Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1987, Blaðsíða 57

Freyr - 01.10.1987, Blaðsíða 57
Fylgst með umrœðum. Taldir frá vinstri: Hjörtur E. Þórarinsson, Jón Viðar Jónmundsson, Egill Bjurnason, Leifur Kr. Jóhannesson og Jón M. Guðmundsson. nánar um þá hér en vikið að nokkrum atriðum sem þeim tengj- ast. 5.1. Hlutverk Stéttarsam- bandsins. Þær raddir hafa heyrst sem draga í efa að ákvæði búvörulaga um að Stéttarsambandið geti samið fyrir hönd allra bænda um afurðamagn fái staðist. Einnig hefur því verið haldið fram opinberlega að stjórn Stéttarsambandsins hafi ekki um- boð bændastéttarinnar til slíkrar samningagerðar og að bændur hafi aldrei haft tækifæri til þess að fjalla um búvörusamningana. Ákvæði búvörulaganna er að finna í 4. grein þar sem segir að Stéttarsambandið fari með fyrir- svar framleiðenda búvara við framkvæmda laganna. Ennfremur segir í 3. mgr. sömu greinar að samningar, sem Stéttarsamband bænda gerir skv. a-lið 30. greinar skuli vera bindandi fyrir fram- leiðendur viðkomandi búvara hvort sem þeir eru félagar í Stétt- arsambandi bænda eða standa utan þess. Hliðstæð staða mun vera varð- andi samtök eigenda höfundar- réttar og hefur þegar reynt á þau ákvæði fyrir dómi. Varðandi stöðu stjórnar og samninganefndar Stéttarsam- bandsins til slíkrar samningagerð- ar gagnvart félagsmönnum skal á það bent að í 2. grein samþykkta Stéttarsambandsins, þar sem fjall- að er um hlutverk þess, segir í 4. málsgr.: „Það velur samninganefnd sem fer með samningsumboð samkv. 3. málsgrein 4. greinar laga nr. 46/ 1985 skv. a-lið 30. greinar sömu laga.“ Fyrsti búvörusamningurinn sem gerður var í ágúst 1985 var sam- þykktur í einu hljóði á aðalfundi þá um haustið. Á aðalfundinum á Hvanneyri var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða: „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1986 leggur mikla áherslu á að gengið verði hið fyrsta frá bú- vörusamningi milli bændasamtak- anna og landbúnaðarráðherra fyrir verðlagsárin 1987—1988, 1988—1989 og 1989—1990. Vísar fundurinn til 10. greinar núgildandi búvörusamnings um að samningsgerð verði lokið fyrir 1. september 1986. Greirtargerð Með setningu búvörulaganna í júní 1985 var ákveðið að draga úr útflutningsbótum og laga búvöru- framleiðsluna sem mest að þörf- um innlenda markaðarins. Til að bændur geti skipulagt framleiðslu sína og gert sér grein fyrir hvaða framtíð þeir eigi við þann búrekst- ur sem þeir stunda nú er brýnt að semja í sumar um það magn bú- vara sem þeim verður tryggt fullt verð fyrir næstu ár.“ Samkvæmt 8. grein samþykkta Stéttarsambandsins fer aðalfund- urinn með æðsta vald í öllum mál- um þess. Stjórn Stéttarsambandsins telur því að með samþykkt þessari hafi henni verið falið fullt umboð til þess að ganga frá samningum við ríkið um magn afurða. 2. Skarfshólsmálið. Miklar umræður hafa spunnist vegna kröfu Jóns Jónssonar bónda á Skarfhóli í Ytri-Torfustaða- hreppi um að fá afhent úr afurða- stöð kjöt sem féll utan fullvirðis- réttar hans. Sýslumaður Húnvetninga hefur nú úrskurðað að Jóni skuli afhent kjötið og byggist úrskurður hans á því að tilkynning um fullvirðisrétt hefði ekki borist Jóni fyrir lok sláturtíðar. Afstaða stjórnar Stéttarsam- bandsins í þessu máli er sú að með búvörusamningnum hafi Stéttar- sambandið fyrir hönd allra innleggjenda sauðfjárafurða ráð- stafað allri innlagðri framleiðslu haustið 1986 til sölumeðferðar og upþgjörs. I 6. grein búvörusamningsins er ákvæði um að í lok verðlagsársins, þ.e. eigi fyrr en eftir 31. ágúst, fari fram uppgjör á þeim hluta fram- leiðslunnar sem ekki hefur selst á innlendum markaði og farið til útflutnings eða er í birgðum. Þá eru í 29. grein búvörulag- anna ákvæði um hvernig fara skuli með uppgjör fyrir sauðfjárafurðir innan fullvirðisréttar sem lagðar eru inn í haustsláturtíð, hafi verið gerðir samningar á grundvelli a- liðar 30. greinar laganna. Er hér átt við ákvæðin um stað- greiðslu afurðaverðs. Freyr 785
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.