Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1987, Blaðsíða 54

Freyr - 01.10.1987, Blaðsíða 54
deildarinnar lengi veriö þannig, að stóráföllun hefur orðið að mæta með lántökum og verulegur hluti aðstoðar hefur verið í vaxtalágum eða vaxtalausum lán- um. Vanskil á þessum lánum hafa aukist síðustu ár og námu þau 47 milljónum króna hinn 10. júní síðastliðinn. Innheimta hefur ver- ið hert síðustu vikur og hefur það skilað nokkrum árangri. Framtíð Bjargráðasjóðs hefur verið til verulegrar umræðu að undanförnu og sterkar raddir ver- ið uppi um að leggja hann niður í núverandi mynd eða binda verk- svið hans við tjón í hefðbundnum landbúnaði. Engar ákvarðanir hafa enn ver- ið teknar í þessu efni. 3.8. Bændahöllin. Á árinu 1986 voru teknar í notkun tvær hæðir með hótelherbergjum og aðrar tvær í lok marsmánaðar 1987. Allt gistirými hefur nú verið tekið í notkun og er hótelið nú með 380 rúm í 218 herbergjum. Herbergjanýting var 74,73% 1986 á móti 73,14% 1985. Reiknað er með að 1987 verði herbergjanýting 63% og ekki verði náð þeirri nýtingu sem hér hefur verið, eða rúmlega 70%, fyrr en árið 1989. Rekstur hótelsins gekk frekar vel á árinu og afkoma var viðun- andi. Næstu ár er gert ráð fyrir erfiðri greiðslustöðu vegna lána er tekin hafa verið vegna nýbygging- arinnar. I nýgerðri rekstrar- og greiðsluáætlun er ekki gert ráð fyrir að fullar afskriftir náist fyrr en eftir 10 ár. Samþykkt var á fundi stjórnar Bændahallarinnar í febrúar sl. að greiða kr. 1,2 milljón til eigenda, Búnaðarfélags íslands og Stéttar- sambands bænda, í hlutfalli við eignarhlut þeirra í Bændahöllinni. Þ.e. kr. 800 þúsund til B.í. og kr. 400 þúsund til Stéttarsam- bandsins. í árslok 1986 var byggingar- kostnaður orðinn kr. 634 milljónir, þar af var eigið fé kr. 153 milljónir, hvoru tveggja á verðlagi nú. Fasteignamatsverð Bændahall- arinnar var 1. desember 1986 kr. 496.408.000 og brunabótamat 1. janúar 1987 kr. 1.184.036.778. 4. Verðlagsmál. Þegar aðalfundur Stéttarsam- bands bænda var haldinn á Hvanneyri í júní 1986 var ekki lokið gagnaöflun þeirri, sem Hag- stofa íslands vann þá að fyrir Verðlagsnefnd búvara. Verðlagsnefndin kom nýskipuð saman til fyrsta fundar 12. ágúst 1986. Á þeim fundi var ákveðið að úrvinnsla á gögnum fyrir haustverðlagningu miðaðist við að gerðir yrðu tveir grundvellir, ann- ar fyrir sauðfjárbú og hinn fyrir kúabú. Að baki þessari ákvörðun lá annars vegar ákveðinn vilji neytendafulltrúa fyrir því að þessi háttur yrði á hafður og hins vegar samþykktir bændafunda um að rétt væri að hafa grundvellina tvo. Á fundum næstu daga lagði forstöðumaður Búreikningastofu landbúnaðarins fram gögn úr bú- reikningum 1985 og hagfræðingur Stéttarsambandsins upplýsingar sem aflað hafði verið, m.a. úr skattframtölum. Á fundi 19. ágúst var samþykkt að miða magntölur verðlags- grundvalla við fjögurra ára meðal- tal búreikninga, þ.e. áranna 1982—1985 að báðum meðtölum, og væru þá búreikningar hafðir til viðmiðunar. Komu einnig fram hugmyndir um að ákveða bráðabirgðaverð fram í september eða til septem- berloka, þar sem stutt væri til verðlagsáramóta. Hinn 27. ágúst var síðan ákveð- ið bráðabirgðaverð framreiknað frá 1. júní og var hækkunin 2,86% frá júníverði. Á fundum í byrjun september voru kynntar niðurstöður Hag- stofu íslands á könnunum sem gerðar höfðu verið meÓ víðtæku úrtaki úr skattframtölum bænda frá 1984. Fyrr á sumrinu höfðu megin- þættir þessarar könnunar verið skýrðir í nefndinni. Þá voru einnig kynntar niðurstöður Bygginga- stofnunar landbúnaðarins um kostnað við byggingu útihúsa. Mikil fundahöld voru í nefnd- inni í september. Á fundi 24. sept- ember var eftirfarandi bókað: „Verðlagsnefnd búvöru er sam- mála um að ganga frá sérstökum verðlagsgrundvelli fyrir sauðfjár- afurðir, sem miðast við afurðir af 400 ærgilda búi. Vísað er til bókunar frá 27. ágúst sl. sbr. fréttatilkynningu. Nefndin hefur þegar orðið sam- mála um flesta gjaldaliði verðlags- grundvallar samkvæmt tillögu frá fulltrúum neytenda sem dagsett er 22. september 1986. Fulltrúar framleiðenda telja þó að sam- ræma beri magn fóðurs og áburð- ar annars vegar og flutningslið hins vegar. Þá telja fulltrúar fram- leiðenda að afskrifta- og vaxtaliðir séu vanreiknaðir. Nefndin er sam- mála um að sameina 5. og 6. lið teknamegin í tillögu neytenda og verði textinn „Aðrar tekjur og frestun á verðhækkunum til 1. september 1987“. Upphæð þess liðar verði mismunur á endanlegri gjaldahlið grundvallarins annars vegar og samtölu úr þeim tekjulið- um sem tölusettir eru 1—4 í tillögu neytendafulltrúa". Á fundi Sexmannanefndar 3. október var gjaldahlið sauðfjár- grundvallarins ákveðinn kr. 1.750.814. Þá var samþykkt að meðalverð sauðfjárafurða til bænda yrði það sama og í áður- samþykktum bráðabirgðagrund- velli. Einstakir liðir voru reiknaðir þannig, að gærur hækkuðu milli ára um 6% að meðaltali. Breytt flokkun dilkakjöts kom þannig fram að það magn dilka- kjöts sem áætlað er að fari í O- flokk var reiknað 7% en verðhlut- föll héldust óbreytt frá júnígrund- velli 1986. 782 Freyr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.