Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1998, Blaðsíða 35

Freyr - 01.03.1998, Blaðsíða 35
allt mjög góðir einstak- lingar. Margir fleiri mjög góður hrútar voru þar sýndir. Þama bar mikið á sonum eða öðmm afkom- endur Garps 92-808 frá Lækjarhúsum sem nú er kominn á sæðingarstöð. Þetta eru yfirleitt hrútar með feikilega góð læra- hold, þykkt bak, en oft gallaða frambyggingu og ullargæði mjög breytilega og ullin of oft gölluð. I Öræfum var jafnbesti hrútahópur í sýslunni sýndur og öflugustu ein- staklingar. Efstir stóðu tveir synir Bassa 89-960, Breði 96-434 hjá Guðjóni á Svínafelli og Göltur 96- 564 hjá Emi á Hofi en fæddur Guðjóni. Þessir hrútar em báðir glæsi- kindur, feikilega ræktar- legir og holdþéttir en Breða var dæmt efsta sæt- ið þar sem hann er vem- lega bollengri kind en Göltur. Guðjón hlaut þess vegna veglegan farand- grip búnaðarsambandsins fyrir besta hrút sýslunnar. Einnig vom þama nokkrir mjög góðir synir Galsa 93-963; Steri 96-075 hjá Gísla á Hnappavöllum, fs 96-496 hjá Armanni og Hólmfríði á Svínafelli, Jaki 96-436 hjá Guðjóni á Svínafelli og Glói 96-565 hjá Emi á Hofi. Nafngiftir veturgömlu hrútanna í sveitinni báru nokkum svip af náttúmhamförun- um haustið áður. Að afloknum sýning- um efndi búnaðarsam- bandið til fundar með bændum þar sem niður- stöður sýninganna vom kynntar, viðurkenningar veittar fyrir besta gripinn í sýslunni og fjárræktar- starfið rætt. SUÐURLAIUD Vestur- Skaftafellssýsla Þar í sýslu komu til sýn- inga 159 hrútar og vom fimm þeirra eldri en vetur- gamlir. Veturgömlu hrút- amir voru 75,3 kg að með- altali og fengu 147 þeirra eða rúm 95% I. verðlaun. Veturgamlir hrútar vom því þama jafnléttari en í nokkurri annarri sýslu haustið 1997 og réttu kg léttari en á síðustu aðal- sýningu fyrir tveim ámm. Flokkun þeirra nú var hins vegar allt önnur og mun betri. Sýningar voru í öllum sveitum sýslunnar og er fjárræktaráhugi mikil, einkum meðal yngra fólks. Miklar kynbætur hafa verið sóttar í gegnum sæðingamar en jöfn og góð þátttaka hefur verið í sæðingum undanfarin ár. Þó svo að hreppamir austan Mýrdalssands hafi sameinast fyrir allnokkr- um árum þá starfa en fjár- ræktarfélög eftir gömlu hreppamörkunum og fer það að nokkru leyti eftir vamarlínum sauðfjár- veikivama og einnig fara afréttamot að mestu eftir gömlu hreppamörkunum. Fyrsta sýningin fór fram í Hörgslandshreppi en þar var besti hrútur sýningar- innar án efa Melson í Hörgsdal (85 stig) og var hann jafnframt einn besti kollótti hrútur sem kom til skoðunar á Suðurlandi í haust. I hinum gamla Kirkjubæjarhreppi var hrútastofninn jafn og margir vel gerðir einstak- lingar í hópnum, hrútarnir hefðu þó mátt vera nokkr- um kílóum þyngri til að sýna sitt besta eðli. í Með- allandi vom einungis sýndir hrútar frá einum bæ, Efri-Ey. Þaðan komu átta hrútar, sex hlutu I. verðlaun A og tveir I. verðlaun B. Bestur af þessum hrútum var valinn Dvergur (85,0 stig) sem er sonur Mjaldurs 93-985. Dvergur er fáguð kind að allri gerð og með frábær mala- og lærahold. Fjár- ræktarstarfið í Efri-Ey er í hraðri sókn og er mér til efs að sterkari sýning á veturgömlum hrútum hafi verið haldin í Meðallandi í seinni tíð. 1 Skaftártungu var besti hrútur sýningarinnar Röð- ull í Borgarfelli en þar er á ferðinni frábær einstak- lingur að allri gerð, hlaut hann 87 stig sem er hæsta einkunn sem gefm var á Suðurlandi þetta haust. Röðull er kattlágfættur, bollangur, holdþéttur og með frábær lærahold en fyrir læri hlaut hann 19 í einkunn. Röðull er sonur Búts 93-892 en Bútur raðaði hrútum á toppinn í Skaftártungunni, Hringur og Flibbi á Borgarfelli sem báðir eru Bútssynir hlutu 85 stig í heildareink- unn og fjórði Bútssonur- inn, Snillingur á Snæbýli I sem er holdaköggull en nokkuð ullargallaður hlaut 85,5 stig. Breki á Snæbýli Galsasonur (93-963) hlaut einnig glæsilega útkomu eða 85 stig. I Skaftártungu er nú einn athygliverðasti fjárstofn á Suðurlandi og standa þar þrjú fjárræktar- bú upp úr en það em Borg- arfell, Snæbýli og Úthlíð. Á öllum þessum búum hefur markvisst verið unn- ið að afkvæmarannsókn- um um árabil, auk þess j sem allir yngri árgangar ánna hafa verið valdir með hliðsjón af ómmælingum og kemur nú árlega upp á þessum búum fjöldi stór- álitlegra ásetningshrúta. I Álftaveri er mikið af vel gerðu fé og stendur löng hefð að baki ræktun- inni, sérstaklega er kollótti stofninn þar sterkur. Helsti veikleiki hrútastofnsins er þó of þunnur bakvöðvi en lærahold eru yfirleitt all góð. Sæðingahrútar sem komið hafa af Ströndum síðustu árin virðast þó ætla að skapa nýja mögu- leika við framræktun þessa merka fjárstofns. Rangárvallasýsla f Rangárvallasýslu voru sýndir samtals 148 hrútar. Af þeim voru 129 vetur- gamlir sem vógu að með- altali 78,6 kg á fæti og fengu 126 þeirra eða tæp 98% I. verðlaun. Vænleiki veturgamalla hrúta er lík- ur og fyrir tveim árum en flokkun allt önnur. Þátttaka í skýrsluhaldi er mjög slök í sýslunni en hins vegar er yfirleitt mjög góð þátttaka í sæðingum og er víða til vel gert fé í Freyr 2/98 - 35

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.