Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1987, Blaðsíða 18

Freyr - 01.10.1987, Blaðsíða 18
Umræður. Fundarstjóri gaf orðið laust til umræðna um skýrslur og reikninga. Agúst Guðröðarson tók fyrstur til máls. Hann ræddi verðfellingu á kjöti af vænum lömbum og efað- ist um réttmæti hennar. Væn lömb hefðu að vonum meiri fituþykkt á síðu en lítil lömb en vöðvar væru að sama skapi meiri, og af vænu lömbunum kæmi besta kjötið. Hann lýsti eftir vísindalegum sönnunum fyrir réttmæti þessa fitumats og efaðist jafnframt um að verðfelling 0-flokks næði til neytenda. Guðbjartur Gunnarsson talaði um ágalla búvörulaganna í sam- bandi við framkvæmd þeirra. Hann taldi kaup Framleiðnisjóðs á fullvirðisrétti farin að valda byggðaröskun. Hann varaði við of stórum einingum í búskap og taldi of stór peningshús valda grisjun byggðar. Framleiðslustjórnina taldi hann ekki nógu markvissa. Gunnar Sæmundsson þakkaði stjórn Stéttarsambandsins vel unnin störf og sérstaklega Inga Tryggvasyni, fráfarandi formanni, störf hans. Hann gagnrýndi frest- un verðhækkana í grundvelli sauð- fjárafurða á síðasta hausti og kvað þá eftirgjöf nema 197 þúsund krónum á meðalbýli. Hann sagði að eitthvert verð yrði að fást í haust fyrir kjöt umfram fullvirðis- rétt og fækkunarsamninga þyrfti að gera við bændur. Gunnar lagði fram tillögu til breytingar á samþykktum Stéttar- sambandsins þess efnis að formað- ur þess yrði kosinn beinni kosn- ingu á aðalfundi. Auk Gunnars höfðu 4 fulltrúar undirritað þá tillögu, en þeir voru Stefán Á. Jónsson, Björn Björnsson, Guð- bjartur Gunnarsson og Halldór Þórðarson. Guðrún Aradóttir sagði að seint gengi að fjölga konum á Stéttar- sambandsfundum, en þó miðaði í áttina. Hún sagði að störf sveita- kvenna væru vanmetin og hefði það m.a. þau áhrif að þær fengju styttra fæðingarorlof en vera ætti og þessu yrði að kippa í lag. Hún taldi gott átak að auglýsa vel upp lambakjötið og það þyrfti að vinna í fullbúna rétti. Hún taldi hæpið að fækka sauðfé í Rangár- vallasýslu og Árnessýslu meira en orðið væri. Halla Kristjánsdóttir tók undir orð Guðrúnar um fæðingarorlof og fleira. Hún vakti athygli á nauðsyn aukinna leiðbeininga við nýjar búgreinar, svo sem loðdýra- rækt, þar sem margan vantaði meiri upplýsingar. Hluti af styrk- veitingum mætti gjarnan koma í formi leiðbeininga. Stefán A. Jónsson þakkaði framlögð plögg og skýrslu for- manns, sömuleiðis störf stjórnar Stéttarsambandsins en gagnrýndi sumt. Ekki fannst honum að höfð hefðu verið nóg samráð við bænd- ur við samningagerð o.fl. Hann átaldi það að við setningu full- virðisréttar var lítið tillit tekið til búmarks og að þeir sem höfðu dregið saman væru órétti beittir. Síðasta magnsamning við ríkis- stjórn taldi hann góðan, en áleit rétt að bera slíka samninga undir fulltrúafund. Þórólfur Sveinsson þakkaði síð- asta búvörusamning. Næstu árin þarf að nota til hagræðingar, en hennar þarf við í landbúnaði sem öðru. Sauðfjárbændur þurfa aukið svigrúm, stærri bú og fjárbúskap þarf að ætla sérstökum svæðum. Nýja atvinnu þarf að byggja upp. Takist það ekki, þýðir það fleiri Hornstrandir. Nauðsyn er að fegra ásýnd landbúnaðar í augum annarra. Útflutningsbætur og of- beit spilla henni. Þórólfur taldi heppilegra að formaður Stéttar- sambandsins væri ekki formaður Framleiðsluráðs. Hörður Sigurgrímsson kvað stjórn Stéttarsambandsins hafa gert margt vel en mistekist annað. Hann minnti á að í upphafi stjórn- ar á framleiðslu mjólkur og sauðfjárafurða, á árunum 1979- Báruplast og efni í stálgrindahús Framleiöum báruplast, vel glaert. Ýmsar stæröir og geröir fyrirliggjandi. l-bitar, vinklar og prófílrör fyrirliggjandi í loödýrahús og önnur stálgrindahús. J. HINRIKSSON HF. Súðarvogi 4, 104 Reykjavík. Símar: 91-84677, 91-84380 og 91-84559 746 Freyr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.