Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1987, Blaðsíða 7

Freyr - 01.10.1987, Blaðsíða 7
Stéttarsamband bænda starfar í takt við þjóðfélagið Aöalfundur Stéttarsambands bænda var að þessu sinni haldinn á Eiðum. Par hafa aðal- fundir þess verið haldnir tvisvar áður, árin 1965 og 1977. Pó að allföst hefð hafi myndast á því hvernig aðalfundir Stéttarsambandsins fara fram eru það oft ákveðin mál eða aðrir atburðir sem halda minningu hvers fundar á lofti. Pannig tengjast aðalfundinum 1965 minningar um mikið kal og harðæri á Austur- landi og fundsins 1977 er minnst fyrir það að þar var samþykkt að óska eftir lagaheimild til að hafa stjórn á búvöruframleiðsunni. Undanfarin tvö ár hafa aðgerðir hins opin- bera við að draga úr framleiðslu mjólkur og sauðfjárafurða þrengt að hag bænda. Þó að þessar aðgerðir hafi átt sér nokkurn aðdrag- anda brugðust margir bændur hart við þeim eins og fram hefur komið í blaðaskrifum og ályktunum frá fundum. Enn sér ekki fyrir allar afleiðingar þessara aðgerða en á hinn bóginn má segja að viðurkenning sé að vaxa á því að aðgerða var þörf til að draga úr framleiðslu mjólkur og sauðfjárafurða. Eitt af því eftirminnilega við nýliðinn aðalfund er því hve fulltrúar sneru vel bökum saman um þær stjórnunaraðgerðir sem í gangi eru við að hafa hemil á offramleiðslu búvara. Jafnframt var horft til framtíðarinnar og samþykkt ítarleg ályktun um stefnumörkun Stéttarsambandsins. Þar segir m.a. að stefnt skuli að því „að bændur njóti í raun sambæri- legra kjara, fjárhagslega og félagslega, við aðra landsmenn. Til þess að svo megi verða þarf búvöruframleiðslan á hverjum tíma að vera í sem nánustu samræmi við óskir og þarfir þjóðarinnar og markvisst þarf að vinna að aukinni hagkvæmni í búrekstri og í vinnslu og sölu búvara.“ Nánar er kveðið á um einstök atriði, sem leggja ber áherslu á, í tíu liðum. Ýmsu svipar þar til hliðstæðrar ályktunar um stefnumörk- un sem gerð var á aðalfundi Stéttarsambands- ins á ísafirði árið 1984. Meðal nýrra áherslu- atriða eru að „leiðbeiningaþjónusta verði aukin og megináhersla lögð á leiðbeiningar til einstaklinga og aðstoð við byrjendur í nýjum búgreinum. Starfandi bændum verði gefinn kostur á endurmenntun.“ Varðandi framleiðslustjórn er ályktað að „búgreinafélögum verði gert kleift að taka upp stjórnun á eigin framleiðslu“ og að við slíka stjórnun „verði aukið tillit tekið til landkosta og möguleika byggða til fjölþættra landnota og nýrrar atvinnuuppbyggingar.“ Að lokum má nefna að í ályktuninni er lýst yfir heilshugar stuðningi við hvers konar við- leitni stjórnvalda til varðveislu byggðar, en jafnframt bent á að vegna þröngrar stöðu sinnar geti sauðfjárrækt ekki tekið á sig byrðar í því sambandi enda hljóti það að vera hlutverk samfélagsins alls. Af því sem hér hefur verið rakið og af öðrum ályktunum aðalfundarins, sem allar eru birtar í þessu blaði, er ljóst að Stéttarsam- band bænda vinnur að því að ísienskur land- búnaður sé í takt við þjóðfélagið enda óað- skiljanlegur hluti þess. Aðalfundi Stéttarsambands bænda 1987 lauk með stjórnarkjöri. Af níu manna stjórn voru að þessu sinni kosnar sex nýir stjórnar- menn. Freyr býður þá velkomna til starfa og þakkar fráfarandi stjórnarmönnum störf þeirra. Jafnframt býður blaðið nýkjörinn for- mann Stéttarsambandsins, Hauk Halldórs- son, velkominn í ábyrgaðarmikið starf og þakkar fráfarandi formanni, Inga Tryggva- syni, störf hans í þágu íslenskra bænda. M.E. Freyr 735
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.