjálf byrjuð að æfa í World Class en ég veit ekki með boltann. Kannski maður byrji á næsta tímabiii," segir hún en Þórdís spilaði með FH. „Eins og staðan er f dag hef ég ekki saknað handboltans. Það er svo gott að vera heima á kvöldin með barnínu og manninum f staðinn fyrir að vera á endalausum æfingum um kvöldmatarleytið. Hins vegar stefni ég á að fara í nám f haust og ætla að skella mér i hönnun í Iðnskólanum í Hafnarfirði," segir Þórdfs sem er á leiðinni til Tenerife eftir tvær vikur með fjölskyldunni. Gosh-varablýantur „Þessi er frá Gosh og heitir Pink Cloud. Hann er svona ljós, brún- bleikur og mjög flottur. Yfirleitt set ég á mig smá varablíant og ég er mjög ánægð með Gosh-vörurnar.“ Gosh-gloss „Þessi gloss er eiginlega glær. Ég nota miklu frekar gloss en ef ég vil fá meiri lit nota ég varalitinn." 3HE&SKISS - Augnhára- ; brettari „Ég er algjörlega háð augnhára- brettaranum mínum. Yfirleitt mála ég mig ekki mikið, set aðeins á mig maskara og gloss en augnhárabrettarinn er ; hættulega ávanabind- andi.“ Athafnakonan Ragnhildur Magnúsdóttir, fyrrverandi útvarps- kona, er með mörg járn í eldinum. Ragga, eins og hún er kölluð, örvæntir ekki þótt hún hafi sagt starfi sínu lausu á útvarpsstöð- inni Kiss FM enda vel menntuð heimskona hér á ferðinni. „Ég er ein af þeim sem flnnst skemmtilegt að vinna og hef gaman af því að takast á við ögrandi verk- eflii," segir Ragnhildur Magnúsdóttir útvarpskona. Það vakti mikla athylgi þegar Ragga, eins og hún er kölluð, sagði upp störfúm á útvarpsstöðinni Kiss FM en þar hafði hún unnið síðan 2003. Ragga segir enga óvild milli hennar og ráðamanna á Kiss FM, það hafi einfaldlega verið kominn tími til að prófa eitthvað nýtt. Ragga er vel menntuð og tækifær- in eru mörg og hún hefur litlar áhyggjur afþví að vera atvinnulaus til lengdar. Hún er með BA-próf í stjórn- málafræði frá háskóla í San Francisco í Bandaríkjunum en hún bjó í Berkel- ey í Norður-Kaliforníu og tók auk þess námskeið í faginu í Háskóla ís- lands eftir að hafa flutt heim frá Bandaríkjunum. Hún hefur auk þess unnið á verðbréfamarkaði í Banda- ríkjunum, rekið nýsköpunarfyrirtæki á íslandi og framleitt sjónvarpsaug- lýsingar og tónlístarmyndbönd fyrir íslenskan og evrópskan markað. Er svolítill einfari „Ég fæddist í Reykjavík en er upp- alin í litla fallega sjávarþorþinu Stykkishólmi. Mamma mín og fóst- urpabbi ákváðu að flytja út þegar ég var átta ára og á næstu tíu árum flutt- um við að meðaltali einu sinni á ári, annað hvort innan Bandaríkjanna eða til íslands og út aftur," segir Ragga sem viðurkennir að rótleysið hafi haft áhrif á hennar karakter. „Ég þekkti náttúrulega ekkert annað en í kjölfarið hef ég rosalega aðlögunar- hæfni enda hef ég alltaf þurft að byrja upp á nýtt. Það erfiðasta var samt að kveðja vinina sem ég hafði eignast á hverjum stað. í dag á ég fáa en góða vini sem hafa reynst mér vel,“ segir hún og bætir við að hún sé svoh'till einfari í sér. „Þótt ég elski fólk og sé ofsalega opin er ég nettur lóner.“ Samsæriskenningar á litla íslandi Ragga segist vita til þess að Gróa á Leiti hafi farið á fullt skrið þegar frétt- ist af uppsögn hennar á Kiss FM. Þótt hún elski ísland segir hún baktalið og slúðrið sem fýlgi svona litlu samfé- lagið ákaflega þreytandi. „Það höfðu einfaldlega orðið svo miklar breyt- ingar, bæði á stjómendum fyrirtæk- isins, dagskrár- og framkvæmda- stjórum, eigendum og stefnunni al- mennt. Fyrst reyndi ég að fylgja flæð- inu en sumt sem var að breytast var ekki samkvæmt minni sannfæringu. Ég var undir restina í því hlutverki að leysa af í annarra manna þáttum sem tekur tíma að móta, svo sem í morg- unþættinum, og var einfaldlega ekki að þrífast lengur í starfinu. Ég