Freyr - 01.03.1998, Blaðsíða 30
hrútar Pálma Jónssonar á
Akri af. Þeir eru vel
þroskaðir, jafnvaxnir með
frábær bak-, mala og læra-
hold. Jökull 92-455 á þar
þrjá syni og sýnir það að
hann er ágætur hrútafaðir.
Jökull er frá Mávahlíð á
Snæfellsnesi.
I sauðfjárræktarfélagi
Svínavatnshrepps var
besti hrúturinn 96-587 og
er hann í eigu Péturs Pét-
urssonar, Hólabæ. Hann er
vel gerð kind með ágæt
læri en slaka ull. Kollóttu
hrútamir voru fremur
slakir.
Af hrútum sýndum utan
fjárræktarfélaganna voru
veturgamlir hrútar í eigu
Einars Svavarssonar á
Hjallalandi best gerðir,
þroskamiklir og jafnvaxnir.
Skagafjarðarsýsla
Skoðun á fullorðnum og
veturgömlum hrútum í
Skagafirði haustið 1997
fór fram jafnhliða lamba-
skoðun. Skoðun fór alfar-
ið fram heima á búunum
eins og undanfarin ár. Alls
voru skoðaðir 102 hrútar,
24 fullorðnir og 78 vetur-
gamlir, og er þetta mikið
færri hrútar en haustið
1996. Astæða þessa litla
fjölda er fyrst og fremst sú
að 1996 árgangurinn var
ekki sæðingaárgangur og
flestir hrútar fæddir 1995
voru sýndir veturgamlir
haustið 1996. Af fullorðnu
hrútunum fengur 17 I.
verðlaun og af þeim vet-
urgömlu 55 I. verðlaun
eða70%. Veturgömlu hrút-
arnir vógu að meðaltali 81
kg á fæti.
I fullorðnu hrútunum
var ekki mikið um glæsi-
hrúta, þó báru þnr þeirra
af hinum. Bestu þeirra var
Ófeigur 94-340 í Stóru-
Gröf-Ytri. Hann er frá
Mávahlíð, sonur Fóstra
90-943 frá Hjarðafelli.
Hann hefur til að bera
flesta þá kosti sem finna
má í Mávahlíðar- og
Hjarðarfellsfénu. Næstur
kom Illur 95-363 á Ytri-
Hofdölum. Hann er gríð-
arvænn með einstaklega
breitt bak og sérlega hold-
grónar malir og mikinn og
þykkan lærvöðva og þriðji
í röðinni er Kollur, Núma
á Reykjarhóli. Kollur er
mjög vænn með sérlega
mikla frambyggingu,
breitt bak og langvaxinn,
en læri mættu vera betri.
Að lokum er rétt að nefna
háfbræðuma Goða 95-456
á Þorbjargastöðum og
Dofra 95-387 í Ríp, syni
Goða 89-928.
I veturgömlu hrútunum
var um heldur meira úrval
að ræða. Fyrstan skal
nefna Hnall 96-285
Sigmars í Sólheimum.
Hann er kollóttur og met-
fé að allri gerð og með
sérlega sterk lærahold en
mætti vera lengri. Annar í
röð var Öngull 96-641 á
Minni-Ökrum. Öngull er
hreinhvítur kollóttur, katt-
lágfættur og með frábæra
frambyggingu og góð
læri. Þá kemur Riddari 96-
481 í Keldudal, aðals-
merki hans er mikil bak-,
mala- og lærahold. Nagli
96-433 á Syðra-Skörðugil
er skemmtilega gerður
með áberandi þykkan bak-
vöðva, en bæði hann og
Riddari í Keldudal em
sonarsynir Hörva 92-972.
Bósi 96-026 í Ketu er
sonarsonur Gosa 91-945.
Hann er kattlágfættur,
samanrekinn með mikla
frambyggingu, breitt og
vöðvamikið bak og sér-
lega ræktarleg . kind.
Kollóttu hrútarnir Hnykill
96-123 í Ökmm og Skær
96-076 á Deplum eru
báðir mjög athyglisverðar
kindur af hreinu Stranda-
kyni, hreinhvítir, lágfættir
og jafnir að gerð með mik-
il lærahold. Rétt er að
nefna nokkra hrúta sem
hafa áberandi sterka
vöðvasöfnunareiginleika
samkvæmt ómsjánni:
Frissi 96-201 Keflavík
sem auk þess hefur góða
ull, Hjarði 96-395 á Hlíð-
arenda, keyptur frá Hjarð-
arfelli undan Hörva 92-
972, Landi 96-665 á Þor-
steinsstöðum, keyptur frá
Hagalandi Þistilfírði,
Smári 96-324, Óslandi
sem er hreinn Þistilfirð-
ingur og að síðustu Gosi
96-051, Lágmúla, sem er
frábær holdakind en stór-
gallaður í fótum.
I Skagafirði hafa átt sér
stað fjárskipti á all mörg-
um bæjum síðastliðin 12
ár. Fjárskiptaféð hefur
komið úr Þistilfirði, af
Ströndum, úr Reykhóla-
hreppi og af Snæfellsnesi,
auk þess sem keyptir hafa
verið kynbótahrútar frá
þessum svæðum á seinni
ámm. Með tilkomu óm-
sjárinnar hefur verið hægt
að gera sér nokkra grein
fyrir mismuni í kjötsöfn-
unareiginleikum hjá þess-
um fjárkynjum við svip-
aðar aðstæður. Hingað til
hafa heimaræktaðir hrútar
af nokkuð hreinu Hest-
kyni komið best út úr óm-
sjármælingunum, enda
væri annað kannski óeðli-
legt. Einn og einn hymdur
hrútur hefur komið úr
Kirkjubólshreppi og hafa
þeir flestir staðið sig vel.
Kollóttu hrútarnir úr Ár-
neshreppi í Strandasýslu
hafa margir komið vel út
þó að hætt sé við fitusöfn-
un ef ekki er að gáð. Þarna
er fjárstofn sem gaman er
fyrir góða ræktunarmenn
að vinna úr. Af Snæfells-
nesi hafa komið þónokkuð
að góðum einstaklingum,
þó hættir því fé um of til
fitusöfnunar. Kollótta féð
úr Kirkjubóls- og Brodda-
neshreppum er yfirhöfuð
fitulítið en bakvöðvi mætti
vera þykkri. Markviss
blöndun við Ámeshrepps-
fé hefur oft skilað góðum
árangri. Hrútamir úr Þist-
ilfirðinum hafa llestir
komið fremur illa út í óm-
sjánni, en eru að öðru leyti
vel gerðir. Alltaf kemur þó
fram einn og einn mjög
athyglisverður hrútur úr
þeim hópi sem stendur
Hesthrútunum þó ekki á
sporði hvað þessa eigin-
leika varða. Dæmi um
slíka hrúta mátti sjá í
haust.
Eyjafjarðarsýsla
I Eyjafjarðarsýslu voru
hrútar dæmdir heima á
bæjunum þetta haustið.
Þátttaka í sýningunum var
fremur lítil enda vetur-
gamlir hrútar þetta árið
ekki tilkomnir við sæð-
ingar en það hefur mikil
áhrif á fjölda sýndra hrúta
hvort um sæðingahrútaár-
gang er að ræða eða ekki. í
sýslunni vom sýndir sam-
tals 119 hrútar þar af 87
veturgamlir sem vógu að
meðaltali 84,4 kg á fæti og
fengu 72 þeirra eða um
83% I. verðlaun.
30- Freyr 2/98