Freyr - 01.03.1998, Blaðsíða 24
Hrútasýningar
haustið 1997
Fagráð í sauðfjárrækt gerði
um það tillögur að fyrir-
komulagi sýninga í sauð-
fjárrækt yrði breytt. Haustið
1997 tók sú breyting gildi. Miðað er
við það að sýningar á fullorðnum
hrútum verði fyrst og fremst fyrir
veturgamla hrúta. Um leið verða öll
ár jafngild í sýningarhaldi þannig að
ekki verður lengur aðgreining í aðal-
sýningar og aukasýningar. Þess í
stað verða hrútasýningar fyrir vetur-
gamla hrúta um allt land á hverju ári.
A meðan verið er að framkvæma
breytinguna verða eldri ódæmdir
hrútar teknir til dóms ásamt vetur-
gömlu hrútunum.
Hér er fjallað um sýningarhaldið
um allt land haustið 1997.
Samtals komu til dóms 2617
hrútar á landinu. Af þeim voru 434
eldri en veturgamlir. Hlutu 392
þeirra I. verðlaun eða um 90%.
Meðalþungi fullorðnu hrútanna var
96,9 kg. Veturgömlu hrútamir voru
samtals 2183 og fengu 1877 þeirra
eða um 86% I. verðlaun. Meðal-
þungi allra veturgamalla hrúta var
80,4 kg.
Eftir að tekinn var upp sam-
rekstur hjá sæðingarstöðvunum,
þannig að sæðingar eru svæða-
bundnar að hluta, hefur ásetningur
hrúta mikið breyst. Þau ár sem ekki
eru sæðingar er lítill hrútaásetningur
en hitt árið þegar lömb eru úr sæð-
ingu verður mikill ásetningur lamb-
hrúta. Þetta birtist því haustið 1997 í
mjög mikilli þátttöku í sýningunum
á Vesturlandi en fremur lítilli á
Norðurlandi.
Hér á eftir er í gefið yfirlit um
sýningarhald í hverri sýslu. Um leið
er getið áhugaverðustu einstaklinga
sem þar komu til dóms, vikið að þró-
un í fjárrækt og þáttum sem áhrif
hafa þar á.
Athygli er vakin á því að hefð-
bundnar sýningartöflur er mögulegt
að fá frá BI eins og auglýst er á
öðrum stað í ritinu.
Kisifrá Jaðri í Staðarhreppi í Vestur-Húnavatnassýslu er sonur Gosa á sama bœ. Ljósm. Gunnar Þórarinsson.
24 - Freyr 2/98