hefði viljað bara vera á þeim tíma sem ég var upphaflega, með fasta vakt þrjá tíma á dag. Ég sá ekki fyrir mér ffam- tíð þama lengur og fannst ég hafa lært það sem ég vildi læra á þessum Stjórnmálafræð- ingur Ragga kláraði stjórnmálafræðina í háskóla I Bandaríkj- unum þegar hún var aðeins22ára. stað og á þessari útvarpsstöð og ákvað að segja þetta gott. Þetta var erfið ákvörðun en um leið og ég var búin að taka hana hef ég ekki snúið aftur eina sekúndu og fer með bros á vör aftur á atvinnumarkaðinn, góða reynslu og ffábærar minningar. Hins vegar var þetta engin skyndiákvörð- un,“ segir hún og bætir við að það sé algjör óþarfi hjá fólki að ímynda sér hinar ýmsu samsæriskenningar í kringum brottför hennar. „Ég hef heyrt að ég og fyrrverandi samstarfs- kona mín, Guðrún Dís Emilsdóttir, höfum verið reknar með skömm en það er algjör misskilningur. Það er ekkert dramatískt við þetta og alls enginn heimsendir þótt við séum hættar. Þetta er svolítið fjöl- miðlatýpískt - að halda að fólk hljóti að fara í einhverjum leiðindum eða að það hljóti nú að hafa verið upp- sagnir og læti. Soldið dramatískt finnst mér. Ég útskýrði mitt mál og af hverju ég vildi ekki semja um endur- ráðningu og er bara hætt. Þetta er allt í góðu." Ragga flutú til íslands aftur þegar hún var 25 ára. Hún ætlaði sér aðeins að kíkja heim en hefur verið hér síð- an. „Þetta æxlaðist einhvern veginn enda var gott að vera komin aftur. Ég hafði ekki komið til íslands í fjögur ár áður en ég settist hér að og var orðin algjör Ameríkani í mér," segir Ragga. Það vita það fáir en Ragga er íþrótta- kona sem keppú bæði í víðavangs- hlaupum og frjálsum íþróttum öll háskólaárin úú. Hún er enn að hlaupa og æúar meira að segja að skella sér í maraþonið í sumar. „Ég fer ekki í hlaupið til að keppa, er ein- faldlega að þessu fyrir sjálfa mig því það er gott að hafa eitthvað til að stefna að,“ segir hún og bætir við að hún hlaupi ein nokkrum sinnum í viku úú í náttúrunni. Varðandi framtíðina segist Ragga horfa björtum augum fram á við. Hún býst við að vera hér á landi en æúar sér þó að kíkja til úúanda á hverju ári enda vön að vera á þeyúngi um heiminn. „Eins og staðan er í dag er ég að skoða ýmsa möguleika sem tengast sérverkefnum í fjölmiðlageir- anum. Einnig hef ég verið að skoða félagasamtök því ég hef áhuga á að gera eitthvað sem lætur gott af sér leiða. Ég held nefnilega að ég sé nett- ur samfélagshippi í mér efúr öll þessi ár í Berkeley." indiana@dv.is Kanebo-gel „Þetta gel frá Kane- , bo er alveg ómissandi. ' Ég er ekki mikið fyrir að púðra mig og nota eigin- lega aldrei kökumeik. Þetta gel hressir hins vegar aðeins upp á and- litið og ég hef notað þetta síðan ég byrjaði að mála mig.“ Clinique-maskari „Ég er að prófa þennan maskara í fyrsta skiptið og hann er langt því frá að vera sá besú. Maskarinn frá Helenu Rubenstein er hins vegar í uppáhaldi. Ég kaupi mér alltaf maskara sem eiga að lengja og þykkja þótt ég þurfi í irauninni ekki á því að halda." Lancome-varalitur „Þennan ljósbleika vara- ' lit frá Lancome nota ég stundum. Annars nota ég ekki mikið varaliti, miklu frekar gloss og smá varablý- j| ant." r * Ri IIOTEL ^ i w ;i !«• fct* hl á Fjalakettinum á Uppsölum bar & bistro iréhirúvt Aðalstræti 16 Komdu inn úr kuldanum í rjúkandi heita stemmningu Fáðu Sangria á barnum, pantaðu glóðheitan spánskan mat eldaðan af matreiðslumönnum Fjalakattarins Leyfðu vínþjónunum að velja gott spánskt vín fyrir ykkur og njótið lífsins um leið og það er stjanað við ykkur!!! Pantaðu borð í dag í síma 514-6060 X WYVW. iMAKKARtNf'ilS HEILDVERSLUN air BAR&CAtK Aðalstræti 16 Eldhúsið opið alla daga vikunnar 11:30 til 22:00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.