Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1987, Blaðsíða 44

Freyr - 01.10.1987, Blaðsíða 44
og draga úr birgðum þessara afurða. Málinu var því frestað. í apríl sl. sendi svo stjórnin landbúnaðarráðuneytinu ályktun þar sem þess er óskað að við gerð næstu fjárlaga verði þannig staðið að fjármögnun sjóðsins að hann geti uppfyllt hlutverk sitt. Þess má geta að í málefnasamn- ingi núverandi ríkisstjórnar er fjallað um eflingu Jarðasjóðs en ekki er ljóst með hvaða hætti það skuli gert. 1.19. Alyktun þar sem lögð er áhersla á að gengið verði hið fyrsta frá búvörusamningi milli bændasamtakanna og landbún- aðarráðherra fyrir árin 1987— 1990. í september 1986 var gengið frá samningi fyrir verðlagsárið 1987/ 1988 og í marz var lokið við gerð samnings fyrir árin 1988—1992, en þá hafði aðlögunartími búvöru- laganna verið lengdur um tvö ár. Nánar verður vikið að þessari samningagerð í sérstökum kafla. 1.20. Ályktun þar sem fjallað er um rekstrarfjárstöðu Aburðar- verksmiðjunnar, ársfjórðungs- legar breytingar á áburðarverði í verðlagsgrundvelli og mismun- andi greiðslukjör á áburðar- verði. Alyktun þessi var send stjórn Aburðarverksmiðjunnar og land- búnaðarráðherra. Þegar ljóst var að hækkun áburðarverðs á þessu ári yrði innan viðráðanlegra marka þótti ekki ástæða til að krefjast þess að hækkun áburðarverðsins yrði dreift. Ekki hefur tekist að útvega Aburðarverksmiðjunni innlent lánsfé. Hins vegar hefur áfram- haldandi lækkun á gengi dollarans og hraðari innheimta gert það að verkum að fjárhagsstaða verk- smiðjunnar hefur batnað veru- lega. Þessi bætta staða gerði það að verkum að hækkun áburðarverðs varð mun minni nú í vor en undan- farin ár. Veruleg breyting varð á greiðslukjörum verksmiðjunnar, m.a. er nú boðið upp á fast verð í mánuðunum febrúar — septem- ber miðað við staðgreiðslu áburð- arins. Ríkissjóður lagði fram fjármuni að upphæð 120 milljónir króna til að draga úr þörf fyrir áburðar- verðshækkun. 1.21. Alyktun þar sem lögð er áhersla á að staðið verði við ákvæði 3. tölul. 29. gr. búvöru- laganna um greiðslu vegna birgðahækkana. Við verðlagningu búvara 1. des- ember sl. kom upp ágreiningur í Sexmannanefnd um það hvort bændur ættu rétt á hækkun afurðaverðs vegna verðhækkunar á birgðum. Fulltrúar neytenda höfnuðu kröfu framleiðenda um slíka hækkun, þrátt fyrir ótvíræð ákvæði 12. greinar búvörulag- anna. Voru meginrök þeirra þau að óeðlilegt væri að bændur fengju ársfjórðungslega hækkun verðlagsbreytinga á verði vöru sem þeir hefðu þegar fengið stað- greidda. Málinu var vísað til yfir- nefndar. Meirihluti yfirnefndar féllst á kröfu bænda. Rökstuðningur nefndarhlutanna fyrir yfirnefnd og úrskurður nefndarinnar var send- ur öllum stéttarsambandsfulltrú- um sl. vetur og verður því ekki nánar greint frá einstökum efnis- atriðum í þessari skýrslu. 1.22. Ályktun þar sem skorað er á Framleiðsluráð og Land- búnaðarráðuneytið að tryggja að bændur fái greitt grundvall- arverð fyrir ull og að niður- greiðslur á ull verði mismun- andi eftir gæðaflokkum. Ályktunin var send landbúnaðar- ráðherra. Mikill ágreiningur hefur verið um ullarverð síðustu mánuði og verður nánar vikið að því í kaflanum um verðlagningu búvara. Þess skal þó getið hér að þegar niðurgreiðsla ríkissjóðs á uil var ákveðin í maí sl. var ákveðið að hún yrði breytileg eftir flokkum. 1.23. Alyktun þar sem átalið er að frjáls álagning á búvörum hafi valdið hækkun á verði til neytenda. Einnig var því mótmælt í ályktun- inni að Fimmmannanefnd sinnti ekki tilmælum Framleiðsluráðs um verðlagningu á hrossakjöti og kartöflum 1986. Ályktunin var send Fimm- mannanefnd. 1.24. Ályktun um kjötmat. Ályktunin var send landbúnaðar- ráðherra og yfirkjötmatsmanni. Á sl. hausti kom aðeins hluti hinnar endurskoðuðu reglugerðar um kjötmat til framkvæmda, þ.e. hluti þeirra breytinga sem snerta mat sauðfjárafurða. Gert er ráð fyrir að aðrar breytingar á reglu- gerðinni komi til framkvæmda um áramót. Það sem án efa er viðkvæmast í þessu efni er mat og verðlagning feitasta hluta dilkakjötsins, O- flokksins. Til þess að greiða fyrir sölu þessa kjöts var verðmunur á kjöti í O-flokki og l.fl. dilkakjöts aukinn nokkuð á sl. hausti eða í 11,2%. Þessi verðmunur er gerður í þeim tilgangi að kjötsalar geti snyrt kjötið, fjarlægt hluta af fit- unni og selt það síðan á sama verði og l.fl. kjöt. Að mati kjötsala er þessi munur ekki nægur til þess að greiða fyrir sölu O-flokksins, a.m.k. ekki feitasta hluta hans. Stjóm Stéttarsambandsins telur hins vegar illfært að auka til muna verðfellingu á O-flokkskjöti eins og málinu er nú háttað þar eð slík aðgerð myndi koma mjög hart niður á hluta framleiðenda. Hins vegar verði ekki hjá því komist að mæta svo sem kostur er kröfum markaðarins í þessu efni. Stjórn Stéttarsambandsins hefur því ósk- að eftir því við landbúnaðarráðu- neytið að O-flokkarnir verði tveir og verði verðfelling á feitasta kjöt- inu aukinn frá því sem nú er og er 772 Freyr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.