Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1998, Blaðsíða 18

Freyr - 01.03.1998, Blaðsíða 18
Nýtt gœðamat á kindakjöti Inngangur Hinn 1. júlí 1997 tóku gildi ný lög um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðisskoðum og gæðamat á sláturafurðum (lög nr. 96/1997). Þá mun á næstunni taka gildi ný reglugerð um flokkun, mat og merkingu á kindakjöti. Reglu- gerð þessi hefur verið í undirbún- ingi í tvö ár. Unnið hefur verið að henni að ósk Landssamtaka sauðfjár- bænda og sláturleyfishafa og með samþykki og á vegum landbúnaðar- ráðuneytisins. I þessu erindi verður greint frá: 1. Breytingum og aðlögun gæða- mats á íslensku kindakjöti að reglum Evrópusambandsins sem byggja á mati eftir holdfyllingu og vöðvaþykkt annars vegar og fitustigi hins vegar. 2. Tillögum að nýjum verðlags- grundvelli fyrir kindakjöt og áhrifum hans á verð til bænda. lUýjar reglur um gæðamat á kindakjöti Reglunum má skipta í fimm hluta: Grunnflokkun eftir aldri og kyn- ferði. Mat á vaxtarlagi og holdfyll- ingu. Mat og flokkun eftir fitu. Þyngdarflokkun (frjáls). Mat og merking á verkunargöllum. Merk- ingar á gæðaflokkum í heildsölu og smásölu. Grunnflokkun eftir aldri og kynferði Grunnflokkun eftir aldri og kynferði verður: 1. Skrokkar af gimbrarlömbum að tólf mánaða aldri og skrokkar af eftir Guðjón Þorkelsson Rannsókna- stofnun land- búnadarins Ráðunautafundur 1998 hrútlömbum sem slátrað er fyrir 20. október og eftir 1. mars svo og skrokkar af geltum hrútlömb- um að 12 mánaða aldri. (Hafi þau verið gelt í síðasta lagi tveim mánuðum fyrir slátrun). Þeir skulu auðkenndir með bókstafnum D. I stað D er hugsanlegt að notaður verði bókstafurinn L til samræm- is við reglur í Evrópu. 2. Skrokkar af veturgömlum gimbr- um og geldingum, 12-18 mán- aða. Þeir skulu auðkenndir með bókstafnum V. 3. Skrokkar af veturgömlum hrútum sem slátrað er fyrir 10. október. Þeir skulu auðkenndir með bók- stöfunum VH. 4. Skrokkar af fullorðum ám og sauðum, eldri en 18 mánaða. Þeir skulu auðkenndir með bókstafn- um F. I stað F verður hugsanlega notaður bókstafurinn S til sam- ræmis við reglur í Evrópu. 5. Skrokkar af fullorðum hrútum, veturgömlum hrútum sem slátrað er eftir 10. október og lambhrút- um sem slátrað er frá 20. október -1. mars. Þeir skulu auðkenndir með bókstafnum H. Vaxtarlag, holdfylling og fita Dilkaskrokkar í heilbrigðisflokki 1 verða flokkaðir eftir vaxtarlagi og holdfyllingu annars vegar og eftir fitustigi hins vegar. Heimilt verður að skipta flokkunum í mesta lagi í þrjá undirflokka. Yfirkjötmat ríkis- ins ákveður fjölda undirflokka á samráði við hagsmunaðila. Vaxtarlag og holdfylling 1 1. töflu eru lýsingar á vaxtarlags- og holdfyllingarflokkum dilkaskrokka. Fituflokkun í 2. töflu er lýst fituflokkum dilka- skrokka. Við fituflokkun er stuðst við mælingar á fituþykkt á síðu við næstaftasta rif, u.þ.b. 11 cm frá mið- línu hryggjar. Kjöt af fullorðnu Holdfyllingaflokkar fyrir skrokka af fullorðnu fé verða tveir: • P=Mjög rýrir skrokkar. • R=Sæmilegir og góðir skrokkar. R-flokkurinn skiptist í fituflokka, þ.e. 3 <15 mm og 4 >15 mm. Miðað við þykkt fitu ofan á næstaftasta rifi, u.þ.b. 11-13 cm frá miðlínu hryggj- ar eftir stærð skrokka. Þetta er í raun sama llokkun og verið hefur nema stöfum er breytt í samræmis við reglurnar fyrir lambaskrokkana. Verkunargallar og áverkar Til viðbótar skal meta sérstaklega þá skrokka sem vegna verkunargalla, marbletta eða annarra áverka teljast gölluð vara. 18- Freyr 2/98

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.