Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1998, Blaðsíða 40

Freyr - 01.03.1998, Blaðsíða 40
Kliður frá Bergsstöðum í Vestur-Húnavatnssýslu. Ljósm. Gunnar Þórarinsson. í Húsavík var góður gimbrahópur skoðaður undan Örvari 94-374 sem fékk 130 í einkunn. Örvar er sonur Ófeigs 90-230. I Miðdalsgröf bar af hrútahópur undan Gesti 96-461, mjög snotur lömb, en hann fékk 127 í eink- unn. Hann er frá Gests- stöðum undan Gáska 95- 444. A Gestsstöðum mæld- ist og stigaðist langbest hrútahópur undan Snúði 96-484 sem fékk 125 í einkunn. Þessi hrútur er undan Þyrli 94-399 á Hey- dalsá. Hjá Braga á Heydalsá kom til mælinga gimbra- hópur undan Þyrli 94-399 sem taldi 34 gimbrar og fékk hann 116 í einkunn og stóð langefstur hrúta þar. Hjá Gunnari í Bæ í Hrútafirði voru dæmdir gimbrahópar undan tíu hrútum. Þar báru af feðg- amir Kormákur 94-358 með 118 í einkunn og Snær 95-412 með 123 í einkunn. Kormákur er sonur Tuma 90-936. Þess- ir kollóttu hrútar voru þarna í samanburði við hyrnda hrúta að stærstum hluta. Vestur- Húnavatnssýsla Umfang afkvæmasýninga var hvergi á landinu meira haustið 1997 en þar í sýslu þar sem slíkir dómar vom unnir á 27 bæjum, en á þrem þeirra vom mælingar gerðar annars vegar fyrir hrúta og hins vegar gimbr- ar. Samtals voru 172 hópar sem komu til mælinga. Á Þóroddsstöðum í Hrútafirði bar Skjór 96-052 mjög af við dóma á hrút- lömbum með 122 í einkunn en hann er sonur Ljóra 95- 056, sem fékk mjög góðan dóm haustið 1996 og stað- festi hann rækilega aftur við mælingar á gimbmm, þar sem hann fékk 120 í einkunn fyrir 40 dætur sem mældar vom. Á Bjargshóli í Miðfirði kom í mælingu dætrahóp- ur af mjög bakþykkum lömbum undan Salamón 96-277 sem hann fékk 145 í einkunn fyrir. Þessi hrút- ur er sonur Gnýs 91-967. Við mat á gimbrum á Ytri-Reykjum í Miðfirði staðfestist niðurstaða frá haustinu áður að Hamar 90-001 skilaði mun bak- þykkari afkvæmum en aðrir hrútar þar og fékk 127 í einkunn. Á Urriðaá í Miðfirði voru hrútar metnir bæði með mælingu á hrútlömb- um og gimbmm og sumir á báðum hópum. Þrír hrút- ar sýndu þar mikla yfir- burði. I gimbrahópunum fengu tveir synir Gosa 91- 945 mikinn dóm, Gaur 94- 011 fékk 134 í einkunn og Spaði 95-016 125. Við mælingu á hrútlömbum var Spakur 96-15 með 137 í einkunn fyrir öflugan hóp en þessi hrútur er frá Jaðri í Hrútafirði, undan Kapjia 92-004 þar. Á Mýmm II á Heggs- staðanesi komu fram miklir yfirburðir tveggja hrúta; Kostur 94-131, sem er sonur Fóstra 90-943, fékk 140 í einkunn og Spaðagosi 94-133, sem er sonur Gosa 91-945, fékk 127 í einkunn. Á Vatnshóli í Kirkju- hvammshreppi voru tveir hópar sem sýndu mikla yfirburði í hópi níu hópa sem þar vom mældir. Fengur 96-705 var með 130 í einkunn, en hann er sonur Hnykks 91-958, og Miðill 96-702, sem er sonur Álfs 90-973, var með 127 í einkunn. I Grafarkoti í Kirkju- hvammshreppi var mæld- ur mjög öflugur gimbra- hópur undan Kappa 95- 598 með 119 í einkunn. Þetta er kollóttur hrútur og faðir hans, Loki 94-594, frá Heydalsá. I Gröf á Vatnsnesi skip- aði efsta sætið Kliður 95- 107 með 121 í einkunn fyrir mjög jafngóðan hóp, en hann er sonur Gnýs 91- 967. Borgari 93-540 fékk einnig ágætan dóm með 118 í einkunn. Á Syðri-Kárastöðum á Vatnsnesi var hópur mjög bakþykkra gimbra undan Fram 96-284 sem hann fékk 128 í einkunn fyrir. Þessi hrútur er frá Gröf, undan Kliði 95-107, sem að framan er getið. I Lækjamóti í Víðidal staðfestist rækilega ágæti Eggerts 93-302 frá því fyrir tveimur ámm. Við mælingu hrútlamba fékk hann 117íeinkunn og 123 við mat á gimbmm. Austur- Húnavatnssýsla Afkvæmahópar voru dæmdir á einu búi í sýsl- unni, Hæli í Torfalækjar- hreppi, þar sem sex hópar gimbra voru mældir. Hóp- ur undan Búra 96-598 bar langt af með 133 í eink- unn. Hrútur þessi er sonar- sonur Goða 89-928. Skagafjördur Þar voru metnir hópar á 19 býlum, samtals 83 hópar. Þar í héraði voru einvörð- ungu metnir gimbrahópar. í Tungu í Gönguskörð- um vom metnir níu hópar og báru þar mikið af Pjakkur 95-383 og Falur 96-016, báðir með 118 í einkunn, en þessir hrútar eru sonur og sonarsonur Gosa 91-945. I Veðramóti í Göngu- skörðum bar mikið af hóp- ur undan Barka 94-404 með 127 í einkunn. Barki er frá Smáhömmm í Kirkjubóls- hreppi, sonur Krafts 90- 199. Við dóm á Ketu á Skaga sýndi Stjáni 95-530 umtalsverða yfirburði með 135 í einkunn en þessi hrút- ur er sonur Goða 89-928. I Keldudal í Hegranesi 40 - Freyr 2/98

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.