Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1998, Blaðsíða 27

Freyr - 01.03.1998, Blaðsíða 27
Garmur frá Lœkjamóti í Vestur-Húnavatnssýslu. Ljósm. Gunnar Þórarinsson. Tvistur undan Sólon 93- 977 afar jafnvaxinn og þéttholda. Annar Sólons- son er Kubbur á Kolgröf- um einnig jafnvaxinn og þéttholda. Vísir Blævars- son (90-974) og Klettur Klettsson (89-930) frá Hömrum eru einnig álit- legir hrútar. I Helgafellssveit og Stykkishólmi þóttu bestir hrútar frá Bjamarhöfn, undan Búa 89-950 og Sól- on 93-977, báðir þokka- lega gerðar kindur, ásamt Þröskuldi frá Gnshóli, undan Álfi 90-973, en hann hefur ágæt lærahold. I Skógarstrandarhreppi voru bestu hrútamir hálf- bræður tveir undan Gný 91-967 úr búi Guðjóns Guðmundssonar á Emmu- bergi. Þeir em Bjartur 96- 385 og Dropi 96-384, báð- ir jafnvaxnir og þokkalega holdfylltir með góða ull. Dalasýsla I Dalasýslu voru sýndir 211 hrútar og vom 208 af þeim veturgamlir. Þetta er ákaflega mikil sýningar- þátttaka, enda víða á bú- um stórir hópar veturgam- alla hrúta úr sæðingum. Veturgömlu hrútamir voru 82,3 kg að meðaltali og fengu 173 þeirra eða 83% I. verðlaun. Veturgömlu hrútamir eru talvert vænni en jafnaldrar þeirra haust- ið áður og flokkun þeirra talsvert betri en þá. I Dalabyggð var haldin ein sameiginleg sýning, fyrir Miðdali að Kvenna- brekku, en á öðmm svæð- um fór skoðun hrútanna fram heima á bæjum. Bjór 96-313 á Dunki Gnýsson (91-967) er jafn- vaxin og ullarprúð kind. Hann fékk einnig mjög góða útkomu úr afkvæma- sýningu nú í haust. Gaui litli 96-322 á Háafelli, undan Hnykk 91-958, er mjög þéttholda og galla- lítill. 96-107 á Höskulds- stöðum Hnykkssonur (91- 958) er vel gerður með sérlega holdmikinn aftur- hluta. Bjartur 96-508 í Engihlíð undan Skjanna 92-968 er samanrekinn holdahnaus en heldur smár. Glampi 96-074 á Spágilsstöðum Gnýsson (91-967) er sérlega jafn- vaxinn og myndarlegur hrútur. 96-077 á Spágils- stöðum, undan Hnykk 91- 958, er virkjamikill með breitt og holdgróið bak og vel holdfylltan afturpart. í Ásgarði era vænir hrútar, þeirra glæsilegastur er Bjartur 96-478 Hnykks- sonur (91-958) með mjög mikil mala- og lærahold en Dreki 96-481, undan Blævari 90-974, er þétt- holda og jafn að allri gerð. Fenrir 96-535 í Rauð- barðaholti Fenrisson (92- 971) er sérlega harðholda með mjög góð mala- og lærahold. Hnallur 96-785 á Breiðabólsstað á Fells- strönd, undan Hnykk 91- 958, er samanrekinn holda- hnaus með mjög mikil hold á baki mölum og lær- um, einnig er ullin mikil og góð. 96-359 Hnykks- sonur (91-958) á Valþúfu hefur mjög góð bak- og malahold. Þróttur 96-550 á Geirmundarstöðum, und- an Dropa 91-975, er sam- anrekinn holdahnaus með ágæta ull. Hann er án efa með betri Dropasonum að gerð. I Saurbæjarhreppi voru hrútar aðeins skoðaðir heima á bæjum eins og verið hefur í seinni tíð. 96-298 á Kjarlaksvöllum, undan Kletti 89-930, er jafn að allri gerð og ullar- góð kind. 96-555 í Innri- Fagradal Hnykkssonur (91-958) er ágætlega þétt- holda kind en þyrfti þó að hafa þykkari bakvöðva. Hrútar Davíðs á Saurhóli era einnig ágætlega hold- samir, Vinur 96-364 sonur Dropa 91-975 er með góð bakhold og sérlega góð lærahold, en Soldán 96- 365, sem er sonur Hörva 92-972, er með sérlega góð bakhold en þyrfti að vera sterkari í læram. Barðastrandar- sýsla í Barðastrandarsýslum vora sýndir samtals 83 hrútar og voru sex af þeim eldri en veturgamlir. Vet- urgömlu hrútarnir vora 81,4 kg að meðaltali og af þeim voru 62 sem dæmd- ust til I. verðlauna eða tæp 75% þeirra. Vænleiki og llokkun veturgömlu hrút- anna á þessu svæði er því mjög lík því sem var haustið 1996. 1 Reykhólahreppi fór skoðun hrúta fram ýmist á sameiginlegum sýningum eða heima á bæjum. Sýn- ingarhaldi eru gerð hér skil eftir gömlu hreppa- mörkunum og því jafn- framt eftir starfssvæði sauðfjárræktarfélaganna. I Geiradal var Bjarmi 96-102 frá Gautsdal, und- an Gný 94-108, án efa at- hyglisverðasti hrúturinn, hann er ákaflega jafnvax- inn holdahnaus en bak- breidd, bak- og lærahold ásamt góðri ull verða þó að teljast til hans bestu kosta. Snær 96-101 í Gautsdal, undan Skjanna 92-968, er einnig álitlegur hrútur. Logi undan Fáfni 90-432 sem er holdgróinn á baki og Jökull Skjanna- son (92-968) báðir frá Kambi era virkjamiklir og þéttholda með góða ull. Fróði frá Borg, undan Álfi 90-973, er jafnvaxinn og baksterkur. í Reykhólasveit var best dæmdi hrúturinn Hóll 96-428 frá Mávavatni, hann er ullargóður með gríðarlega sterkt bak, breitt og holdgróið. Þrár Freyr 2/98 - 27

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.