Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1998, Blaðsíða 17

Freyr - 01.03.1998, Blaðsíða 17
hægt er að gera er hins vegar að bera flokkun falla í fjárræktarfélögunum saman við flokkun fyrir landið í heild. Slíkur samanburður sýnir að frá bændum í fjárræktarfélögunum kemur nær allt það dilkakjöt sem flokkast í úrvalsflokk. Hlutfall í rýrðarflokkun er einnig mjög lágt í samanburði við það sem gerist á landsvísu. Það sem einnig er mjög ánægjulegt er að haustið 1996 er hlutfall falla sem lenda í fitufellingu lægra í fjárræktarfélögunum en fyrir landið í heild þrátt fyrir að fallþungi þeirra falla sé umtalsvert meiri en fyrir landið. Þessi samanburður sýn- ir því umtalsvert meiri gæði á því dilkakjöti sem framleitt er hjá bænd- um í fjárræktarfélögunum en hjá þeim hópi framleiðenda sem utan þess starfs stendur. Slíkt hlýtur að vera jákvæð staðfesting þess að ræktunarstarf það sem unnið er að á vegum félaganna skilar umtalsverð- um árangri í aukinni og betri fram- leiðslu. Ullarþungi ánna Sá þáltur í skýrsluhaldi fjárræktarfé- laganna sem verst hefur tekist til um er að koma á skráningu á meðal bænda um ullarframleiðslu hjá ein- stökum ám. Nokkuð er liðið á annan áratug síðan slík skráning var tekin upp. Hún hefur því miður aldrei fengið neina útbreiðslu og árið 1996 var aðeins að finna slíkar upplýsing- ar fyrir 804 ær í félögunum. Meðal- ullarþungi var 2,65 kg. Þrátt fyrir að um litla ski'áningu á þessum þætti sé að ræða eru breytingar frá ári til árs, sem á þann hátt mælast í magni ull- ar, hverfandi litlar. Þetta er sá þáttur sem hvað brýn- ast er að bændur breyti viðhorfum sínum gagnvart. Eftir að stór hluti yngri ánna víðast um land er rúinn að hausti eða vetra ætti öflun á þess- um upplýsingum að vera mjög ein- faldur verkþáttur á hverju fjárbúi. Ekkert vafamál er á því að þetta eru upplýsingar sem hver og einn bóndi mundi fljótt komast að raun um að eru gagnlegar í ræktunarstarfinu. Afurðir veturgamalla áa Eins og fram hefur komið þá komu til uppgjörs skýrslur um 27.014 vet- urgamlar ær og eru þetta hátt í þijú þúsund færri veturgamlar ær en árið áður. Þetta stafar m.a. af því að bú- um sem eru að koma inn í fram- leiðslu á ný að afstöðnum fjarskipt- um fækkar nú góðu heilli með hverju ári. Þessar skýrslur komu frá 921 búi. Nær allir skýrsluhaldarar skila núorðið skýrslum um vetur- gömlu æmar og nauðsynlegt að slíkt verði ófrávíkjanleg regla hjá öllum skýrsluhöldurum á næstu árum. Fyrir þá af gemlingunum sem höfðu skráðan þunga bæði að hausti og vori hafði meðalþungi ásetnings- gimbranna haustið 1995 verið 40,6 kg og um vorið höfðu þær að jafnaði bætt við þunga sinn 11,2 kg. Þetta eru mjög líkar tölur og árið áður. Af veturgömlu ánum voru 8.339 sem voru hafðar geldar eða 31,2% allra þeirra sem lifandi voru á sauð- burðartíma. Af þeim sem áttu að bera voru 3.050 eða 16,1% geldar, 12.469 eða 67,9% þeirra áttu eitt lamb, 2.821 voru tvílemdar eða 15,4% og 22 voru þrílembdar eða 0,1% þeirra. Hlutfall lamblausra gemlinga er því nokkru hærra en ár- ið 1995, bæði þeir sem hafðar voru geldir eða reyndust geldir. Hjá þeim sem bera er frjósemi hins vegar ívíð meiri en árið áður, öfugt við það sem gerðist hjá fullorðnu ánum. Þetta leiðir því til færri lamba eftir hvern gemling en vorið 1995 eða 0,68 lömb samanborið við 0,7 þá. Að hausti fæst hins vegar að meðaltali sami fjöldi lamba eftir hvem geml- ing eins og þá eða 0,58. Eins og ætíð áður þá er hlutfalls- legur afurðamunur hjá veturgömlu ánum á milli héraða margfaldur miðað við það sem er hjá fullorðnu ánum. Þetta má sjá glöggt á mynd 5 sem sýnir afurðir veturgömlu ánna í einstökum héruðum. Eins og oft skila veturgömlu æmar í Norður- Isafjarðarsýslu, Strandasýslu og Vestur-Húnavatnssýslu meiri afurð- um en þekkist í öðmm hémðum. Eins og hjá fullorðnu ánum em gemlingslömbin vænni haustið 1996 en þau voru haustið áður. Eftir hvern gemling sem skilar lambi að hausti fást því 17 kg af dilkakjöti saman- borið við 16,3 kg haustið 1995. Hver vetrarfóðraður gemlingur skilar 8,9 kg af dilkakjöti að meðaltali. Ullarþungi er skráður hjá 199 gemlingum og reyndist hann að jafnaði vera 2,22 kg. Freyr 2/98 - 17

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.