Freyr - 01.03.1998, Blaðsíða 36
sýslunni. Því er þó ekki
hægt að neita að mjög
mikill breytileiki er á fé
innan sýslunnar.
I Austur- Eyjafjalla-
hreppi var besti hrútur sýn-
ingarinnar valinn Glaður
frá Ytri-Skógum (86 stig)
Glaður er undan Gáska
sem var albróðir Galsa 93-
963. Glaður er fremur fín-
gerður og afar föngulegur
hrútur, sérlega vöðvaþykk-
ur og gallalaus að allri
gerð. Annar í röð var Goði
í Núpakoti (85,5 stig).
Goði er undan Djákna 93-
983 og er hann glæsilegur
einstaklingur og mjög jafn
að allri gerð. í Austur-
Eyjafjallahreppi er stund-
að öflugt fjárræktarstarf
þar sem fjárbúið í Ytri-
Skógum er þungamiðjan
og er óvíða unnið af meiri
fagmennsku að sauðfjár-
rækt.
í Vestur-Eyjafjalla-
hreppi var besti hrútur sýn-
ingarinnar valinn Kóngur
á Fitjamýri (86 stig).
Kóngur er sonur Mjaldurs
93-985 og er hann sérlega
bakþykkur, 41 mm, og
álitlegur hrútur að allri
gerð.
I Landeyjum eru nokk-
ur sterk fjárræktarbú en
því miður er áhugi fyrir
ræktunarstarfinu ekki
nægilega almennur og er
ástand fjárhjarðanna mjög
í samræmi við það. í
Fljótshlíðarhreppi er al-
mennur fjárræktaráhugi í
sveitinni. Besti hrútur sýn-
Fjórir vcenir hrútar frá Brekku í Lóni, frá vinstri: Strúi,
Kaupi, Glanni og Móði. Ljósm. Halla Eygló Sveinsdóttir.
ingarinnar var valinn Búri
frá Teigi I (86 stig). Búri
er sonur Glampa 93-984,
og er mjög líkur föður sín-
um, glæsilegur hvar sem á
hann er litið. I heild var
sýningin mjög sterk og af
öðrum athygliverðum
hrútum má nefna Ljóma
Djáknason (85,5 stig) og
Sóma Glampason (85
stig) frá Teigi II en þeir
eru báðir jötunvænir og
holdþéttir. Vert er að geta
Högna frá Kirkjulæk II
(85 stig) sem er sonur
Mjaldurs 93-985 en Högni
er með einhver bestu læra-
hold sem sést hafa en hann
er því miður of gulur á ull.
Hlekkur frá Teigi I hlaut
einnig prýðilega útkomu á
sýningunni, 85,5 stig.
Fóðrun á hrútum í Fljóts-
hlíð vekur ævinlega aðdá-
un og var síðasta haust þar
engin undantekning. Jafn
og góður stígandi er í fjár-
rækt sveitarinnar og er
víða rekinn arðbær fjárbú-
skapur í Fljótshlíðinni. A
Rangárvöllum vöktu
mesta athygli eins og oft
áður jötunvænir hrútar frá
Magnúsi Péturssyni í
Norðurbæ en fé hans er
upprunnið frá Vestmanna-
eyjum og er það vel kyn-
bættur og kostamikill
stofn sem hefur fengið
talsverða útbreiðslu meðal
fjárræktarmanna í sýsl-
unni. Sterkirkollóttirhrút-
ar komu frá Helluvaði og
í Næfurholti er fjárrækt í
mikilli sókn og er spenn-
andi að sjá þróunina þar á
næstu árum. í Holta og
Landsveit voru haldnar
tvær sýningar. Sú fyrri var
haldin að Skarði á Landi
25. september en hin síð-
ari að Lækjarbotnum um
miðjan október. Efsti hrút-
ur sýningarinnar var valin
354 frá Hjallanesi (85,5
stig) undan Sóma frá sama
bæ, en hann er einstaklega
jafnvaxin og föngulegur,
næstur í röð varð Glamr-
andi frá Skarði (85 stig),
Glampasonur en hann
mjög öflugur í lærum og
vel gerður að öðru leyti. í
Holta og Landsveit er
mikill ræktunaráhugi og
víða góðar afurðir eftir
féð, þátttaka í sauðfjár-
skýrsluhaldinu er hins
vegar alltof lítil og hamlar
það því að hægt sé að nýta
þá miklu kosti sem búa í
fénu til nota fyrir ræktun-
arstarfið á landsvísu.
Fjögur fjárræktarbú eru
virk í ræktunarstarfinu í
Asahreppi en það eru búin
í Kálfholti, Kastala-
brekku, hjá Davíð í Sum-
arliðabæ og í Þjósártúni.
Gott er í fé á öllum þess-
um bæjum og er kollótti
fjárstofninn í Kálfholti
mjög athygliverður.
Árnessýsla
Samtals voru sýndir 165
hrútar í sýslunni og voru
153 þeirra veturgamlir.
Veturgömlu hrútamir voru
78,3 kg að meðaltali á fæti
og flokkuðust 149 þeirra
eða rúm 97% í I. verðlaun.
Eins og í Rangárvalla-
sýslu er vænleiki áþekkur
og á aðalsýningu fyrir
fjórum árum en flokkun
gerbreytt.
Nokkur tómstunda-
bragur er á fjárræktinni í
sumum sveitum enda er
sauðfjárbúskapur mjög
víða aukabúgrein í sýsl-
unni. Það breytir þó ekki
því að margir fjárræktar-
menn með fátt fé sýna
ræktunarstarfinu mikinn
áhuga.
Sýningin í Villinga-
holtshreppi sem var fjöl-
sótt af fólki var haldin að
Egilsstaðakoti og komu
margir athyglisverðir
hrútar á sýninguna. í
sveitinni er starfandi gott
fjárræktarfélag en fjár-
ræktin er víðast stunduð
sem aukabúgrein með
öðmm búskap. Hrúta-
stofninn í Gaulverjabæjar-
hreppi er að jafnaði mjög
sterkur og ber þar hæst
hrútana hjá Karli og Osk-
ari í Efri-Gegnishólum, en
hjá þeim er fágætt safn af
úrvals fé.
Að venju vom hrútam-
ir frá Tóftum áberandi á
sýningunni í Stokkseyrar-
hreppi en þar kemur ár-
lega fram hópur af álitleg-
um kynbótahrútum.
Tveir firna sterkir ein-
staklingar komu fram á
sýningunni á Eyrarbakka
36 - Freyr 2/98