Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1998, Blaðsíða 42

Freyr - 01.03.1998, Blaðsíða 42
Flekka Dísu 95-094 Á myndinni sjáum við Flekku Dísu 95-094 á Skorrastað í Norðfirði. Vorið 1997 átti hún tvœvetlan þessi fjögur lömb og gekk með þau öll um sumarið. Lömbin voru öll sett á um haustið og voru hrútarnir 47 og 42 kg áfœti en gimbrarnar 43 og 32 kg. Samtals er því lífþungi lambanna 164 kg. Haustið 1996, gemlingsárið, skilaði hún af fjalli tveim lömbum sem var slátrað og lögðu sig samtais með rúmum 40 kg afkjöti. Þetta munu fágœtar afurðir. Faðir Flekku er Gráni 93-084frá Húsavík í Kirkjubólshreppi og frá honum mun Flekka hafa erft Þokugenið sem hún sjáanlega býr yfir, en móðir henna Golta 90-019 varfrá Freysnesi í Örœfum. Ljósm. Þórarinn Lárusson. einkunn en eins og fram kemur í grein um hrútasýn- ingar skipaði hann efsta sætið á sýningu í Sval- barðshreppi. Þessi hrútur er sonarsonur Gosa 91-945. Á Hagalandi í Þistilfirði skipaði Blómi 96-695 efsta sæti með 132 í einkunn, með yfirburði fyrir alla þætti. Þessi hrútur er son- arsonur Gosa 91-945. í Holti í Þistilfirði sýndi Uni 96-679 ótrúlega mikla yfirburði en hann fékk 152 í einkunn, en í Holti voru sjö afkvæma- hópar í mælingu. Uni er af líkum ættarmeiði og margir aðrir topphrútarnir í þessum sýningum því að hann er sonarsonur Gosa 91-945. í Laxárdal í Þistilfirði fengu tveir hrútar mjög góðan dóm. Bláus 93-554 fékk 141 í einkunn, sonur Patta 91-518. Gassi 95-596 fékk 126 í einkunn en hann er sonur Goða 89-928. í Ytra-Lóni á Langa- nesi bar af hópur undan Frey 94-002 sem fékk 130 í einkunn fyrir hóp sinn. Múlasýslur Til dóms komu 92 hópur á 23 búum en í Freyshólum var tvöfalt mat hrúta þar sem bæði voru dæmdir undan þeim hópar með hrútum og gimbrum. Ann- ars var meirihluti hópanna myndaðir með mælingum á gimbrum. Á Hauksstöðum í Vopnafirði fékk Lokkur 95-735 124 í einkunn fyrir fremur jafnan hóp gimbra. í Hnefilsdal á Jökuldal bar verulega af hópur und- an Brúsk 93-613 með 126 í einkunn fyrir föngulegan gimbrahóp. Brúskur er kollóttur fjárkaupahrútur frá Litla-Fjarðarhomi í Broddaneshreppi. I Glúmsstöðum á Fljóts- dal var toppurinn Gosi 95- 083 með 129 í einkunn fyrir bakþykkar og ullar- góðar gimbrar. Faðir hans er Gosi 91-945. Á Egilsstöðum á Fljóts- dal skáru sig verulega úr Gráni 92-147 með 123 í einkunn þrátt fyrir að mörg lambanna væm dökk á lit og Garpur 94- 142 með 122 í einkunn. Gráni er fjárskiptahrútur frá Garpsdal í Geiradal og Garpur undan hrút þaðan. 1 Freyshólum vom hrút- ar dæmdir bæði með mælingum á hrútum og gimbmm og bar Þræll 96- 389 mikið af með 134 í einkunn fyrir hrútlömb og 117 fyrir gimbramar. Þræll er sonur Hróa 95-387 sem þama skipaði annað sætið en sá hrútur var fenginn að Freyshólum frá Nönnu Magnúsdóttur á Hólmavík. í Laufási í Hjaltastaða- þinghá sýndi Kraftur 94- 050 mikla yftrburði með 126 í einkunn. í Rauðholti í Hjalta- staðaþinghá stóð efstur Draumur 95-054 með 131 í einkunn, þó að nokkuð skorti á lærahold hjá af- kvæmum hans. í Lundi á Völlum bar Gosi 95-129 af fimm hrút- um sem þar vom sýndir með 120 í einkunn. Hér er enn einn sonur Gosa 91- 945. Á Eyjólfsstöðum í Berufirði bar Flái 96-029 mikið af með sérlega bak- þykkar og þéttvaxnar dæt- ur sem hann fékk 136 í einkunn fyrir. Þessi hrútur er frá Brekku í Lóni undan Fláa 95-505 og dótturson- ur Galsa 88-929. Austur- Skaftafellssýsla Þar í sýslu voru sýningar á 11 búum og komu til skoðunar 49 hópar. Á fjór- um búum voru mælingar á gimbrum en á sjö búum á hrútlömbum. í Fomustekkum í Nesj- um sýndu tveir hrútar úr átta hrúta hópi mikla yfir- burði. Söðull 95-185 fékk 135 í einkunn fyrir mjög bakþykkar gimbrar þó að sumar skorti á lærahold, en hann er sonur Kjóa 89- 954. Leynir 96-106 var með 134 í einkunn fyrir jafnvelgerðan hóp, en sá hrútur er frá Bjamanesi, sonur Dindils 94-024. í Holtaseli á Mýrum sýndi Bætir 96-026 mikla yfirburði með 138 í eink- unn. Bætir er sonur Mjald- urs 93-985 og albróðir hans, Máni 96-015, skip- aði efsta sæti á sýningu í Nýpugörðum með 113 í einkunn. I Lækjarhúsum í Suð- ursveit bar af hópur undan Geisla 96-255, þrátt fyrir gallaða ull, með 119 í einkunn. Þessi hrútur er sonur Garps 92-808. Á Litlahofi í Öræfum voru yfirburðir afkvæma Prúðs 95-358 miklir en hann fékk 123 í einkunn. Vestur- Skaftafellssýsla Þar voru dæmdir þrír hóp- ar á einu búi. Árnessýsla Þrír hópar voru dæmdir í Háholti í Gnúpveijahreppi og voru það allt mjög öfl- ugir hópar en þar bar af hópurinn undan Nikulási 96-591 sem er frá Steins- holti en hann hlaut 107 í einkunn. 42 - Freyr 2/98

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.