Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1998, Blaðsíða 9

Freyr - 01.03.1998, Blaðsíða 9
Ævar Aðalsteinsson með uppáhaldshrútnum sínum. Freysmynd. 2. flokk og 3. flokkur hefur ekki sést héma. Kostnaðinn við að rýja um hálfum mánuði fyrr en margir aðrir er um tvær rúllur á dag og lítið ann- að. Ef rúningurinn er dreginn er meiri hætta á að það þurfi að hýsa snögglega og þá er hætt við húsvist- arskemmdum. Landið er tæplega 12 þúsund hektarar og áður fyrr þurfti 10-12 vel ríðandi menn til að smala allt landið á einum degi. Land Klaustur- sels nær upp á miðja Fljótsdalsheiði en bærinn stendur í um 280 m hæð yfir sjó. Smalamennskur eru því töluverðar og leitað er til vina og vandamanna um aðstoð í göngum og notuð eru fjórhjól, sexhjól og nokk- ur hross í smalamennskumar. Hverju þakkar þú þann góða árangur sem þú hefur náð með nýja féð? Það byggist á því að hugsa vel um féð. Eg tel mig hafa fengið mjög góða stofna og mér hefur tekist að vinna úr efniviðnum og fengið ágæta afurðasemi. Féð er tekið snemma á hús og þess gætt að æmar leggi aldrei af og reynt að ná þeim eins þungum á vetrarfóður og mér er unnt. Þær eru látnar bera snemma og náð að koma þeim í sumarhaga þannig að lömb bíði ekki hnekki. Eg nota heyfóður og fiskimjöl eingöngu til þessarar framleiðslu. Meðalviktin sl. haust var um 17,8 kg sem ég er ánægður með miðað við hversu snemma er slátrað en um fjórðungi er slátrað fyrir hefðbundinn slátur- tíma. Þá fáum við um 6% yfírverð hjá okkar afurðastöð. Meginhlutan- um er slátrað í september og aðeins um 10% er fargað í október. Það em mestmegnis smálömb sem hafa ver- ið á há eða gengið með mæðmm sín- um. I september em líflömbin valin og passað að hafa nóg til að grisja úr þegar þau eru ómmæld. Eg hef notað ómskoðun síðustu árin og tel að þama sé tæki sem hjálpar til við markvissa ræktun. Kollóttu æmar eru heldur fleiri en þær hymdu og þeim er haldið að- skildum. Þær fá ekki einu sinni að vera saman í kró, hyrndu ærnar eru frekari og komast oft upp á lagið með að verja heyið. Hymdu æmar komu að hluta úr Öræfum og af ein- um bæ á Ströndum og um helming- urinn af fénu sem kom úr Reykhóla- sveitinni var hyrndur. I raun vom það þrír stofnar sem ég fékk en ég get með engu móti gert upp á milli þeirra. A einum staðnum er féð mjög frjósamt, en á öðmm stað er meira byggt á mjólkurlagni. Eg tel að allir stofnarnir séu mjög góðir en framfarir byggjast á því að þekkja efniviðinn og vinna úr hon- um. Það má ekkert hlífa því sem maður er ekki ánægður með. Eg hef alltaf sett ríflega á og keypti nóg í upphafí til þess að geta strax hreins- að til. J.S. Freyr 2/98 - 9

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.