Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1987, Blaðsíða 37

Freyr - 01.10.1987, Blaðsíða 37
meðferð á kjöti sem lendir í honum. Til máls tóku: Einar E. Gísla- son, Sigurður Baldursson, Ari Teitsson og Þórður Pálsson. Tillagan var tekin til athugunar í nefndinni og afgreiðslu frestað. Matarhlé kl. 12:30 - 14:00. 10. tillaga allsherjarnefnar. Agúst Guðröðarson lagði að nýju fram þá tillögu sem síðast var frestað. Var hún lítið eitt breytt. ,Aðalfundur Stéttarsambands bœnda 1987 skorar á Framleiðslu- ráð að það beiti sérfyrir því að O- flokks skrokkar fari ekki í smásölu án þess að þeir séu hlutaðir niður og fitusnyrtir. Pá beinir fundurinn því til Fimmmannanefndar að athuga leiðir til að ákveða slátur- og heildsölukostnað þannig að sem svipuðust verðhlutföll verði milli flokka til framleiðenda og í heild- sölu. Jafnframt telur fundurinn að endurskoða beri ákvarðanir um verðfellingu þessara flokka efunnt reynist að koma þessu kjöti á markað með fyrrgreindum hætti og miða þá verðfellinguna við það hversu kostnaðarsamt þetta reynist". Samþykkt samhljóða. Emil Sigurjónsson flutti enn 5. tillögu allsherjarnefndar.v Nú var hún á þessa leið: „Aðalfundur Stéttarsambands bœnda 1987 beinir því til stjórnar þess að koma á fót starfshópi til að vinna að breyttri skipan ellilífeyris- mála bænda. Breytingarnar miði að því að bændum verði gert kleift að taka ellilífeyri fyrr en núverandi lög heimila ef þeir hætta að mestu eða öllu leyti framleiðslu kindakjöts og mjólkur en sitji áfram á jörð sinni. Fullvirðisréttur jarðarinnar sé geymdur ónýttur þar til kynslóða- skipti fara fram, enda séu þau tilkynnt með ákveðnum fyrir- vara“. Samþykkt samhljóða. 13. Tillaga nefndar um stefnu- mörkun. Haukur Halldórsson flutti þessa tillögu að nýju og gerði grein fyrir þeim breytingum sem nefndin hafði gert á henni. „Síðustu ár hafa verið íslenskum landbúnaði átakamikill og erfiður reynslutími. Prátt fyrir óskir Stétt- arsambands bœnda allt frá árinu 1968 fengust heimildir til stjórnun- ar mjólkur og kindakjötsfram- leiðslu ekki lögfestar fyrr en 1979 en þá var framleiðsla þessara greina 20-30% umfram innan- landsneyslu og skilaverð á er- lendum mörkuðum orðið mjög lágt. Með samþykkt búvörulaganna nr. 4611985 hefur Alþingi markað stefnu í málefnum landbúnaðar- ins nœstu ár. Stefnumörkun þessi og samningar um afurðamagn á grundvelli 30. greinar búvörulag- anna til nœstu 5 ára hefur dregið úr þeirri óvissu sem ríkti í málefnum landbúnaðarins og skapað svig- rúm til nýrrar atvinnuuppbygg- ingar í sveitum. Framkvæmd þessarar breyttu stefnu og aðlögun landbúnaðarins að nýjum aðstæðum verður megin viðfangsefni bænda og samtaka þeirra á næstu árum. Megintilgangur þessa starfs er að bœndur njóti í raun sambæri- legra kjara, fjárhagslega og félags- lega, við aðra landsmenn. Til þess að svo megi verða þarf búvöru- framleiðslan á hverjum tíma að vera í sem nánustu samrœmi við óskir og þarfir þjóðarinnar og markvisst þarfað vinna að aukinni hagkvœmni í búrekstri og í vinnslu og sölu búvara. Pví ályktar fundurinn eftirfar- andi um framkvœmd landbúnaðar- stefnunnar. I. Fjölskyldubú verði áfram ríkj- andi rekstrarform í íslenskum landbúnaði. Stefnt verði að því að bœndur sem byggja afkomu sína eingöngu á landbúnaði geti haft bú sem með hagkvæmri tækni og eðlilegu vinnuálagi veiti fjölskyldu sam- bærilegar tekjur og aðrar starfs- stéttir njóta. Leitað verði leiða til að bændur geti notið orlofs og reglulegra frídaga. II. Framleiðsla mjólkur og kjöts miðist fyrst og fremst við innlenda markaðinn og rík áhersla verði lögð á að þœr landbúnaðarafurðir sem þjóðin þarfnast séu sem mest af innlendum toga. Er það í sam- rœmi við stefnu flestra þjóða í okkar heimshluta og byggist m.a. á öryggishagsmunum. III. Afram skal lagt kapp á að þróa nýjar og gjaldeyrisskapandi búgreinar og nýta alla hagkvæma útflutningskosti. Efla ber iðnað sem byggi á hráefnum frá íslensk- um landbúnaði. IV. Hinirýmsu kostirsem landið býður upp á verði nýttir til fjöl- þættrar atvinnustarfsemi samhliða öflugu átaki í uppgrœðslu lands og varðveislu náttúruauðlinda. V. Rannsóknir í þágu landbún- aðarins verði efldar með tilliti til breyttra aðstæðna. Leiðbeiningaþjónusta verði aukin og megináhersla lögð á leiðbeiningar til einstaklinga og aðstoð við byrjendur í nýjum bú- greinum. Starfandi bændum verði gefinn kostur á endurmenntun. VI. Búgreinafélögunum verði gert kleift að taka upp stjórnun á eigin framleiðslu. Kjötfram- leiðendur hafi samráð sín á milli. Við stjórnun framleiðslunnar verði aukið tillit tekið til landkosta og möguleika einstakra byggða til fjölþættra landnota og nýrrar at- vinnuuppbyggingar. VII. Framleiðsluhættir í land- búnaði mótist fyrst og síðast af viðleitni til að mæta fjölbreyttum þörfum og óskum neytenda og stöðugt verði unnið að vöruþróun og markaðssetningu í sama augna- miði. Vinnsla og markaðssetnig bú- vara verði sem mest í höndum fyrirtœkja bænda og undir þeirra stjórn. VIII. Stéttarsamband bænda Freyr 765
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.