Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1998, Blaðsíða 20

Freyr - 01.03.1998, Blaðsíða 20
tegundarheiti og gæðaflokksmerki kjötmatsins. Við sölu kjöts í smásöluverslun- um skal auðkenna og halda að- greindum afurðum eftir kjöttegund, kynferðis- og aldursflokkum. Verðflokkar og verdlagsgrundvöllur Verðlagning á kindakjöti til bænda er opinber. I verðlagsgrundvellinum er kjötinu skipt í 9 verðflokka. Gengið er út frá 7.625 kg fram- leiðslu sem skiptist samkvæmt reynslu í ákveðna gæðaflokka og um leið verðflokka. Verð á verðflokkum til bænda er málamiðlum margra þátta. Sjónarmið markaðarins og neytenda um hvaða skrokkar eru betri söluvara en aðrir varða einnig miklu. Ræktunarsjónarmið, hlutfall vöðva, fitu og beina ráða einnig nokkru. Þá er tekið tillit til nýtingar og í afmörkuðum tilfellum tii dýra- vemdunarsjónarmiða. Núverandi grundvöllur í 3. töflu er sýndur núverandi verðlagsgrundvöllur fyrir kindakjöt. Oft er talað um verðhlutföll á milli gæðaflokka og verðflokka. Þá er verð á algengsta flokknum haft til viðmiðunar. Verðskerðing eða verð- auking er þá á öðrum flokkum út frá ákveðnum kostum og göllum. Verð- hlutföll fyrir dilkaskrokka í janúar 1998 eru sýnd í 4. töflu. Tillögur að nýjum verðlagsgrundvelli Óskir um nýjar reglur um gæðamat á kindakjöti eru um leið óskir um nýj- an verðlagsgrundvöll á meðan opin- ber verðlagning heldur áfram. Þegar verðlagning verður gefin frjáls em nýjar reglur um gæðamat viðmiðun- ar í samningum bænda, afurða- stöðva og neytenda. Mjög ákveðnar óskir komu fram hjá sauðfjárbænd- um um að taka upp reglur um gæða- mat á kindakjöti sem byggðu á regl- um Evrópusambandsins. Rökin fyrir þessum óskum voru: 1. Um 90% framleiðslunnar í einn 20 - Freyr 2/98 3. tafla. Verðlagsgrundvöllur fyrir kindakjöt í janúar1998. Verð- flokkur Gæðaflokkar kr/kg Verð- hlutfall Magn, kg % Alls, kr l DI Úrval 248,68 103,0 165 2,16 41.032 2 DI A 241,35 100,0 5.516 72,30 1.331.286 3 DIB 215,68 89,4 594 7,79 128.114 4 D II 213,62 88,5 287 3,76 61.309 5 D III, V I 186,69 77,4 90 1,18 16.802 6 DIC 178,10 73,8 166 2,18 29.565 7 FI, VIII 111,87 46,4 518 6,79 57.947 8 FIIO, FIII, DIV 76,28 31,6 268 3,51 20.443 9 FIV, HI, HII 26,56 11,0 21 0,28 558 Alls 221,25 7.625 100 1.687.057 4. tafla. Verðhlutföll fyrir kindakjöt í janúar1998 III II A B C Úrval 103 I 100 89,4 73,8 II 88,5 III 77,4 holdfyllingarflokk og 80% í einn fituflokk, sem er allt of gróf flokkun miðað við þann breyti- leika sem fyrir hendi er og ef tek- ið er mið af mismunandi þörfum og óskum kaupenda. 2. Markaður fyrir lambakjöt er að breytast. Meiri áhersla er á ófros- ið kjöt og beinlausar vörur tilbún- ar á borð neytenda. Þess vegna er þörf á að flokka sláturskrokkana nákvæmar, bæði eftir holdfyll- ingu, fitustigi og þá um leið eftir fallþunga. 3. Gildandi mat nýtist mjög illa við ræktunarstarf. Ströng og afmörk- uð fitumörk hafa verið gagnrýnd. Þau hafa oft leitt til þess að kjöt af vel vöxnu fé hefur verið verð- skert. Nýtt gæðamat gæti aukið bjartsýni í sauðfjárrækt með nýj- um viðhorfum í ræktunarmálum, vöruþróun og markaðsmálum. 4. Útflutningur á kindakjöti er talin forsenda fyrir að efla sauðfjár- rækt í landinu. Gildandi kjöt- matskerfi er séríslenskt og það getur valdið erfiðleikum í mark- aðssetningu erlendis. Besti mark- aðurinn fyrir íslenskt kindakjöt er 5. tafla. Hlutföll gæðaflokka lambakjöts í nýju kerfi 1 2 3 3+ 4 Samtals U 0,2 0,2 0,4 0,1 0,9 R 8,7 26,4 7,9 2,6 45,6 O 1,3 24,4 21,3 1,9 0,3 49,1 P 3,2 1,2 4,4 Samtals 4,5 34,4 47,9 10,3 3,0 100,0 i

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.