Freyr - 01.03.1998, Blaðsíða 32
Þetta er líkur fjöldi vetur-
gamalla hrúta og sýndur
var í sýslunni fyrir fjórum
árum en þeir eru nú
tæpum tveim kg léttari en
þá. Af veturgömlu hrútun-
um fengu 114 eða rúm
75% I. verðlaun.
I tveimur vestustu
hreppunum, sem eru á
svæði Bsb. Eyjafjarðar,
var fremur lítil sýningar-
þátttaka. Á Svalbarðs-
strönd var Kolli 96-321 í
Sigluvík bestur hrúta en í
Grýtubakkahreppi skipaði
Krappur 96-015 í Laufási
það sæti.
I Fnjóskadal var allvel
sótt sýning og margir tvæ-
vetrir hrútar sýndir. Þar
voru fáir verulega at-
hyglisverðir einstaklingar
í hópi veturgamalla hrúta
en allmargir góðir tvævet-
lingar, einkum synir þeirra
Goða 89-928, Gosa 91-
945 og Hörva 92-972.
í Ljósavatnshreppi fór
mest af skoðun hrúta fram
heima á bæjunum. Ekki
bar þar fyrir augu neina
mjög öfluga einstaklinga
en margir snotrir hrútar
voru sýndir.
í Bárðardal var sýning
vestan fljóts en hrútar
skoðaðir heima á bæjum
austan fljóts. Vestan fljóts
var Fífill 96-067 í Bólstað
langathyglisverðastur
hrúta. Hann er þroskamik-
ill, fríður og jafnvel gerð-
ur, en aðeins gulur. Austan
fljóts var tvævetur hrútur,
Frank í Sandvík, sonur
32 - Freyr 2/98
Veturgamlir Iv útar Sigurjóns á Eiríksstöðum á Jökuldal.
Þeir eru undan Þrótti frá Leirhöfn. Frá vinstri: Laski,
Bjartur og Stúfur. Ljósm. Þórarinn Lárusson.
Kletts 89-930, athyglis-
verðastur.
1 Mývatnssveit var ekki
mikill fjöldi veturgamalla
hrúta en meðal þeirra sem
sýndir voru eru ýmsir at-
hyglisverðir einstaklingar.
Hjá Eyþóri í Baldursheimi
voru sýndir tveir vetur-
gamlir hrútar frá Græna-
vatni synir Hagalíns þar,
en þessir hrútar hafa feiki-
lega mikil lærahold og
annar þeirra, Lítillátur 96-
576, ákaflega gallalítil
kind. Fífill 96-593 hjá Ey-
steini á Amarvatni er
feikilega holdþéttur og vel
gerður sonur Þéttis 91 -931
og annar mjög góður son-
ur hans er Steinn á félags-
búinu á Ytri-Neslöndum,
sem flest er mjög líkur
bróður sínum Fífli, en
báðir þessir hrútar hafa
erft mikil lærahold frá
föður sínum. Bjartur 96-
558 hjá Valgeiri í Reykja-
hlíð er mjög þroskamikill
hrútur, holþéttur og fögur
kind. Á sýningu í Vogum
voru nokkrir mjög hold-
þéttir synir Galsa 93-963.
í Aðaldal var Gellir 96-
055 í Presthvammi, frá
Holti í Þistilfirði, um margt
langathyglisverðasti
hrúturinn. Þessi hrútur hef-
ur flest bestu einkenni Þist-
ilfjarðarfjárins, feikilega
jafnvaxinn og gallalaus
kind með þétt hold. Ás 96-
051 á sama búi er einnig
mjög góð kind, feikilega
þroskamikill, bakbreiður,
en nokkuð stór kind. I
Klambraseli var skoðaður
allstór hópur af kollóttum
fjárskiptahrútum af Strönd-
um og vom margir þeirra
mjög vel gerðar kindur,
þeir bestu nr 2 og 4 frá
Smáhömmm.
I Reykjahverfi var
Kafli á Litlu-Reykjum
besti hrúturinn, jafnvax-
inn, lágfættur og holdþétt-
ur. Margir hrútanna í
Skarðaborg hafa áberandi
mikil lærahold.
Á Tjörnesi voru fremur
fáir veturgamlir hrútar og
enginn vemlega sterkur
einstaklingur en bestu
hrútar sem þar voru sýndir
vom tveir tvævetrir synir
Kletts 89-930, þeir Sómi
og Svanur í Mýrakoti.
lUorður-
Þingeyjarsýsla
Sýningar vora á hrútum í
Öxarfjarðarhreppi og
Svalbarðshreppi en skoð-
að heima á búum í Keldu-
hverfi og á Langanesi.
Samtals voru sýndir 98
hrútar. Af þeim voru 24
eldri en veturgamlir og 74
veturgamlir. Veturgömlu
hrútamir voru 80,6 kg að
meðaltali. Sýndir voru
nokkuð færri veturgamlir
hrútar en fyrir fjórum ár-
um en vænleiki þá og nú
var mjög áþekkur. Af vet-
urgömlu hrútunum fengu
63 eða um 85% þeirra 1.
verðlaun.
I Kelduhverfi voru fjár-
skipti í stórum hluta sveit-
arinnar fyrir um áratug, en
nokkrir bæir sluppu frá
þeim hremmingum, þann-
ig að fé er af all breytileg-
um uppruna. Hjá Jóhanni
á Víkingavatni, sem býr
við gamla fjárstofninn,
voru góðir hrútar aðfengn-
ir af Snæfellsnesi. Á búum
með fjárskiptafé var besti
hrúturinn Bakur í Grásíðu,
ákaflega fríður, jafnvax-
inn og holdþéttur hrútur.
Á sýningu í Öxarfirði
voru fáir veturgamlir hrút-
ar og engir verulega afger-
andi einstaklingar. Þar var
einnig sýndur allstór hóp-
ur eldri hrúta, meðal
þeirra ágætir einstakling-
ar, en Kollur á Bjamastöð-
um, fjögurra vetra sonur
Vasks 90-937 þeirra öfl-
ugastur.
Á sýningunni í Leir-
höfn gaf að líta mesta
hrútaskostinn á sýningum
í sýslunni á þessu hausti.
Þar stóð efstur Sili 96-
305, feikileg glæsilegur
einstaklingur, sonur Penna
93-989. Næstir stóðu Úi
96-314 á Snartastöðum,
Ver 96-309 í Leirhöfn og
Kölski 96-313 á Snarta-
stöðum, allir mjög vel
gerðir einstaklingar. Fleiri
mjög athyglisverðir hrútar
I