Freyr - 01.03.1998, Blaðsíða 39
Hörvifrá Hesti íBorgarfirði. Synir hans koma mikið við sögu
afia’œmasýninga þessi misserin. Ljósm. Sveinn Sigurmunds-
son.
voru teknir til dóms. Hann
fékk 122 í einkunn en
þessi hrútur er sonur
Kletts 89-930
I stórri sýningu, þar
sem dæmdir voru níu
hrútar í Bakkakoti í Staf-
holtstungum, fékk hrútur
96-109 bestan dóm og
sýndi verulega yfirburði
með 122 í einkunn. Þessi
hrútur er sonarsonur
Nökkva 88-942.
Snæfellsnes
A Snæfellsnesi voru sýn-
ingar á níu búum. A einu
búi (Mávahlíð) voru sýnd-
ir hópar bæði af hrútum og
gimbrum og á tveim búum
var sýningu tvískipt, ann-
ars vegar í gemlingslömb
og hins vegar lömb undan
fullorðnum ám. Þannig
voru dæmdir samtals 64
afkvæmahópar.
Við sýningu á Ystu-
Görðum í Kolbeinsstaða-
hreppi bar afkvæmahópur
undan Móra 91-582 veru-
lega af og fékk hann 124 í
einkunn. Þetta er sá sami
Móri og vakti verulega at-
hygli á héraðssýningu
haustið 1996 þá til heimil-
is í Mið-Görðum, en hann
er fæddur í Krossholti.
Við skoðun á gimbrum
í Dalsmynni bar hópur
undan Nagla 96-153 veru-
lega af þeim fimm hópum
sem þar voru skoðaðir.
Skoðaður var stór hópur
dætra sem höfðu góða
vöðva og litla fitu. Nagli
er sonur Hörva 92-972 og
fékk 115 í einkunn.
A Hjarðarfelli komu
níu afkvæmahópar til
dóms og þar trónir á toppi
Þokki 93-575 með hóp vel
vöðvaðra og ullargóðra
lamba og fékk 115 í eink-
unn. Þessi hrútur var
haustið 1996 mjög ofar-
lega á héraðssýningu á
Nesinu, þá í Dal, en fór að
Hjarðarfelli þá um haustið
þegar búskapur var af-
lagður í Dal.
1 Mávahlíð voru sýndir
hópar bæði af hrútlömb-
um og gimbrum undan
þremur af úrvalshrútunum
þar. Amor 94-051 sýndi
þar ótrúlega yfirburði þar
sem hann fékk 123 í eink-
unn fyrir hrútlömb og 136
fyrir gimbrar. Amor stóð
ofarlega á héraðssýning-
unni haustið 1996 en hann
er sonur Fóla 88-911.
A Emmubergi á Skóg-
arströnd voru dæmdir sjö
hópar og bar þar Moli 96-
387 verulega af hinum
hrútunum með 120 í eink-
unn fyrir dætur sínar. Moli
er sonur Kletts 89-930.
Dalasýsla
Þar í sýslu voru dómar
unnir á 10 bæjum, á einum
bæði mæld hrútlömb og
gimbrar. Hrútlömb voru
metin á tveim búanna og
samtals dómur á 67 hópa.
A Dunki í Hörðudal
var lang öflugasti hópur-
inn undan Bjór 96-313,
hrútlömb með góð læra-
hold og hvíta ull og fékk
hann 123 í einkunn. Bjór
er undan Gný 91-967.
I Asgarði í Hvamms-
sveit kom til skoðunar
ágætur hópur gimbra und-
an Spak 94-463 og fékk
hann 123 í einkunn fyrir
þær. Spakur er sonur Gosa
91-945.
A Geirmundarstöðum
á Skarðsströnd bar mikið
af hópur undan Tvisti 94-
541 sem fékk 118 í eink-
unn. Tvistur er sonur Gosa
91- 945.
A Klifmýri á Skarðs-
strönd voru tíu hópar
gimbralamba metnir og í
þeim samanburði sýndu
dætur Spaða 96-472 mikla
yfirburði og fékk hann
138 í einkunn fyrir hóp-
inn. Spaði er sonur Hörva
92- 972.
Skoðaðir voru hópar af
gimbrum undan tíu hrút-
um á Kjarlaksvöllum í
Saurbæ. Þar báru af hópar
undan hrút nr. 92-634 sem
fékk 127 í einkunn og syni
hans nr. 95-297 með 129 í
einkunn. Eldri hrúturinn
er frá Innri-Fagradal, son-
ur Stramma 87-919.
A Þurranesi í Saurbæ
kom best út hópur undan
Verdý 94-402 sem voru
feikilega holdgóðar en
nokkuð ullargallaðar
gimbrar en hann fékk 120
í einkunn fyrir hópinn.
Verdý er sonur Dela 90-
944.
Austur-Barða-
strandarsýsla
Við skoðun á gimbrum í
Reykhólahreppi komu til
dóms hópar undan 44
hrútum á sex búum. Lömb
úr þessum hópum voru ný-
rúin þegar dómur fór fram
þannig að ull var ekki
metin.
Við skoðun í Arbæ
komu til dóms sex hópar
og báru þar verulega af
hópar undan Hnykli 95-
023, með 128 í einkunn,
og syni hans Jóel 96-034,
sem fékk 114 í einkunn,
en dætur hans höfðu frá-
bær lærahold.
Við dóm á sjö dætra-
hópum á Kambi sýndi
Logi 96-438 feikilega
mikla yfirburði með 135 í
einkunn. Dætur hans voru
glæsikindur.
Strandasýsla
Afkvæmasýningar í sýsl-
unni voru á 15 búum þar
sem komu til skoðunar
samtals 68 á hópar. Skoð-
un var byggð á hrútlömb-
um á sex af búunum en á
hinum níu voru gimbrar
mældar.
A Bassastöðum var
mjög öflugur hópur hrút-
lamba undan Dal 96-303,
sem fékk 133 í einkunn,
en hann er frá Hafnardal.
Styggur 96-300, sem er
sonur Prúðs 92-278, fékk
einnig góðan dóm með
120 í einkunn.
I Tröllatungu kom
mjög jafn og góður hópur
hrútlamba til skoðunar
undan Danna 94-463 sem
fékk 128 í einkunn. Hann
er sonur Vasks 90-937.
Freyr 2/98 - 39