Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1998, Blaðsíða 4

Freyr - 01.03.1998, Blaðsíða 4
Frá ritstjórim Sauðfjárrœkt Eins og áður er komið fram verður sú breyting á útgáfumálum Bændasamtaka íslands á þessu ári að útgáfa sérrita BÍ um sauðfjárrækt og naut- griparækt og að hluta hrossarækt verður felld undir útgáfu Freys sem sérstök þemablöð af Frey. Stórar töflur í „Sauðfjárræktinni“ og „Nautgriparæktinni“ verða þó áfram gefnar út sérstaklega en í takmörkuðu upplagi. Þetta er gert annars vegar í hagræðingarskyni en hins vegar í von um að efnið verði lesendum að- gengilegra með þessu móti. Oþarfi er að fara hér mörgum orðum um þann sam- drátt og þrengingar sem gengið hafa yfir íslenskan landbúnað síðustu tvo áratugi. Þessi samdráttur hefur birst hvað augljósast í sauðfjárræktinni en árið 1978, þegar búgreinin stóð með mestum blóma, nam inn- vegin kindakjötsframleiðsla í sláturhús um 15.400 tonnum en á sl. ári, 1997, var innlagt kjöt 7.900 tonn. Innanlandsneysla kindakjöts þessi ár var á sama hátt um 9.800 tonn árið 1978 og komst upp í 10.908 tonn árið 1982, en var 6.700 tonn árið 1997. Útflutningur á kindakjöti hefur staðið með hléum frá því á síðustu öld, fyrst með fé á fæti, síðar sem salt- kjöt og síðustu áratugi sem frosið kjöt. Þessi útflutn- ingur hefur verið mikilvægur íslenskum landbúnaði og búsetu í dreifbýli. Landbúnaður margra landa og landssvæða á sér sína einkennisbúgrein, svo sem vín- yrkju og ávaxtarækt í heitum löndum eða nautgripa- og svínarækt og komrækt þar sem loftslag er tempr- að. A Islandi er sauðfjárrækt einkennisbúgreinin þó að nautgriparækt hafi á síðari árurn orðið umfangsmeiri. Sauðféð hefur í aldanna ráð fallið best að harðbýlu náttúrufari landsins og var löngum þjóðinni þörfust til fæðis og klæðis. Einkennisbúgrein hvers lands og landsvæðis verður óhjákvæmilega mikilvægur þáttur í menningu og menningararfleið þess. Þannig þarf ekki að fara í grafgötur um áhrif sauðfjárræktar og annarra gamal- gróinna búskaparhátta á íslenska tungu og menningu. Jafnframt hefur komið skýrt í ljós á síðari tímum að það er ræktun hins þjóðlega á hverjum stað sem gefur hverri þjóð mest gildi, jafnt heima fyrir og á alþjóð- legum vettvangi. Nærtækt dæmi um það er að sú við- urkenning sem Halldór Kiljan Laxnes hlaut íyrir rit- verk sín sem sóttu efni í þjóðlegan sagnabrunn og voru skrifuð á tungu fámennrar þjóðar. Með miklum tækniframförum í heiminum og sterkum kröfum um efnalega velmegun í hinum ríkari hluta heims, hvað sem þörfum náttúrunnar liði, var svo komið í lok áttunda áratugar aldarinnar að of- framboð var orðið á matvælum í heiminum. Það leiddi til verðlækkunar á mat og jafnvel verðhruns á matvælum umfram þarfir markaðarins. Þetta ástand hefur orðið til hnekkis landbúnaði í fjölmörgum lönd- um og valdið mörgum þjóðum hins vestræna heims miklum fjárútlátum í styrkjum til landbúnaðar. Til að leysa þessi vandamál hafa farið fram margar lotur af GATT-viðræðum og stofnuð hefur verið Alþjóðavið- skiptastofnunin WTO. A íslandi hefur þetta ástand í landbúnaði einkum bitnað á sauðfjárrækt, bæði vegna þess að sauðfjár- rækt á sér sterkari hefð sem útflutningsgrein en aðrar búgreinar, og hefur þar sætt verðlækkunum, og vegna þess að kindakjöt á í harðnandi samkeppni við annað kjöt á innanlandsmarkaði. Þó að flestar búgreinar hér á landi hafi gengið í gegnum erfiðleika og tekjulækk- un er heildarsamdráttur hvergi meiri en í sauðfjárrækt og hlutfallslegur óvíða meiri. A hinn bóginn er sauð- fjárrækt mikilvægasta búgreinin fyrir byggð í dreif- býli hér á landi og því mikilvægari sem lengra er til stæni þéttbýlis eða markaðssvæða. Sauðfjárrækt, sem einkennisbúgrein íslensks landbúnaðar, er jafnframt meira samofin öllu því sem íslenskt getur kallast, eða m.ö.o. íslenskri menningu, en aðrar greinar landbún- aðarins. Þetta kallar á tilfinningaleg viðbrögð til stuðnings sauðkindinni og varðveislu byggðar í dreif- býli. Það gefur t.d. aðra tilfinningu að fara um sveitir í byggð eða um eyðibyggðir. En viðbrögðin geta einnig verið neikvæð þar sem sauðfé er tengt gróður- eyðingu og uppblæstri. Alkunna er hve sauðfé veitir mörgum fjárbóndan- um mikla lífsfyllingu. Hann þekkir gjaman hveija kind með nafni og jafnvel lund hennar. Ofugt við sókn fólks í þægilegt líf finnur fjárbóndinn lífsfyllingu sína í göngum og leitum sem eru sífellt tilhlökkunarefni þótt vitað sé að þeim fylgir oft vosbúð og hrakningar. Þessi átök við náttúruna, þar sem um leið er verið að sækja lífsbjörgina, eru verðmæti sem e.t.v. er erfitt að mæla á kvarða eða vog. Augljóslega væri missir af því ef menn fýsti ekki lengur að fara í göngur. M.E. 4 - Freyr 2/98

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.